Breytti leikstílnum og Real komið með aðra hönd á titilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2021 07:01 Carlo Ancelotti og Luka Modric fagna sigri Real á Atlético. Jose Breton/Getty Images La Liga, spænska úrvalsdeildin í knattpsyrnu, er vart hálfnuð en það má með sanni segja að lærisveinar Carlo Ancelotti í Real Madríd séu nú þegar komnir með aðra hönd á titilinn. Real Madríd lagði ríkjandi Spánarmeistara og nágranna sína í Atlético Madríd nokkuð örugglega um helgina þökk sé mörkum Karim Benzema og Marco Asensio, lokatölur 2-0 Real í vil. Arkitekt beggja marka var vængmaðurinn knái Vinícius Juníor, sá hefur heldur betur blómstrað undanfarnar vikur og mánuði. Rekja má gott form hans til breytinga sem Ancelotti gerði er tímabilið var farið af stað. HIGHLIGHTS | @realmadriden storm to victory in the derby! #RealMadridAtleti pic.twitter.com/m6Rry44Ssz— LaLiga English (@LaLigaEN) December 12, 2021 Real er sem stendur 42 stig þegar 17 leikjum er lokið í La Liga. Átta stigum þar á eftir koma Sevilla með leik til góða en fáir spekingar telja liðið eiga raunhæfa möguleika á að halda í við Real allt fram til loka tímabilsins. Real Betis situr í 3. sæti og ríkjandi meistarar í Atlético eru í 4. sæti með 29 stig eftir að hafa leikið 16 leiki. Það þýðir að þó að Atlético vinni leikinn sem það á til góða þá munar enn 10 stigum á lærisveinum Ancelotti og lærisveinum Diego Simeone. Að því sögðu þá ákvað Ancelotti að taka blaðsíðu úr bók Simeone fyrir ekki allt svo löngu síðan. Þó Real hafi byrjað tímabilið ágætlega þá var Ancelotti ekki sáttur með varnarleik liðsins. Eftir að Ítalinn tók við Real á nýjan leik vildi hann reyna að uppfæra leikstíl liðsins. Ancelotti vildi sjá Real spila af meiri ákafa og pressa stífar en það hefur gert undanfarin ár. Það gekk hins vegar ekki nægilega vel, leikmannahópur liðsins var ekki settur saman til að spila slíkan bolta. Miðja liðsins - sem þurfti að hlaupa mun meira en áður - er að vissu leyti komin á aldur og þá var hann með nýtt miðvarðarpar sem var of berskjaldað vegna leikstílsins. Ancelotti tók því þá ákvörðun að fara aftur í það sem hefur virkað á undanförnum árum. Liðið varð aðeins varnarsinnaðra sem og beinskeyttara í sínum aðgeðrum. Þar kemur hraðinn hans Vinícius sér vel og er hann með betri vængmönnum Evrópu um þessar mundir. 36-year-old Luka Modri completed more take-ons (4) than any other player on the pitch in the Madrid derby.Pure class. pic.twitter.com/fCraEMqKwg— Squawka Football (@Squawka) December 12, 2021 Miðjumennirnir Luka Modric og Toni Kroos njóta sín mun betur og Casemiro nær að verja miðvarðarparið David Alaba og Éder Militão mun betur en áður. Þá hjálpar að hafa Alaba þarna aftast en hann er eflaust með betur spilandi miðvörðum heims um þessar mundir. Ásamt þeim þá hefur Karim Benzema verið nær óstöðvandi undanfarin misseri og virðist ekkert lát þar vera á. Nú er bara að bíða og sjá hvort breyttur leikstíll hjálpi Real-liði Ancelotti að fara alla leið í Meistaradeild Evrópu líkt og það virðist ætla að gera á Spáni. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Real Madríd lagði ríkjandi Spánarmeistara og nágranna sína í Atlético Madríd nokkuð örugglega um helgina þökk sé mörkum Karim Benzema og Marco Asensio, lokatölur 2-0 Real í vil. Arkitekt beggja marka var vængmaðurinn knái Vinícius Juníor, sá hefur heldur betur blómstrað undanfarnar vikur og mánuði. Rekja má gott form hans til breytinga sem Ancelotti gerði er tímabilið var farið af stað. HIGHLIGHTS | @realmadriden storm to victory in the derby! #RealMadridAtleti pic.twitter.com/m6Rry44Ssz— LaLiga English (@LaLigaEN) December 12, 2021 Real er sem stendur 42 stig þegar 17 leikjum er lokið í La Liga. Átta stigum þar á eftir koma Sevilla með leik til góða en fáir spekingar telja liðið eiga raunhæfa möguleika á að halda í við Real allt fram til loka tímabilsins. Real Betis situr í 3. sæti og ríkjandi meistarar í Atlético eru í 4. sæti með 29 stig eftir að hafa leikið 16 leiki. Það þýðir að þó að Atlético vinni leikinn sem það á til góða þá munar enn 10 stigum á lærisveinum Ancelotti og lærisveinum Diego Simeone. Að því sögðu þá ákvað Ancelotti að taka blaðsíðu úr bók Simeone fyrir ekki allt svo löngu síðan. Þó Real hafi byrjað tímabilið ágætlega þá var Ancelotti ekki sáttur með varnarleik liðsins. Eftir að Ítalinn tók við Real á nýjan leik vildi hann reyna að uppfæra leikstíl liðsins. Ancelotti vildi sjá Real spila af meiri ákafa og pressa stífar en það hefur gert undanfarin ár. Það gekk hins vegar ekki nægilega vel, leikmannahópur liðsins var ekki settur saman til að spila slíkan bolta. Miðja liðsins - sem þurfti að hlaupa mun meira en áður - er að vissu leyti komin á aldur og þá var hann með nýtt miðvarðarpar sem var of berskjaldað vegna leikstílsins. Ancelotti tók því þá ákvörðun að fara aftur í það sem hefur virkað á undanförnum árum. Liðið varð aðeins varnarsinnaðra sem og beinskeyttara í sínum aðgeðrum. Þar kemur hraðinn hans Vinícius sér vel og er hann með betri vængmönnum Evrópu um þessar mundir. 36-year-old Luka Modri completed more take-ons (4) than any other player on the pitch in the Madrid derby.Pure class. pic.twitter.com/fCraEMqKwg— Squawka Football (@Squawka) December 12, 2021 Miðjumennirnir Luka Modric og Toni Kroos njóta sín mun betur og Casemiro nær að verja miðvarðarparið David Alaba og Éder Militão mun betur en áður. Þá hjálpar að hafa Alaba þarna aftast en hann er eflaust með betur spilandi miðvörðum heims um þessar mundir. Ásamt þeim þá hefur Karim Benzema verið nær óstöðvandi undanfarin misseri og virðist ekkert lát þar vera á. Nú er bara að bíða og sjá hvort breyttur leikstíll hjálpi Real-liði Ancelotti að fara alla leið í Meistaradeild Evrópu líkt og það virðist ætla að gera á Spáni.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira