Gerðu húsleit vegna rannsóknar á sölu tveggja skipa Eimskips Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2021 14:13 Frá Sundahöfn. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara gerði í dag húsleit á aðalskrifstofu Eimskipafélagsins. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaskóknari í samtali við Vísi. Embættið fékk úrskurð til húsleitar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og óskaði eftir afmörkuðum gögnum vegna sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss á árinu 2019 sem Umhverfisstofnun kærði til héraðssaksóknara 2020. Fram kom í tilkynningu frá Eimskip til Kauphallar í dag að engir einstaklingar hefðu réttarstöðu í málinu. Félagið vinni nú að því að afla þeirra upplýsinga sem héraðssaksóknari hafi óskað eftir. Umhverfisstofnun kærði í september á síðasta ári Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. Eimskip segir að líkt og fram hafi komið í tilkynningum frá félaginu 25. og 30. september 2020 þá telji félagið að farið hafi verið eftir lögum og reglum í söluferlinu á skipunum. „Eimskip þykir málið mjög leitt og lítur það alvarlegum augum enda leggur félagið, stjórnendur þess og starfsfólk mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð í störfum sínum og hefur lengi hugað að umhverfismálum í sinni starfsemi. Eimskip hefur verið upplýst um það að til rannsóknar er hvort að háttsemi félagsins geti varðað við lög númer 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og reglugerða setta á grundvelli þeirra. Félaginu er ómögulegt að leggja mat á möguleg fjárhagsleg áhrif en ákvæði laganna hafa að geyma heimildir til beitingu viðurlaga án þess að vísað sé til sérstakra fjárhæða. Eina fjárhæðin sem lögin gefa vísbendingar um er heimild Umhverfisstofnunar til að beita lögaðila stjórnvaldssektum að fjárhæð allt að 25 milljónir króna. Eimskip mun eftir fremsta megni leitast við að veita héraðssaksóknara allar þær upplýsingar sem um er beðið,“ segir í tilkynningunni. Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Lögreglumál Skipaflutningar Umhverfismál Eimskip Tengdar fréttir Hefðu mátt gera „ríkari kröfur“ til kaupanda skipanna Eimskip biðst afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupenda tveggja skipa félagsins 30. september 2020 09:38 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Fram kom í tilkynningu frá Eimskip til Kauphallar í dag að engir einstaklingar hefðu réttarstöðu í málinu. Félagið vinni nú að því að afla þeirra upplýsinga sem héraðssaksóknari hafi óskað eftir. Umhverfisstofnun kærði í september á síðasta ári Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. Eimskip segir að líkt og fram hafi komið í tilkynningum frá félaginu 25. og 30. september 2020 þá telji félagið að farið hafi verið eftir lögum og reglum í söluferlinu á skipunum. „Eimskip þykir málið mjög leitt og lítur það alvarlegum augum enda leggur félagið, stjórnendur þess og starfsfólk mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð í störfum sínum og hefur lengi hugað að umhverfismálum í sinni starfsemi. Eimskip hefur verið upplýst um það að til rannsóknar er hvort að háttsemi félagsins geti varðað við lög númer 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og reglugerða setta á grundvelli þeirra. Félaginu er ómögulegt að leggja mat á möguleg fjárhagsleg áhrif en ákvæði laganna hafa að geyma heimildir til beitingu viðurlaga án þess að vísað sé til sérstakra fjárhæða. Eina fjárhæðin sem lögin gefa vísbendingar um er heimild Umhverfisstofnunar til að beita lögaðila stjórnvaldssektum að fjárhæð allt að 25 milljónir króna. Eimskip mun eftir fremsta megni leitast við að veita héraðssaksóknara allar þær upplýsingar sem um er beðið,“ segir í tilkynningunni.
Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Lögreglumál Skipaflutningar Umhverfismál Eimskip Tengdar fréttir Hefðu mátt gera „ríkari kröfur“ til kaupanda skipanna Eimskip biðst afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupenda tveggja skipa félagsins 30. september 2020 09:38 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hefðu mátt gera „ríkari kröfur“ til kaupanda skipanna Eimskip biðst afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupenda tveggja skipa félagsins 30. september 2020 09:38