Gæti orðið einn launahæsti varnarmaður heims fari hann á frjálsri sölu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2021 14:00 Jón Dagur Þorsteinsson í baráttunni við Antonio Rüdiger í landsleiknum gegn Þýskalandi fyrr á þessu ári. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Antonio Rüdiger, varnarmaður Chelsea og þýska landsliðsins, verður samningslaus í sumar. Fari svo að hann fari á frjálsri sölu frá félaginu gæti hann orðið einn af launahærri varnarmönnum heims. Hinn 28 ára gamli miðvörður hefur blómstrað síðan Thomas Tuchel tók við hjá Chelsea. Rüdiger hefur spilað nær alla leiki síðan landi hans tók við sem þjálfari félagsins og átti sinn þátt í að Chelsea varð Evrópumeistari á síðustu leiktíð. Samningur hans er hins vegar að renna út og virðist ekki sem miðvörðurinn ætli að skrifa undir nýjan samning í Lundúnum. Hann ku horfa til höfuðborgar Spánar þar sem honum er lofað gulli og grænum skógum. Talið er að Real Madríd sé tilbúið að borga Rüdiger tæp 400 þúsund pund á viku ef hann gerist leikmaður liðsins. Það samsvarar 69 milljónum íslenskra króna. Antonio Rudiger is reportedly set to become one of football's highest-paid defenders, potentially earning up to £400,000 a week if he leaves Chelsea as a free agent next summer.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 10, 2021 Það virðist ætla að verða algengara og algengara að leikmenn af þessari stærðargráðu fari frítt milli liða en Real sótti David Alaba á sama hátt á síðustu leiktíð. Hann hefur leikið í miðverði Real á þessari leiktíð og á Rüdiger eflaust að taka stöðuna við hlið hans í hjarta varnarinnar. Aðrir leikmenn sem fóru frítt síðasta sumar voru til að mynda Lionel Messi, Gianluigi Donnarumma, Gini Wijnaldum og Sergio Ramos. Rüdiger hefur spilað í Þýskalandi, Ítalíu og á Englandi til þessa. Svo virðist sem Spánn sé næsti viðkomustaður þessa öfluga miðvarðar. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Hinn 28 ára gamli miðvörður hefur blómstrað síðan Thomas Tuchel tók við hjá Chelsea. Rüdiger hefur spilað nær alla leiki síðan landi hans tók við sem þjálfari félagsins og átti sinn þátt í að Chelsea varð Evrópumeistari á síðustu leiktíð. Samningur hans er hins vegar að renna út og virðist ekki sem miðvörðurinn ætli að skrifa undir nýjan samning í Lundúnum. Hann ku horfa til höfuðborgar Spánar þar sem honum er lofað gulli og grænum skógum. Talið er að Real Madríd sé tilbúið að borga Rüdiger tæp 400 þúsund pund á viku ef hann gerist leikmaður liðsins. Það samsvarar 69 milljónum íslenskra króna. Antonio Rudiger is reportedly set to become one of football's highest-paid defenders, potentially earning up to £400,000 a week if he leaves Chelsea as a free agent next summer.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 10, 2021 Það virðist ætla að verða algengara og algengara að leikmenn af þessari stærðargráðu fari frítt milli liða en Real sótti David Alaba á sama hátt á síðustu leiktíð. Hann hefur leikið í miðverði Real á þessari leiktíð og á Rüdiger eflaust að taka stöðuna við hlið hans í hjarta varnarinnar. Aðrir leikmenn sem fóru frítt síðasta sumar voru til að mynda Lionel Messi, Gianluigi Donnarumma, Gini Wijnaldum og Sergio Ramos. Rüdiger hefur spilað í Þýskalandi, Ítalíu og á Englandi til þessa. Svo virðist sem Spánn sé næsti viðkomustaður þessa öfluga miðvarðar.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira