Spænska dagblaðið Marca greindi frá og vitnar í rannsókn ARA um málið. Þar kemur fram að hópur fyrrverandi nemenda við skólann Escola Barcelona hafi ákveðið að leggja fram kæru á hendur Benaiges þar sem hann hafi misnotað nemendur skólans.
Benaiges var lengi vel þjálfari yngstu liða Barcelona þar sem það fór gott orðspor af honum og hann var talinn góður þjálfari fyrir krakka á þeim aldri. Er til að mynda talið að hann hafi átt stóran þátt í fá Xavi og Andrés Iniesta, tvo af bestu knattspyrnumönnum síðari ára, til félagsins á sínum tíma.
Xavi er svo eins og kunnugt er þjálfari Barcelona í dag. Eftir að í ljós kom að Benaiges væri undir rannsókn vegna misnotkunar á börnum var hann rekinn frá félaginu.
Alls hafa 60 vitni stigið fram og lýst því að Benaiges afi stundað sjálfsfróun með 13 ára börnum, horft á klámfengið efni og stundað kynferðislega leiki. Þetta ku hafa gerst í sturtuklefum skólans, íþróttasalnum sem og heima hjá honum.
Former Barcelona youth football coordinator Albert Benaiges has been accused of sexually abusing academy students, per@arainenglish.
— B/R Football (@brfootball) December 10, 2021
A group of former students reported Benaiges to the police Friday. Barcelona fired Benaiges on December 2. pic.twitter.com/kNZMdhQOeE
Benaiges neitar ásökunum um kynferðislega misnotkun en viðurkennir þó að hann hafi ef til vill farið of oft inn í sturtuklefa stelpnanna. Hann hafi þó ekki stjórnað því hvort þær færu í sturtu eður ei er hann var þar inni.