Fótbolti

Bayern komið með sex stiga for­ystu eftir að Dort­mund mis­steig sig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jamal Musiala reyndist hetja Bayern í dag.
Jamal Musiala reyndist hetja Bayern í dag. Getty/Tullio Puglia

Bayern Munchen er komið með sex stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir að Borussia Dortmund náði aðeins jafntefli gegn Bochum.

Bayern vann nokkuð nauman 2-1 heimasigur á Mainz í dag eftir að lenda 1-0 undir á 22. mínútu leiksins. Karim Onisiwo með mark gestanna og staðan 0-1 í hálfleik. 

Kingsley Coman svaraði eftir aðeins átta mínútna leik í síðari hálfleik og hinn ungi Jamal Musiala fullkomnaði endurkomuna með marki þegar stundarfjórðungur var til leiksloka, lokatölur 2-1.

Á sama tíma tókst Dortmund aðeins að ná 1-1 jafntefli gegn Bochum á útivelli. Sebastian Polter kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Julian Brandt jafnaði metin undir lok leiks en nær komust gestirnir ekki og lokatölur því 1-1 sem þýðir að Bæjarar eru í góðum málum.

Þá vann RB Leipzig 4-1 sigur á Gladbach.

Staðan í deildinni er þannig að Bayern er á toppnum með 37 stig, Dortmund er í 2. sæti með 31 stig og Bayer Leverkusen er í 3. sæti með 27 stig og leik til góða á efstu tvö liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×