Þyrfti þrefaldan bílskúr undir grillgræjurnar Logn bókaútgáfa 13. desember 2021 08:45 BBQ Kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson hafði aldrei snert á matseld þegar hann fékk algjöra dellu fyrir því að grilla. Síðan hafa tvær sjónvarpsþáttaraðir runnið í gegn og nú bók. BBQ Kóngurinn er bók vikunnar á Vísi „Ég er dellukall, það er bara þannig. Ég fer „all in“ í það sem grípur mig og nú er það grillið. Ég hafði aldrei eldað neitt áður, bara ekki neitt og var reyndar að elda Lasagne í fyrsta skipti í síðustu viku. Núna elda ég samt nánast alltaf á heimilinu, það er að segja ég grilla,“ segir bílamálarinn Alfreð Fannar Björnsson sem á að minnsta kosti 7 grill á pallinum heima hjá sér. Alfreð er betur þekktur sem BBQ Kóngurinn og er áhorfendum Stöðvar 2 vel kunnur úr samnefndum sjónvarpsþáttum. Í sumar kom út bókin BBQ Kóngurinn sem inniheldur yfir hundrað gómsæta grillrétti kóngsins sem slógu í gegn í þáttunum og á samfélagsmiðlum. „Það er ýmiss fróðleikur í bókinni líka um aðferðir, aukabúnað og græjur sem þarf við grillið og leynivopn grillarans, sem er kjöthitamælir,“ segir Alfreð og viðurkennir að vera græjukall í ofanálag. „Ég á allt held ég, án djóks. Ég er mikill Weberkall og á nánast allan bæklinginn heima hjá mér. Ég er með bílskúr sem betur fer en væri til í tvöfaldan og jafnvel þrefaldan fyrir grillgræjurnar.“ Í bókinni fer Alfreð yfir muninn á því að grilla á gas-, rafmagns- eða kolagrilli og kennir hvernig grilla á við óbeinan og beinan hita. Einnig fer hann yfir muninn á viðarkolum og hefðbundnum kolum og hvernig á að reykja mat í gas- og kolagrilli eða reykofni. Þá fer hann yfir aðferðir sem lítið hafa sést á Íslandi eins og að grilla beint á kolunum, svokölluð "caveman style" aðferð, en þá er kjötinu skellt beint á kolin. Alfreð segist nánast bara grilla kjöt. „Ég er fyrir kjöt og jú stundum fisk. Það er reyndar humar í bókinni, sem ég grilla einmitt „caveman style“, beint á kolunum sjálfum og er mjög góður. Ég hef líka prófað að baka kökur á grillinu og gerði eina súkkulaðiköku í þáttunum, það fór reyndar allt klessu hjá mér. Venjulega voru þættirnir bara „one take“ nema þegar við gerðum kökuna, þá þurftum við að fiffa aðeins,“ segir Alfreð sposkur. Hann segir fleiri sjónvarpsþætti mögulega í pípunum og dreymir um að taka þá upp í mekka grillarans, Bandaríkjunum. „Það eru margar hugmyndir uppi en maður veit ekki hvað verður hægt að framkvæma. Það er þó ólíklegt að ég geri fleiri bækur, þetta er svakaleg vinna og eins gott að ég hafði frábært teymi í kringum mig,“ segir hann hlæjandi. En er næsta della farin að banka á dyrnar? „Ég er reyndar aðeins byrjaður að stúdera vindla en ég hætti ekki í grillinu fyrir þá, grill og vindlar fara bara vel saman, eins og grill og bjór, nema nú er ég bara í 0,0%,“ segir Alferð. Bókin er fallega myndskreytt með teikningum eftir Írisi Ösp Sveinbjörnsdóttur og ljósmyndum eftir Karl Petersson. Matarstílisti er Helga Sif Guðmundsdóttir og prófarkalestur var í höndum Ingunnar Snædal. Framleiðandi sjónvarpsþátta BBQ Kóngsins Fannar Scheving Edwardsson gefur bókina út. Bókin fæst í Kjötkompaní, Weber búðinni, Bónus, Hagkaup, Heimkaup, Pennanum, Elko, Forlaginu og á BBQKongurinn.is þar sem hægt er að kaupa flottar grillvörur og kryddlínu BBQ Kóngsins sem slegið hefur í gegn. Alfreð deilir hér með lesendum einni af sínum uppáhalds uppskriftum: Úrbeinaður lambahryggur með döðlu- og fetaostsfyllingu Aðferð: Óbeinn hiti Hitastig: 62 gráður Fyrir: 6 manns Mér finnst best að skera lundirnar af hryggnum og elda eftir á því að þær eiga til að ofeldast ef þær eru eldaðar með hryggnum. 2 kg lambahryggur 150 g fetaostur Handfylli af döðlum 200 ml kryddjurtamarinering úr Kjötkompaníinu Parmesan Ferskt timjan Kyndið grillið í 200 gráður. Fjarlægið lundirnar undan hryggnum og eldið sér eða geymið. Mér finnst gott að elda þær á meðan ég grilla hrygginn sem smakk fyrir grillarann. Grillið lundirnar á beinum hita í u.þ.b. tvær mínútur á hvorri hlið. Skerið sitthvoru megin við miðjubeinið alveg niður að rifjunum. Smyrjið kryddjurtamarineringunni eða lambamarineringunni á hrygginn og fyllið með döðlum og fetaosti. Rífið parmesanost yfir og skreytið með fersku timjani. Grillið á óbeinum hita upp í 62 gráður en þá verða fillein aðeins bleik í miðjunni. Matur Jól Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
„Ég er dellukall, það er bara þannig. Ég fer „all in“ í það sem grípur mig og nú er það grillið. Ég hafði aldrei eldað neitt áður, bara ekki neitt og var reyndar að elda Lasagne í fyrsta skipti í síðustu viku. Núna elda ég samt nánast alltaf á heimilinu, það er að segja ég grilla,“ segir bílamálarinn Alfreð Fannar Björnsson sem á að minnsta kosti 7 grill á pallinum heima hjá sér. Alfreð er betur þekktur sem BBQ Kóngurinn og er áhorfendum Stöðvar 2 vel kunnur úr samnefndum sjónvarpsþáttum. Í sumar kom út bókin BBQ Kóngurinn sem inniheldur yfir hundrað gómsæta grillrétti kóngsins sem slógu í gegn í þáttunum og á samfélagsmiðlum. „Það er ýmiss fróðleikur í bókinni líka um aðferðir, aukabúnað og græjur sem þarf við grillið og leynivopn grillarans, sem er kjöthitamælir,“ segir Alfreð og viðurkennir að vera græjukall í ofanálag. „Ég á allt held ég, án djóks. Ég er mikill Weberkall og á nánast allan bæklinginn heima hjá mér. Ég er með bílskúr sem betur fer en væri til í tvöfaldan og jafnvel þrefaldan fyrir grillgræjurnar.“ Í bókinni fer Alfreð yfir muninn á því að grilla á gas-, rafmagns- eða kolagrilli og kennir hvernig grilla á við óbeinan og beinan hita. Einnig fer hann yfir muninn á viðarkolum og hefðbundnum kolum og hvernig á að reykja mat í gas- og kolagrilli eða reykofni. Þá fer hann yfir aðferðir sem lítið hafa sést á Íslandi eins og að grilla beint á kolunum, svokölluð "caveman style" aðferð, en þá er kjötinu skellt beint á kolin. Alfreð segist nánast bara grilla kjöt. „Ég er fyrir kjöt og jú stundum fisk. Það er reyndar humar í bókinni, sem ég grilla einmitt „caveman style“, beint á kolunum sjálfum og er mjög góður. Ég hef líka prófað að baka kökur á grillinu og gerði eina súkkulaðiköku í þáttunum, það fór reyndar allt klessu hjá mér. Venjulega voru þættirnir bara „one take“ nema þegar við gerðum kökuna, þá þurftum við að fiffa aðeins,“ segir Alfreð sposkur. Hann segir fleiri sjónvarpsþætti mögulega í pípunum og dreymir um að taka þá upp í mekka grillarans, Bandaríkjunum. „Það eru margar hugmyndir uppi en maður veit ekki hvað verður hægt að framkvæma. Það er þó ólíklegt að ég geri fleiri bækur, þetta er svakaleg vinna og eins gott að ég hafði frábært teymi í kringum mig,“ segir hann hlæjandi. En er næsta della farin að banka á dyrnar? „Ég er reyndar aðeins byrjaður að stúdera vindla en ég hætti ekki í grillinu fyrir þá, grill og vindlar fara bara vel saman, eins og grill og bjór, nema nú er ég bara í 0,0%,“ segir Alferð. Bókin er fallega myndskreytt með teikningum eftir Írisi Ösp Sveinbjörnsdóttur og ljósmyndum eftir Karl Petersson. Matarstílisti er Helga Sif Guðmundsdóttir og prófarkalestur var í höndum Ingunnar Snædal. Framleiðandi sjónvarpsþátta BBQ Kóngsins Fannar Scheving Edwardsson gefur bókina út. Bókin fæst í Kjötkompaní, Weber búðinni, Bónus, Hagkaup, Heimkaup, Pennanum, Elko, Forlaginu og á BBQKongurinn.is þar sem hægt er að kaupa flottar grillvörur og kryddlínu BBQ Kóngsins sem slegið hefur í gegn. Alfreð deilir hér með lesendum einni af sínum uppáhalds uppskriftum: Úrbeinaður lambahryggur með döðlu- og fetaostsfyllingu Aðferð: Óbeinn hiti Hitastig: 62 gráður Fyrir: 6 manns Mér finnst best að skera lundirnar af hryggnum og elda eftir á því að þær eiga til að ofeldast ef þær eru eldaðar með hryggnum. 2 kg lambahryggur 150 g fetaostur Handfylli af döðlum 200 ml kryddjurtamarinering úr Kjötkompaníinu Parmesan Ferskt timjan Kyndið grillið í 200 gráður. Fjarlægið lundirnar undan hryggnum og eldið sér eða geymið. Mér finnst gott að elda þær á meðan ég grilla hrygginn sem smakk fyrir grillarann. Grillið lundirnar á beinum hita í u.þ.b. tvær mínútur á hvorri hlið. Skerið sitthvoru megin við miðjubeinið alveg niður að rifjunum. Smyrjið kryddjurtamarineringunni eða lambamarineringunni á hrygginn og fyllið með döðlum og fetaosti. Rífið parmesanost yfir og skreytið með fersku timjani. Grillið á óbeinum hita upp í 62 gráður en þá verða fillein aðeins bleik í miðjunni.
Bókin er fallega myndskreytt með teikningum eftir Írisi Ösp Sveinbjörnsdóttur og ljósmyndum eftir Karl Petersson. Matarstílisti er Helga Sif Guðmundsdóttir og prófarkalestur var í höndum Ingunnar Snædal. Framleiðandi sjónvarpsþátta BBQ Kóngsins Fannar Scheving Edwardsson gefur bókina út. Bókin fæst í Kjötkompaní, Weber búðinni, Bónus, Hagkaup, Heimkaup, Pennanum, Elko, Forlaginu og á BBQKongurinn.is þar sem hægt er að kaupa flottar grillvörur og kryddlínu BBQ Kóngsins sem slegið hefur í gegn.
Matur Jól Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira