„Vinn mikið í nútíð og framtíð en ekki svo mikið í fortíð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2021 09:01 Þórir Hergeirsson hefur unnið til verðlauna á þrettán af sextán stórmótum sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins. epa/Enric Fontcuberta Það að Þórir Hergeirsson stýri norska kvennalandsliðinu í handbolta í verðlaunasæti á stórmótum er orðinn jafn fastur hluti af aðventunni og kertaljós, mandarínur og skata. Á sunnudaginn varð Noregur heimsmeistari eftir sigur á Frakklandi, 29-22. Þórir segir vinnusemi og góðan liðsanda lykilinn að árangrinum sem hann tekur svo sannarlega ekki sem sjálfsögðum hlut. Noregur tapaði ekki leik á HM á Spáni; vann átta og gerði eitt jafntefli. Þetta er í fjórða sinn sem Þórir gerir norska liðið að heimsmeisturum og í áttunda sinn sem það vinnur gull á stórmóti undir hans stjórn. Síðan Þórir tók við norska liðinu 2009 hefur hann stýrt því á sextán stórmótum. Á þeim hefur hann unnið átta gull, tvö silfur og þrjú brons. Aðeins þrisvar sinnum hefur Noregur ekki náð í verðlaun á stórmóti undir stjórn Þóris. Þrátt fyrir þennan magnaða árangur er Selfyssingurinn alltaf hinn hógværasti. „Við höfum verið bæði heppin og dugleg í gegnum árin. Þetta er kannski ekki eitthvað sem maður reiknar með en þetta hefur gengið mjög vel, sérstaklega í ár. Þetta var skemmtileg keppni og við náðum því besta út úr liðinu í lokin,“ sagði Þórir í samtali við Vísi í gær. Keppnisþjóðum á HM var fjölgað um átta frá síðasta móti og fyrir vikið voru ansi margir ójafnir leikir á mótinu í ár. Noregur vann til að mynda fyrstu fjóra leiki sína á HM með samtals 108 marka mun. Stine Bredal Oftedal er fyrirliði norska liðsins.epa/Enric Fontcuberta „Þetta er nýtt fyrirkomulag sem gerir það að verkum að það eru augljóslega mjög léttir leikir í byrjun, sérstaklega fyrstu tveir leikirnir. Þeir voru gegn þjóðum sem eru mjög langt frá getustigi bestu liðanna. En þetta er hluti af þessu. Þessar þjóðir þurfa að fá að koma, upplifa þetta og sjá hvar þær standa. Þetta er geysilega mikilvægt fyrir útbreiðslu handboltans,“ sagði Þórir. Ekki nógu vel á tánum á inni á vellinum og á bekknum Í öðrum leik í milliriðli mætti Noregur Svíþjóð og gerði jafntefli, 31-31. Það var eini leikurinn á HM sem norska liðið vann ekki. En úrslitin brýndu það fyrir framhaldið. „Svíar urðu í 4. sæti á Ólympíuleikunum og eru með mjög gott lið. Það var eins og vænta mátti erfiður leikur. Við spiluðum ekki nógu vel í vörninni í þeim leik og slepptum inn of mörgum mörkum. Í lokin vorum við klaufar bæði á vellinum og á bekknum og ekki nógu vel á tánum. Við glutruðum því niður í jafntefli en það kveikti svolítið í liðinu og okkur í þjálfarateyminu. Eins og oft þegar við höfum unnið mót höfum við lent í ströggli snemma móts en það skerpir bara einbeitinguna,“ sagði Þórir. Norska liðið kom sterkt til baka eftir jafnteflið við Svíþjóð.epa/Domenech Castello Í lokaleik í milliriðlinum mætti Noregur heimsmeisturum Hollands, nánast í hreinum úrslitaleik um sæti í átta liða úrslitum. Og útlitið var ekki gott fyrir norska liðið framan af. Hollendingar skoruðu að vild og komust mest sex mörkum yfir. En Norðmenn brotnuðu ekki og unnu á endanum þriggja marka sigur, 37-34. Ekkert hræddar við að hlaupa með Hollendingum „Við byrjuðum mjög illa og lentum sex mörkum undir, 12-6, eftir korter. En það er góður liðsandi í þessum hóp og mikil vinnusemi. Við lagfærðum hluti og unnum næsta hálftímann eftir fyrsta korterið með tíu mörkum. Þetta var mikill markaleikur eins og oft gegn Hollendingum. Þær keyra hraðann mikið upp og það eru margar sóknir í leikjum þeirra. En við vorum ekkert hræddar við það. Við erum með mjög góðan sóknarleik og getum spilað hraðan bolta,“ sagði Þórir. Kari Brattset Dale var valin besti leikmaður HM.epa/Enric Fontcuberta Í átta liða úrslitunum beið Norðmanna leikur gegn Rússum. Þessi lið hafa marga hildina háð á undanförnum árum og Rússland vann meðal annars Noreg í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. En það sat ekkert í norska liðinu. Sjálfstraust og trú „Þetta er nýtt mót, nýr leikur. Þetta eru einstakir leikir og það má ekki taka of mikið með sér frá því sem liðið er. Ég vinn mikið í nútíð og framtíð en ekki svo mikið í fortíð. Við vorum með mjög gott sjálfstraust fyrir leikinn og höfðum mikla trú á að við gætum unnið Rússa,“ sagði Þórir. „Það var einbeittur hópur sem fór inn í leikinn og mér fannst við skila því mjög vel. Rússar voru ekki með 2-3 af sínum bestu leikmönnum en þeir eru alltaf með góð lið. Þeir eiga helling af góðum leikmönnum. Þær skipta út leikmönnum og koma inn með nýja sem eru eiginlega alveg eins en heita öðrum nöfnum. Þetta er sterk handboltaþjóð.“ Noregur vann Rússland, 34-28, og heimalið Spánar í undanúrslitunum, 27-21. Í úrslitaleiknum á sunnudaginn mættu Norðmenn svo Frökkum. Líkt og gegn Hollandi lenti norska liðið í miklu mótlæti í fyrri hálfleik og Frakkland náði mest sex marka forskoti. Í fyrri hálfleik í úrslitaleiknum benti fátt til þess að Noregur myndi vinna Frakkland með sjö marka mun.epa/Enric Fontcuberta „Þetta byrjaði ágætlega og leikurinn var jafn eins og maður bjóst við. Svo urðu ýmsir samverkandi þættir til þess að við lentum undir. Við gerðum of mörg mistök, fengum klaufalegar brottvísanir og þurftum að skipta leikmönnum sem þurftu að fá smá hvíld. Við misstum svolítið konseptið,“ sagði Þórir. „Við vorum búnar að undirbúa okkur mjög vel undir þessa 5-1 vörn sem Frakkar eru þekktir fyrir og vorum með allar lausnir. En það kom stress á þessum kafla og þær keyrðu vel á okkur. En sem betur fer náðum við að skora tvö mikilvæg mörk í lokin þannig að við vorum fjórum mörkum undir í hálfleik. Og þá fannst okkur við vera í snertingu við þetta.“ Allt í botn Í hálfleiknum vann Þórir svo sannarlega fyrir kaupinu sínu. „Við fórum aftur yfir planið sem við höfðum fyrir leikinn. Það var engin ástæða til að breyta neinu, heldur gera enn meira af því sem við ætluðum að gera. Við gerðum smá lagfæringar á varnarleiknum og fórum yfir þau kerfi sem við vildum keyra meira á í sókninni,“ sagði Þórir. „Lokaaugnablikið var að keyra á þær því við erum með mikinn hraða og góða seinni bylgju. Þetta var aðalboðskapurinn þegar við fórum út í seinni hálfleikinn, að við skildum keyra vel í bakið á þeim. Það gaf okkur strax fjögur mörk og þá var augnablikið með okkur sem er mikilvægt.“ Það besta í úrslitaleik Seinni hálfleikurinn var stórkostlegur af hálfu norska liðsins. Það vann hann 17-6 og leikinn, 29-22. Síðustu tuttugu mínúturnar skoraði Frakkland aðeins tvö mörk. Claes Hellgren, sérfræðingur í sænska sjónvarpinu, sagði seinni hálfleikinn hjá Noregi það sem besta sem hann hefði séð í sögu handboltans. Þórir gekk ekki svo langt en sagði þetta sennilega besta hálfleik hjá sínu liði í leik um titil. Norsku leikmennirnir með gullmedalíuna.epa/Enric Fontcuberta „Í úrslitaleik er þetta sjálfsagt það. En við höfum áður snúið við erfiðri stöðu. Ég man t.d. eftir leik gegn Brasilíu í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum 2012 þegar við vorum sex mörkum en unnum svo með tveimur eða þremur mörkum. En þetta er hlutur sem við höfum gert áður. Það er góður liðsandi í hópnum og hæfileikar þótt maður plani aldrei að lenda fimm til sex mörkum undir. Það er eitthvað sem óskar ekki eftir,“ sagði Þórir. Næsta medalía alltaf sú besta Aðspurður hvaða titil stæði upp úr vitnaði Selfyssingurinn í þekktan norska skíðakappa. „Það er alltaf þannig að sá síðasti er sá stærsti. Það er mikilvægt að njóta þess í nokkra daga, fram yfir jólin, og svo byrjar þetta á fullu á nýju ári. Og þá er alltaf sá næsti sem er sá besti eins og Kjetil André Aamodt sagði á sínum tíma þegar hann var spurður þessarar sömu spurningar. Hann sagði að næsta medalía væri alltaf sú besta. Við vinnum svolítið svoleiðis en það er um að gera að njóta meðan er. Þetta er ekkert gefið og mikilvægt að vera auðmjúkur,“ sagði Þórir að lokum. HM 2021 í handbolta Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Noregur tapaði ekki leik á HM á Spáni; vann átta og gerði eitt jafntefli. Þetta er í fjórða sinn sem Þórir gerir norska liðið að heimsmeisturum og í áttunda sinn sem það vinnur gull á stórmóti undir hans stjórn. Síðan Þórir tók við norska liðinu 2009 hefur hann stýrt því á sextán stórmótum. Á þeim hefur hann unnið átta gull, tvö silfur og þrjú brons. Aðeins þrisvar sinnum hefur Noregur ekki náð í verðlaun á stórmóti undir stjórn Þóris. Þrátt fyrir þennan magnaða árangur er Selfyssingurinn alltaf hinn hógværasti. „Við höfum verið bæði heppin og dugleg í gegnum árin. Þetta er kannski ekki eitthvað sem maður reiknar með en þetta hefur gengið mjög vel, sérstaklega í ár. Þetta var skemmtileg keppni og við náðum því besta út úr liðinu í lokin,“ sagði Þórir í samtali við Vísi í gær. Keppnisþjóðum á HM var fjölgað um átta frá síðasta móti og fyrir vikið voru ansi margir ójafnir leikir á mótinu í ár. Noregur vann til að mynda fyrstu fjóra leiki sína á HM með samtals 108 marka mun. Stine Bredal Oftedal er fyrirliði norska liðsins.epa/Enric Fontcuberta „Þetta er nýtt fyrirkomulag sem gerir það að verkum að það eru augljóslega mjög léttir leikir í byrjun, sérstaklega fyrstu tveir leikirnir. Þeir voru gegn þjóðum sem eru mjög langt frá getustigi bestu liðanna. En þetta er hluti af þessu. Þessar þjóðir þurfa að fá að koma, upplifa þetta og sjá hvar þær standa. Þetta er geysilega mikilvægt fyrir útbreiðslu handboltans,“ sagði Þórir. Ekki nógu vel á tánum á inni á vellinum og á bekknum Í öðrum leik í milliriðli mætti Noregur Svíþjóð og gerði jafntefli, 31-31. Það var eini leikurinn á HM sem norska liðið vann ekki. En úrslitin brýndu það fyrir framhaldið. „Svíar urðu í 4. sæti á Ólympíuleikunum og eru með mjög gott lið. Það var eins og vænta mátti erfiður leikur. Við spiluðum ekki nógu vel í vörninni í þeim leik og slepptum inn of mörgum mörkum. Í lokin vorum við klaufar bæði á vellinum og á bekknum og ekki nógu vel á tánum. Við glutruðum því niður í jafntefli en það kveikti svolítið í liðinu og okkur í þjálfarateyminu. Eins og oft þegar við höfum unnið mót höfum við lent í ströggli snemma móts en það skerpir bara einbeitinguna,“ sagði Þórir. Norska liðið kom sterkt til baka eftir jafnteflið við Svíþjóð.epa/Domenech Castello Í lokaleik í milliriðlinum mætti Noregur heimsmeisturum Hollands, nánast í hreinum úrslitaleik um sæti í átta liða úrslitum. Og útlitið var ekki gott fyrir norska liðið framan af. Hollendingar skoruðu að vild og komust mest sex mörkum yfir. En Norðmenn brotnuðu ekki og unnu á endanum þriggja marka sigur, 37-34. Ekkert hræddar við að hlaupa með Hollendingum „Við byrjuðum mjög illa og lentum sex mörkum undir, 12-6, eftir korter. En það er góður liðsandi í þessum hóp og mikil vinnusemi. Við lagfærðum hluti og unnum næsta hálftímann eftir fyrsta korterið með tíu mörkum. Þetta var mikill markaleikur eins og oft gegn Hollendingum. Þær keyra hraðann mikið upp og það eru margar sóknir í leikjum þeirra. En við vorum ekkert hræddar við það. Við erum með mjög góðan sóknarleik og getum spilað hraðan bolta,“ sagði Þórir. Kari Brattset Dale var valin besti leikmaður HM.epa/Enric Fontcuberta Í átta liða úrslitunum beið Norðmanna leikur gegn Rússum. Þessi lið hafa marga hildina háð á undanförnum árum og Rússland vann meðal annars Noreg í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. En það sat ekkert í norska liðinu. Sjálfstraust og trú „Þetta er nýtt mót, nýr leikur. Þetta eru einstakir leikir og það má ekki taka of mikið með sér frá því sem liðið er. Ég vinn mikið í nútíð og framtíð en ekki svo mikið í fortíð. Við vorum með mjög gott sjálfstraust fyrir leikinn og höfðum mikla trú á að við gætum unnið Rússa,“ sagði Þórir. „Það var einbeittur hópur sem fór inn í leikinn og mér fannst við skila því mjög vel. Rússar voru ekki með 2-3 af sínum bestu leikmönnum en þeir eru alltaf með góð lið. Þeir eiga helling af góðum leikmönnum. Þær skipta út leikmönnum og koma inn með nýja sem eru eiginlega alveg eins en heita öðrum nöfnum. Þetta er sterk handboltaþjóð.“ Noregur vann Rússland, 34-28, og heimalið Spánar í undanúrslitunum, 27-21. Í úrslitaleiknum á sunnudaginn mættu Norðmenn svo Frökkum. Líkt og gegn Hollandi lenti norska liðið í miklu mótlæti í fyrri hálfleik og Frakkland náði mest sex marka forskoti. Í fyrri hálfleik í úrslitaleiknum benti fátt til þess að Noregur myndi vinna Frakkland með sjö marka mun.epa/Enric Fontcuberta „Þetta byrjaði ágætlega og leikurinn var jafn eins og maður bjóst við. Svo urðu ýmsir samverkandi þættir til þess að við lentum undir. Við gerðum of mörg mistök, fengum klaufalegar brottvísanir og þurftum að skipta leikmönnum sem þurftu að fá smá hvíld. Við misstum svolítið konseptið,“ sagði Þórir. „Við vorum búnar að undirbúa okkur mjög vel undir þessa 5-1 vörn sem Frakkar eru þekktir fyrir og vorum með allar lausnir. En það kom stress á þessum kafla og þær keyrðu vel á okkur. En sem betur fer náðum við að skora tvö mikilvæg mörk í lokin þannig að við vorum fjórum mörkum undir í hálfleik. Og þá fannst okkur við vera í snertingu við þetta.“ Allt í botn Í hálfleiknum vann Þórir svo sannarlega fyrir kaupinu sínu. „Við fórum aftur yfir planið sem við höfðum fyrir leikinn. Það var engin ástæða til að breyta neinu, heldur gera enn meira af því sem við ætluðum að gera. Við gerðum smá lagfæringar á varnarleiknum og fórum yfir þau kerfi sem við vildum keyra meira á í sókninni,“ sagði Þórir. „Lokaaugnablikið var að keyra á þær því við erum með mikinn hraða og góða seinni bylgju. Þetta var aðalboðskapurinn þegar við fórum út í seinni hálfleikinn, að við skildum keyra vel í bakið á þeim. Það gaf okkur strax fjögur mörk og þá var augnablikið með okkur sem er mikilvægt.“ Það besta í úrslitaleik Seinni hálfleikurinn var stórkostlegur af hálfu norska liðsins. Það vann hann 17-6 og leikinn, 29-22. Síðustu tuttugu mínúturnar skoraði Frakkland aðeins tvö mörk. Claes Hellgren, sérfræðingur í sænska sjónvarpinu, sagði seinni hálfleikinn hjá Noregi það sem besta sem hann hefði séð í sögu handboltans. Þórir gekk ekki svo langt en sagði þetta sennilega besta hálfleik hjá sínu liði í leik um titil. Norsku leikmennirnir með gullmedalíuna.epa/Enric Fontcuberta „Í úrslitaleik er þetta sjálfsagt það. En við höfum áður snúið við erfiðri stöðu. Ég man t.d. eftir leik gegn Brasilíu í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum 2012 þegar við vorum sex mörkum en unnum svo með tveimur eða þremur mörkum. En þetta er hlutur sem við höfum gert áður. Það er góður liðsandi í hópnum og hæfileikar þótt maður plani aldrei að lenda fimm til sex mörkum undir. Það er eitthvað sem óskar ekki eftir,“ sagði Þórir. Næsta medalía alltaf sú besta Aðspurður hvaða titil stæði upp úr vitnaði Selfyssingurinn í þekktan norska skíðakappa. „Það er alltaf þannig að sá síðasti er sá stærsti. Það er mikilvægt að njóta þess í nokkra daga, fram yfir jólin, og svo byrjar þetta á fullu á nýju ári. Og þá er alltaf sá næsti sem er sá besti eins og Kjetil André Aamodt sagði á sínum tíma þegar hann var spurður þessarar sömu spurningar. Hann sagði að næsta medalía væri alltaf sú besta. Við vinnum svolítið svoleiðis en það er um að gera að njóta meðan er. Þetta er ekkert gefið og mikilvægt að vera auðmjúkur,“ sagði Þórir að lokum.
HM 2021 í handbolta Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira