Aldrei spilað við „klikkaðri“ aðstæður en í Kópavogi og afmælisbarnið fékk blástur Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2021 09:30 Liðsfélagarnir reyndu að blása hita í afmælisbarnið Esther González eftir leik. Eins og sjá má kyngdi niður snjó á meðan á leiknum stóð. Instagram/@asllani9 og Vísir/Vilhelm Sænska knattspyrnustjarnan Kosovare Asllani virtist njóta sín vel á Kópavogsvelli í fyrrakvöld en hún segir aðstæður þar þó hafa verið þær „klikkuðustu og köldustu“ sem hún hafi prófað á sínum ferli. Þó að Rangæingurinn Karitas Tómasdóttir hafi spilað hanskalaus í stuttermabol í snjóbylnum í Kópavogi þá virtist mörgum kalt þegar leikur Breiðabliks og Real Madrid fór fram í Meistaradeildinni í fótbolta. Það er sjaldgæft að keppnisleikir í fótbolta fari fram á Íslandi í desember en vegna nýs fyrirkomulags í Meistaradeild kvenna, og sterkrar stöðu úrvalsdeildar kvenna í evrópskum samanburði, má búast við fleiri desemberleikjum á næstu árum. Í fyrrakvöld fór að kyngja niður snjó áður en leikur Breiðabliks og Real hófst klukkan 20. Vallarstarfsmenn gerðu sitt til að moka snjó af vellinum fyrir leik og í hálfleik, en snjókoman hafði sín áhrif á leikinn og spila þurfti með appelsínugulan bolta. Asllani skoraði samt sem áður tvö mörk í 3-0 sigri Real. Á Instagram eftir leik skrifaði hún: „Stolt af frammistöðu liðsins í kvöld í klikkuðustu og köldustu aðstæðum sem ég hef nokkru sinni spilað í. 3-0 og komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vel gert lið.“ View this post on Instagram A post shared by Kosovare Asllani (@asllani9) Þess má geta að Asllani er 32 ára og hefur spilað með liðum í Svíþjóð, Bandaríkjunum, Frakklandi, Englandi og nú Spáni, auk þess að leika vel á annað hundrað landsleikja fyrir Svíþjóð. Liðsfélagi Asllani, Esther González, fagnaði 28 ára afmæli í gær og á eflaust eftir að muna eftir þessum afmælisdegi. Eins og sjá má á myndinni hér efst reyndu vinkonur hennar að hlýja henni eftir leik með notkun hárblásara inni í búningsklefa, enda sú spænska enn óvanari kuldanum en Asllani. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Kópavogur Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Sjá meira
Þó að Rangæingurinn Karitas Tómasdóttir hafi spilað hanskalaus í stuttermabol í snjóbylnum í Kópavogi þá virtist mörgum kalt þegar leikur Breiðabliks og Real Madrid fór fram í Meistaradeildinni í fótbolta. Það er sjaldgæft að keppnisleikir í fótbolta fari fram á Íslandi í desember en vegna nýs fyrirkomulags í Meistaradeild kvenna, og sterkrar stöðu úrvalsdeildar kvenna í evrópskum samanburði, má búast við fleiri desemberleikjum á næstu árum. Í fyrrakvöld fór að kyngja niður snjó áður en leikur Breiðabliks og Real hófst klukkan 20. Vallarstarfsmenn gerðu sitt til að moka snjó af vellinum fyrir leik og í hálfleik, en snjókoman hafði sín áhrif á leikinn og spila þurfti með appelsínugulan bolta. Asllani skoraði samt sem áður tvö mörk í 3-0 sigri Real. Á Instagram eftir leik skrifaði hún: „Stolt af frammistöðu liðsins í kvöld í klikkuðustu og köldustu aðstæðum sem ég hef nokkru sinni spilað í. 3-0 og komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vel gert lið.“ View this post on Instagram A post shared by Kosovare Asllani (@asllani9) Þess má geta að Asllani er 32 ára og hefur spilað með liðum í Svíþjóð, Bandaríkjunum, Frakklandi, Englandi og nú Spáni, auk þess að leika vel á annað hundrað landsleikja fyrir Svíþjóð. Liðsfélagi Asllani, Esther González, fagnaði 28 ára afmæli í gær og á eflaust eftir að muna eftir þessum afmælisdegi. Eins og sjá má á myndinni hér efst reyndu vinkonur hennar að hlýja henni eftir leik með notkun hárblásara inni í búningsklefa, enda sú spænska enn óvanari kuldanum en Asllani.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Kópavogur Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Sjá meira