Fyrra mark leiksins skoraði Mbappé á 12. mínútu af vítapunktinum eftir að Djibril Sidibe braut að Angel Di Maria innan vítateigs.
Mbappé kom Parísarliðinu svo í 2-0 á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu frá Lionel Messi.
Argentínumaðurinn var svo nálægt því koma PSG í 3-0 þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka eftir fallegt samspil við títtnefndan Mbappé, en skot hans hafnaði í stönginni.
Lokatölur urðu því 2-0, en PSG er nú með 13 stiga forskot á toppi frönsku deildarinnar þegar liðið hefur leikið 18 leiki. Monaco situr hins vegar í áttunda sæti með 26 stig, 19 stigum minna en Parísarliðið.