Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - ÍR 98-77 | Gestirnir áttu aldrei möguleika á Króknum Ísak Óli Traustason skrifar 3. desember 2021 21:05 Vísir/Hulda Margrét Þó ÍR-ingar hafi mætt með tvo nýja erlenda leikmenn á Sauðárkrók í kvöld átti liðið aldrei möguleika er það heimsótti Tindastól í Subway-deild karla, lokatölur 96-77. ÍR byrjaði leikinn af krafti en Tindastóll leiddi ftir fyrsta leikhluta, 22-20. Tindastóll hélt áfram að spila vel í öðrum leikhluta og unnu hann 25-14, hálfleikstölur 47-34. Taiwo Badmus og Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmenn Tindastóls leiddu liðið í stigaskori í hálfleik með 11 stig hvor. Tindastóll mætti öflugt í seinni hálfleikinn og náðu upp 20 stiga forustu, Taiwo Badmus var frábær í áhlaupinu en gestirnir úr Breiðholtinu komu til baka náðu að minnka muninn í 11 stig undir lok leihlutans. Staðan að honum loknum var 70-59, það var þó slæmt fyrir gestina að missa Sigvalda Eggertsson, leikmann ÍR, út af vellinum með fimm villur. ÍR gafst ekki upp og náðu muninum niður í fjögur stig í loka leikhlutanum en Tindastóll svaraði því áhlaupi vel og sigruðu að lokum með 21 stigi 98-77. Af hverju vann Tindastóll? Eftir jafna byrjun þá duttu Stólarnir í gírinn, þeir voru öfulgir í teignum í kvöld þar sem þeir skora 54 stig. Þegar að þeir duttu í gírinn varnarlega þá gekk ÍR brösulega að skora. Tindastóll vann frákastabaráttuna og fékk boltinn að ganga vel í sókninni, liðið endar með 22 stoðsendingar. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Tindastól voru Taiwo Badmus (29 stig, 6 fráköst) og Sigurður Gunnar Þorsteinsson (15 stig, 10 fráköst) bestir. Thomas Massamba átti flottan leik og Javon Bess skoraði góðar körfur á mikilvægum augnablikum í leiknum. Sigtryggur Arnar Björnsson spilaði einnig sinn besta leik í vetur með 15 stig og leiddi liðið í +/- (+29). Bestur hjá ÍR var Collin Pryor með 16 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Sigvaldi Eggertsson var góður og Triston Simpson vann sig vel inn í leikinn. Hvað hefði betur mátt fara? Þegar að ÍR komu sér aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta þá voru þeir að klikka á opnum skotum, augnablikið féll ekki með þeim hérna í kvöld en þeir hefðu þurft að setja þessi skot ofan í. Hvað gerist næst? Tindastóll heimsækir Keflavík á meðan að ÍR taka á móti Grindavík á heimavelli. Þú verður að vera einbeittur allan tímann Þjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson og Sigtryggur Arnar Björnsson.Tindastóll Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með sigurinn. „Mér fannst við gera vel í þessum leik, við áttum einn lélegan kafla, annars gerðum við bara nokkuð vel,“ sagði Baldur. „Við vorum mjög þéttir, það er einn kafli þar sem við ákváðum að vera eitthvað að drulla á okkur, nenntum þessu ekki. Þá vorum við hrikalega lélegir og um leið þá koma liðin til baka eins og þetta er alltaf“, sagði Baldur og bætti við að ,,þú verður að vera einbeittur allan tímann.“ „Ég er mjög ánægður hvernig við klárum þennan leik, gerðum vel að ‘‘re focusa‘‘ á leikinn og klára sterkt,“ sagði Baldur að lokum. Erum að fá nýja leikmenn inn, það tekur smá tíma Friðrik Ingi Rúnarsson.vísir/anton Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari ÍR, var nokkuð brattur eftir leik þrátt fyrir tap. ,,Annar leikhluti fer með þetta hjá okkur, fyrsti leikhluti er ágætur á köflum en annar er mjög slakur“, sagði Friðrik. „Við lendum í pínu villu vandræðum, vorum linir í vörn og sókn og Tindastóll gengur á lagið. Þeir ná tökum á leiknum og við erum í þeirri stöðu að elta“, sagði Friðrik. Hann bætti svo við: „Í þriðja leikhluta náum við að koma til baka, minnkum muninn niður í fjögur stig, svo verður krafturinn minni og einhverjir hlutir detta ekki með okkur.“ „Ég er nokkuð brattur, ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er nýr inn í þessu, við erum að fá nýja leikmenn inn þannig að það tekur smá tíma“ sagði Friðrik. Friðrik segist sjá fullt af góðum hlutum hjá liðinu og bætir við að „það er góður hugur í mér og við eigum eftir að láta vel að okkur kveða þegar að við verðum komnir með allt okkar lið saman.“ „Ég er mjög bjartsýnn og geri mér grein fyrir því að þetta er verðugt en skemmtilegt verkefni. Ég held að við eigum eftir að verða býsna góðir þegar líður á og það er enginn beygjur á okkur,“ sagði Friðrik að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Tindastóll ÍR Körfubolti Íslenski körfuboltinn
Þó ÍR-ingar hafi mætt með tvo nýja erlenda leikmenn á Sauðárkrók í kvöld átti liðið aldrei möguleika er það heimsótti Tindastól í Subway-deild karla, lokatölur 96-77. ÍR byrjaði leikinn af krafti en Tindastóll leiddi ftir fyrsta leikhluta, 22-20. Tindastóll hélt áfram að spila vel í öðrum leikhluta og unnu hann 25-14, hálfleikstölur 47-34. Taiwo Badmus og Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmenn Tindastóls leiddu liðið í stigaskori í hálfleik með 11 stig hvor. Tindastóll mætti öflugt í seinni hálfleikinn og náðu upp 20 stiga forustu, Taiwo Badmus var frábær í áhlaupinu en gestirnir úr Breiðholtinu komu til baka náðu að minnka muninn í 11 stig undir lok leihlutans. Staðan að honum loknum var 70-59, það var þó slæmt fyrir gestina að missa Sigvalda Eggertsson, leikmann ÍR, út af vellinum með fimm villur. ÍR gafst ekki upp og náðu muninum niður í fjögur stig í loka leikhlutanum en Tindastóll svaraði því áhlaupi vel og sigruðu að lokum með 21 stigi 98-77. Af hverju vann Tindastóll? Eftir jafna byrjun þá duttu Stólarnir í gírinn, þeir voru öfulgir í teignum í kvöld þar sem þeir skora 54 stig. Þegar að þeir duttu í gírinn varnarlega þá gekk ÍR brösulega að skora. Tindastóll vann frákastabaráttuna og fékk boltinn að ganga vel í sókninni, liðið endar með 22 stoðsendingar. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Tindastól voru Taiwo Badmus (29 stig, 6 fráköst) og Sigurður Gunnar Þorsteinsson (15 stig, 10 fráköst) bestir. Thomas Massamba átti flottan leik og Javon Bess skoraði góðar körfur á mikilvægum augnablikum í leiknum. Sigtryggur Arnar Björnsson spilaði einnig sinn besta leik í vetur með 15 stig og leiddi liðið í +/- (+29). Bestur hjá ÍR var Collin Pryor með 16 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Sigvaldi Eggertsson var góður og Triston Simpson vann sig vel inn í leikinn. Hvað hefði betur mátt fara? Þegar að ÍR komu sér aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta þá voru þeir að klikka á opnum skotum, augnablikið féll ekki með þeim hérna í kvöld en þeir hefðu þurft að setja þessi skot ofan í. Hvað gerist næst? Tindastóll heimsækir Keflavík á meðan að ÍR taka á móti Grindavík á heimavelli. Þú verður að vera einbeittur allan tímann Þjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson og Sigtryggur Arnar Björnsson.Tindastóll Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með sigurinn. „Mér fannst við gera vel í þessum leik, við áttum einn lélegan kafla, annars gerðum við bara nokkuð vel,“ sagði Baldur. „Við vorum mjög þéttir, það er einn kafli þar sem við ákváðum að vera eitthvað að drulla á okkur, nenntum þessu ekki. Þá vorum við hrikalega lélegir og um leið þá koma liðin til baka eins og þetta er alltaf“, sagði Baldur og bætti við að ,,þú verður að vera einbeittur allan tímann.“ „Ég er mjög ánægður hvernig við klárum þennan leik, gerðum vel að ‘‘re focusa‘‘ á leikinn og klára sterkt,“ sagði Baldur að lokum. Erum að fá nýja leikmenn inn, það tekur smá tíma Friðrik Ingi Rúnarsson.vísir/anton Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari ÍR, var nokkuð brattur eftir leik þrátt fyrir tap. ,,Annar leikhluti fer með þetta hjá okkur, fyrsti leikhluti er ágætur á köflum en annar er mjög slakur“, sagði Friðrik. „Við lendum í pínu villu vandræðum, vorum linir í vörn og sókn og Tindastóll gengur á lagið. Þeir ná tökum á leiknum og við erum í þeirri stöðu að elta“, sagði Friðrik. Hann bætti svo við: „Í þriðja leikhluta náum við að koma til baka, minnkum muninn niður í fjögur stig, svo verður krafturinn minni og einhverjir hlutir detta ekki með okkur.“ „Ég er nokkuð brattur, ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er nýr inn í þessu, við erum að fá nýja leikmenn inn þannig að það tekur smá tíma“ sagði Friðrik. Friðrik segist sjá fullt af góðum hlutum hjá liðinu og bætir við að „það er góður hugur í mér og við eigum eftir að láta vel að okkur kveða þegar að við verðum komnir með allt okkar lið saman.“ „Ég er mjög bjartsýnn og geri mér grein fyrir því að þetta er verðugt en skemmtilegt verkefni. Ég held að við eigum eftir að verða býsna góðir þegar líður á og það er enginn beygjur á okkur,“ sagði Friðrik að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti