Hásteinsvöllur verður að gervigrasvelli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2021 11:02 Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar vonast til þess að gervigras og flóðlýsing verði komin á Hásteinsvöll fyrir upphaf Íslandsmótsins árið 2023. Vísir Heimavöllur ÍBV, Hásteinsvöllur, verður gerður að gervigrasvelli með flóðlýsingu á næstunni. Framkvæmdir hefjast næsta haust og vonast er til að völlurinn verði klár fyrir upphaf Íslandsmótsins 2023. Þetta staðfesti Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við Fréttablaðið. Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar fyrir helgi kom fram að eitt mikilvægasta verkefni sveitafélagsins í aðstöðumálum íþróttafélagsins ÍBV á næstu árum væri að koma gervigrasi með flóðlýsingu á Hásteinsvöll. Þá er gert ráð fyrir 170 milljónum króna í uppbyggingu íþróttamannvirkja árið 2023, og 180 milljónum næstu tvö árin eftir það. ÍBV hefur leikið heimaleiki sína á Hásteinsvelli frá árinu 1963. „Við skoðuðum hvert nýtingarhlutfall Hásteinsvallar hefur verið undanfarin ár og ræddum við ýmsa íþróttafulltrúa og framkvæmdastjóra hjá öðrum félögum til að skoða nýtingarhlutfall þeirra. Það var síðan efnt til félagsfundar þar sem niðurstöðurnar voru kynntar áður en kosið var um næstu skref félagsins. Stjórnin hafði ákveðnar hugmyndir um framtíðarsýn fyrir félagið sem var samþykkt á fundinum, þær hugmyndir horfðu til þess að byggt yrði félagsheimili við völlinn og handknattleikssalur, ásamt því að stækka knattspyrnuhúsið sem er hálfur völlur í dag. Að lokum kusu félagsmenn um forgangsröðunina og það varð ofan á byrjað yrði á því að leggja gervigras og koma á flóðlýsingu á Hásteinsvöll,“ sagði Haraldur í samtali við Fréttablaðið. Með lengingu Íslandsmótsins í fótbolta er aukin þörf á flóðlýsingu, en það verður fyrsta verkefnið af listanum. Haraldur bætti við að með þessu myndi einnig sparast ferðakostnaður í yngri flokkum þar sem félagið gæti leikið á heimavelli sínum yfir vetrartímann. Íslenski boltinn ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Sjá meira
Þetta staðfesti Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við Fréttablaðið. Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar fyrir helgi kom fram að eitt mikilvægasta verkefni sveitafélagsins í aðstöðumálum íþróttafélagsins ÍBV á næstu árum væri að koma gervigrasi með flóðlýsingu á Hásteinsvöll. Þá er gert ráð fyrir 170 milljónum króna í uppbyggingu íþróttamannvirkja árið 2023, og 180 milljónum næstu tvö árin eftir það. ÍBV hefur leikið heimaleiki sína á Hásteinsvelli frá árinu 1963. „Við skoðuðum hvert nýtingarhlutfall Hásteinsvallar hefur verið undanfarin ár og ræddum við ýmsa íþróttafulltrúa og framkvæmdastjóra hjá öðrum félögum til að skoða nýtingarhlutfall þeirra. Það var síðan efnt til félagsfundar þar sem niðurstöðurnar voru kynntar áður en kosið var um næstu skref félagsins. Stjórnin hafði ákveðnar hugmyndir um framtíðarsýn fyrir félagið sem var samþykkt á fundinum, þær hugmyndir horfðu til þess að byggt yrði félagsheimili við völlinn og handknattleikssalur, ásamt því að stækka knattspyrnuhúsið sem er hálfur völlur í dag. Að lokum kusu félagsmenn um forgangsröðunina og það varð ofan á byrjað yrði á því að leggja gervigras og koma á flóðlýsingu á Hásteinsvöll,“ sagði Haraldur í samtali við Fréttablaðið. Með lengingu Íslandsmótsins í fótbolta er aukin þörf á flóðlýsingu, en það verður fyrsta verkefnið af listanum. Haraldur bætti við að með þessu myndi einnig sparast ferðakostnaður í yngri flokkum þar sem félagið gæti leikið á heimavelli sínum yfir vetrartímann.
Íslenski boltinn ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Sjá meira