Þrjú af átta bestu með Íslending innanborðs Sindri Sverrisson skrifar 17. desember 2021 12:00 Sveindís Jane Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru báðar á mála hjá félögum sem komin eru í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, sem og hin hollenska Vivianne Miedema sem leikur með Arsenal. vísir/hulda margrét Á mánudaginn verður dregið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Þrjú Íslendingalið verða í skálinni sem dregið verður úr. Í gær lauk riðlakeppninni þar sem Breiðablik varð að sætta sig við 6-0 tap gegn stórliði PSG í lokaleik sínum. Þegar dregið verður í 8-liða úrslitin geta lið frá sama landi mæst, en ekki lið sem voru saman í riðli í riðlakeppninni. Liðunum er skipt í tvo styrkleikaflokka eftir því hvort þau unnu sinn riðil eða enduðu í 2. sæti. Liðin í 8-liða úrslitum Sigurvegarar riðla: A: Wolfsburg (Þýskalandi) B: PSG (Frakklandi) C: Barcelona (Spáni, ríkjandi meistari) D: Lyon (Frakklandi) Lið sem enduðu í 2. sæti: A: Juventus (Ítalíu) B: Real Madrid (Spáni) C: Arsenal (Englandi) D: Bayern München (Þýskalandi) Mest var spennan í A-riðli þar sem nýir liðsfélagar Sveindísar Jane Jónsdóttur í Wolfsburg þurftu þriggja marka sigur í gær gegn Chelsea, silfurliði síðustu leiktíðar, til að vinna riðilinn. Wolfsburg gerði gott betur og vann 4-0. Chelsea endaði í 3. sæti þrátt fyrir að ná jafnmörgum stigum og Wolfsburg, því Juventus endaði einnig með sama stigafjölda. Innbyrðis úrslit liðanna þriggja réðu því að Chelsea sat eftir. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Wolfsburg fékk Sveindísi frá Keflavík í lok síðasta árs en lánaði hana um leið til sænska félagsins Kristianstad. Nú er hún hins vegar mætt til Þýskalands og Wolfsburg getur skráð hana í Meistaradeildina fyrir leikina í 8-liða úrslitum sem verða í lok mars. Ólíklegt að Sara nái leik en Glódís og Karólína með Bayern München, lið Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, komst áfram úr D-riðli af öryggi þrátt fyrir að enda tveimur stigum á eftir Lyon, sigursælasta liði í sögu keppninnar. Lyon er einmitt þriðja Íslendingaliðið sem eftir er í keppninni en ólíklegt verður að teljast að Sara Björk Gunnarsdóttir nái að spila með liðinu í Meistaradeildinni á þessari leiktíð sem lýkur með úrslitaleik 22. maí. Sara, sem eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember, á sér þó þann draum að spila með íslenska landsliðinu á EM í Englandi í júlí. Dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar klukkan 12 á mánudaginn og í kjölfarið verður einnig dregið í undanúrslit keppninnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Í gær lauk riðlakeppninni þar sem Breiðablik varð að sætta sig við 6-0 tap gegn stórliði PSG í lokaleik sínum. Þegar dregið verður í 8-liða úrslitin geta lið frá sama landi mæst, en ekki lið sem voru saman í riðli í riðlakeppninni. Liðunum er skipt í tvo styrkleikaflokka eftir því hvort þau unnu sinn riðil eða enduðu í 2. sæti. Liðin í 8-liða úrslitum Sigurvegarar riðla: A: Wolfsburg (Þýskalandi) B: PSG (Frakklandi) C: Barcelona (Spáni, ríkjandi meistari) D: Lyon (Frakklandi) Lið sem enduðu í 2. sæti: A: Juventus (Ítalíu) B: Real Madrid (Spáni) C: Arsenal (Englandi) D: Bayern München (Þýskalandi) Mest var spennan í A-riðli þar sem nýir liðsfélagar Sveindísar Jane Jónsdóttur í Wolfsburg þurftu þriggja marka sigur í gær gegn Chelsea, silfurliði síðustu leiktíðar, til að vinna riðilinn. Wolfsburg gerði gott betur og vann 4-0. Chelsea endaði í 3. sæti þrátt fyrir að ná jafnmörgum stigum og Wolfsburg, því Juventus endaði einnig með sama stigafjölda. Innbyrðis úrslit liðanna þriggja réðu því að Chelsea sat eftir. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Wolfsburg fékk Sveindísi frá Keflavík í lok síðasta árs en lánaði hana um leið til sænska félagsins Kristianstad. Nú er hún hins vegar mætt til Þýskalands og Wolfsburg getur skráð hana í Meistaradeildina fyrir leikina í 8-liða úrslitum sem verða í lok mars. Ólíklegt að Sara nái leik en Glódís og Karólína með Bayern München, lið Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, komst áfram úr D-riðli af öryggi þrátt fyrir að enda tveimur stigum á eftir Lyon, sigursælasta liði í sögu keppninnar. Lyon er einmitt þriðja Íslendingaliðið sem eftir er í keppninni en ólíklegt verður að teljast að Sara Björk Gunnarsdóttir nái að spila með liðinu í Meistaradeildinni á þessari leiktíð sem lýkur með úrslitaleik 22. maí. Sara, sem eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember, á sér þó þann draum að spila með íslenska landsliðinu á EM í Englandi í júlí. Dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar klukkan 12 á mánudaginn og í kjölfarið verður einnig dregið í undanúrslit keppninnar.
Liðin í 8-liða úrslitum Sigurvegarar riðla: A: Wolfsburg (Þýskalandi) B: PSG (Frakklandi) C: Barcelona (Spáni, ríkjandi meistari) D: Lyon (Frakklandi) Lið sem enduðu í 2. sæti: A: Juventus (Ítalíu) B: Real Madrid (Spáni) C: Arsenal (Englandi) D: Bayern München (Þýskalandi)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira