Frá þessu greinir ríkisfjölmiðillinn í Mjanmar nú síðdegis, en fyrr í dag var sagt frá því að Suu Kyi hafi verið sakfelld fyrir að kynda undir mótmælum gegn herforingjastjórninni og brjóta sóttvarnareglur vegna heimsfaraldursins. Hún var dæmd í fjögurra ára fangelsi og á raunar fleiri ákærur yfir höfðu sér.
Fjöldi ríkja og alþjóðastofnana hafa fordæmt dóminn í dag, en Reuters segir frá því að forseti herforingjastjórnarinnar hafi að hluta náðað hina 76 ára Suu Kyi og þannig stytt dóminn. Þá segir að Suu Kyi þurfi ekki að afplána dóminn í eiginlegu fangelsi heldur megi sitja dóminn af sér í stofufangelsi.
Suu Kyi var leiðtogi ríkisstjórnar Mjanmar um tíma eftir að herforingjarnir ákváðu að deila völdum með lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Í febrúar síðastliðinn skiptu þeir hins vegar um skoðun og hnepptu Suu Kyi og fleiri lýðræðislega kjörna leiðtoga í stofufangelsi.