Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við ítarlega um covid veikinidi alþingismanna og heyrum í nokkrum þeirra sem og forseta Alþingis. Nú eru miklar annir á þinginu við afgreiðslu fjárlaga fyrir áramót.

Við vorum á vettvangi þegar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins réði niðurlögum elds í íbúðarhúsi við Frakkastíg í morgun þar sem snarræði slökkviliðsmanna bjargaði því að ekki færi verr. Engan sakaði í brunanum. 

Þá heyrum við í eldfjallafræðingi vegna þess að í dag hefur eldstöðin á Reykjanesi verið í dvala í þrjá mánuði og heyrum af fjölbreyttu tísti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og fram á nótt. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×