Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og fyrstu mínúturnar héldust liðin í hendur. Gestirnir í Magdeburg náðu þó þriggja marka forskoti stuttu fyrir hlé, en góður endasprettur heimamanna skilaði því að þeir leiddu í hálfleik, 13-11.
Heimamenn í Flensburg juku forskot sitt hægt og rólega í síðari hálfleik. Liðið náði mest sex marka forskoti og vann að lokum virkilega sterkan þriggja marka sigur, 30-27.
Teitur og félagar lyftu sér upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum og eru nú með 27 stig eftir 17 leiki, fimm stigum minna en Magdeburg sem trónir enn á toppnum.
Teitur skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg, en í liði Magdeburg var Ómar Ingi Magnússon með sex mörk og Gísli Þorgeir Kristjánsson eitt.