Leik Tottanhem og Rennes aflýst | Óvíst hvað gerist í framhaldinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2021 12:31 Svo virðist sem Antonio Conte og Harry Kane hafi lokið þátttöku sinni í Evrópu að sinni. Ryan Pierse/Getty Images Leik Tottenham Hotspur og Rennes í Sambandsdeild Evrópu sem átti fram að fara á fimmtudagskvöld hefur nú verið aflýst. Vegna fjölda kórónuveirusmita í liði Tottneham er ljóst að leikurinn getur ekki farið fram á tilsettum tíma. Leikur Tottenham og Rennes í lokaumferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu átti að fara fram líkt og aðrir leikir keppninnar á fimmtudaginn var. Vegna fjölda smita í herbúðum Tottenham þurfti að fresta leiknum en nú er ljóst að honum hefur verið aflýst. „Þrátt fyrir að allir möguleikar hafi verið skoðaðir er ljóst að ekki finnst tími til að spila leik Tottenham og Rennes vegna anna beggja liða á næstunni,“ segir í tilkynningu knattspyrnusambands Evrópu um málið. Þar kemur einnig í ljós að ekki hafi verið ákveðið hvernig niðurstaða muni fást í viðureign liðanna. Covid-hit #THFC v Rennes game will not be played. "Unfortunately, despite all efforts, a solution that could work for both clubs could not be found," Uefa says. Result to be decided by Uefa Control, Ethics and Disciplinary Body.— Henry Winter (@henrywinter) December 11, 2021 Eftir 3-1 sigur Vitesse á Mura í lokaumferð G-riðils er Rennes á toppi riðilsins og ljóst að liðið er komið áfram í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar. Tottenham er hins vegar í 3. sæti með sjö stig, þremur stigum minna en Vitesse. Það er þar af leiðandi ljóst að nema UEFA dæmi Tottenham á einhvern hátt sigur í leik liðanna – sem verður að teljast einkar ólíklegt – þá er þátttöku Tottenham í Evrópu á þessari leiktíð lokið. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hópsmit setur strik í reikninginn hjá Tottenham Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur hefur farið vel af stað undir stjórn Antonio Conte eftir að Ítalinn tók við liðinu fyrir rúmum mánuði síðan. Nú hefur kórónuveiran hins vegar herjað á liðið og það gæti sett strik í reikninginn fyrir mikið leikjaálag desembermánaðar. 7. desember 2021 09:31 Átta leikmenn Spurs smitaðir Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. 8. desember 2021 15:01 Mikilvægum leik Tottenham frestað vegna hópsmitsins Leik Tottenham og Rennes í Sambandsdeild Evrópu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað eftir að alls 13 einstaklingar innan raða Lundúnaliðsins greindust með kórónuveiruna. 9. desember 2021 18:01 Vitesse setti pressu á veika Tottenham-menn | Hákon lagði upp tvö Nú er öllum leikjum kvöldsins lokið í lokaumferð riðlakeppninnar í Sambandsdeild Evrópu. Leikmenn Tottenham vita nú að þeir þurfa að vinna sinn leik eftir að Vitesse vann 3-1 sigur gegn NS Mura, en leik Tottenham og Rennes var frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða Lundúnaliðsins. Þá lagði Hákon Arnar Haraldsson upp bæði mörk FCK í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. 9. desember 2021 22:10 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira
Leikur Tottenham og Rennes í lokaumferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu átti að fara fram líkt og aðrir leikir keppninnar á fimmtudaginn var. Vegna fjölda smita í herbúðum Tottenham þurfti að fresta leiknum en nú er ljóst að honum hefur verið aflýst. „Þrátt fyrir að allir möguleikar hafi verið skoðaðir er ljóst að ekki finnst tími til að spila leik Tottenham og Rennes vegna anna beggja liða á næstunni,“ segir í tilkynningu knattspyrnusambands Evrópu um málið. Þar kemur einnig í ljós að ekki hafi verið ákveðið hvernig niðurstaða muni fást í viðureign liðanna. Covid-hit #THFC v Rennes game will not be played. "Unfortunately, despite all efforts, a solution that could work for both clubs could not be found," Uefa says. Result to be decided by Uefa Control, Ethics and Disciplinary Body.— Henry Winter (@henrywinter) December 11, 2021 Eftir 3-1 sigur Vitesse á Mura í lokaumferð G-riðils er Rennes á toppi riðilsins og ljóst að liðið er komið áfram í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar. Tottenham er hins vegar í 3. sæti með sjö stig, þremur stigum minna en Vitesse. Það er þar af leiðandi ljóst að nema UEFA dæmi Tottenham á einhvern hátt sigur í leik liðanna – sem verður að teljast einkar ólíklegt – þá er þátttöku Tottenham í Evrópu á þessari leiktíð lokið.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hópsmit setur strik í reikninginn hjá Tottenham Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur hefur farið vel af stað undir stjórn Antonio Conte eftir að Ítalinn tók við liðinu fyrir rúmum mánuði síðan. Nú hefur kórónuveiran hins vegar herjað á liðið og það gæti sett strik í reikninginn fyrir mikið leikjaálag desembermánaðar. 7. desember 2021 09:31 Átta leikmenn Spurs smitaðir Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. 8. desember 2021 15:01 Mikilvægum leik Tottenham frestað vegna hópsmitsins Leik Tottenham og Rennes í Sambandsdeild Evrópu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað eftir að alls 13 einstaklingar innan raða Lundúnaliðsins greindust með kórónuveiruna. 9. desember 2021 18:01 Vitesse setti pressu á veika Tottenham-menn | Hákon lagði upp tvö Nú er öllum leikjum kvöldsins lokið í lokaumferð riðlakeppninnar í Sambandsdeild Evrópu. Leikmenn Tottenham vita nú að þeir þurfa að vinna sinn leik eftir að Vitesse vann 3-1 sigur gegn NS Mura, en leik Tottenham og Rennes var frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða Lundúnaliðsins. Þá lagði Hákon Arnar Haraldsson upp bæði mörk FCK í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. 9. desember 2021 22:10 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira
Hópsmit setur strik í reikninginn hjá Tottenham Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur hefur farið vel af stað undir stjórn Antonio Conte eftir að Ítalinn tók við liðinu fyrir rúmum mánuði síðan. Nú hefur kórónuveiran hins vegar herjað á liðið og það gæti sett strik í reikninginn fyrir mikið leikjaálag desembermánaðar. 7. desember 2021 09:31
Átta leikmenn Spurs smitaðir Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. 8. desember 2021 15:01
Mikilvægum leik Tottenham frestað vegna hópsmitsins Leik Tottenham og Rennes í Sambandsdeild Evrópu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað eftir að alls 13 einstaklingar innan raða Lundúnaliðsins greindust með kórónuveiruna. 9. desember 2021 18:01
Vitesse setti pressu á veika Tottenham-menn | Hákon lagði upp tvö Nú er öllum leikjum kvöldsins lokið í lokaumferð riðlakeppninnar í Sambandsdeild Evrópu. Leikmenn Tottenham vita nú að þeir þurfa að vinna sinn leik eftir að Vitesse vann 3-1 sigur gegn NS Mura, en leik Tottenham og Rennes var frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða Lundúnaliðsins. Þá lagði Hákon Arnar Haraldsson upp bæði mörk FCK í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. 9. desember 2021 22:10