Ríkisstjórnin fundar klukkan 9.30 og ræðir tillögur Þórólfs Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 21. desember 2021 06:55 Gert er ráð fyrir að Willum Þór Þórsson heilbrigðissráðherra greini frá nýjum sóttvarnaaðgerðum í dag. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hittist á fundi um klukkan 9.30 í dag. Þar verða tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar ræddar. Að fundi loknum er fastlega búist við því að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynni nýtt fyrirkomulag. Vísir verður sem fyrr í beinni útsendingu frá ráðherrabústaðnum að loknum ríkisstjórnarfundi. Þangað til greinum við frá nýjustu tíðindum í textalýsingu í vaktinni hér að neðan. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að í tillögum sóttvarnalæknis sé lagt til að gripið verði til þess ráðs að koma á 20 manna samkomutakmörkunum og þá stendur til að lengja jólafrí í skólum fram til 10. janúar. Þá greindi Ríkisútvarpið frá því að Þórólfur leggi til að tveggja metra nálægðarreglan verði tekin upp aftur og að 200 manna hólf verði heimil á viðburðum gegn framvísun hraðprófs. Að auki er fullyrt að sóttvarnalæknir leggi jafnframt til að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar megi taka við helmingi færri gestum en venjulega og að opnunartími veitinga- og skemmtistaða verð styttur enn frekar. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að ofan og vaktina hér að neðan.
Að fundi loknum er fastlega búist við því að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynni nýtt fyrirkomulag. Vísir verður sem fyrr í beinni útsendingu frá ráðherrabústaðnum að loknum ríkisstjórnarfundi. Þangað til greinum við frá nýjustu tíðindum í textalýsingu í vaktinni hér að neðan. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að í tillögum sóttvarnalæknis sé lagt til að gripið verði til þess ráðs að koma á 20 manna samkomutakmörkunum og þá stendur til að lengja jólafrí í skólum fram til 10. janúar. Þá greindi Ríkisútvarpið frá því að Þórólfur leggi til að tveggja metra nálægðarreglan verði tekin upp aftur og að 200 manna hólf verði heimil á viðburðum gegn framvísun hraðprófs. Að auki er fullyrt að sóttvarnalæknir leggi jafnframt til að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar megi taka við helmingi færri gestum en venjulega og að opnunartími veitinga- og skemmtistaða verð styttur enn frekar. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að ofan og vaktina hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira