Að hætta með sóttkví og einangrun hefði alvarlegar afleiðingar Snorri Másson skrifar 27. desember 2021 12:05 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki sérstaklega til skoðunar að herða aðgerðir innanlands. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir ótímabært að hrósa happi yfir því að omíkron-afbrigðið hafi enn ekki skilað sér í auknum innlögnum á Landspítala. Næstu dagar skipta sköpum. 664 greindust með veiruna innanlands í gær. Fjórtán liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um fjóra frá því í gær. Enn eru fimm á gjörgæslu og þrír eru á öndunarvél. Hluti þeirra sem er að leggjast inn eru delta-sjúklingar. „Ég myndi nú ekki segja að við getum verið að fagna einu eða neinu og ég held að við eigum frekar að líta á það þannig að við gætum átt eftir að sjá fleiri innlagnir af völdum omíkron. Það tekur eina til tvær vikur að skila sér inn á spítalann. Sá tími er að fara í hönd núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ertu að hugsa um að leggja til hertari aðgerðir? „Það er ekkert endilega á borðinu en auðvitað er það alltaf eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, hafa frá því á föstudag hvorki þurft að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Slakað hefur verið verulega á aðgerðum þar í landi eftir innreið omíkron-afbrigðisins. Hér á Íslandi stendur ekki til að slá sóttkví og einangrun út af borðinu. „Tilmæli frá Sóttvarnastofnun Evrópu eru akkúrat þau að menn geri það ekki heldur haldi áfram og það er enginn á Norðurlöndunum sem gerir það. Ef við gerðum það væru við bara að bara að bjóða heim miklu hraðari og meiri útbreiðslu þá með alvarlegri afleiðingum,“ segir Þórólfur. Einangrunin var lengd í tíu daga fyrir alla fyrir skemmstu. Er það vegna raunverulegra vísbendinga um að fólk sé að smita eftir sjö dagana eða er það vegna þess að kerfið hefur ekki undan við að koma þeim boðum til fólks á réttum tíma að það losni úr sóttkví? „Þegar menn voru í sjö daga vorum við að sjá smit eftir sjö dagana hjá fólki sem var í einangrun og losnaði. Það var líka oft mjög óljóst hvort fólk hefði einkenni eða ekki einkenni. Þetta var mjög erfitt í framkvæmd að meta þetta þannig enda er það þannig að það eru flestir sem mæla með tíu dögum í einangrun,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fjórtán liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um fjóra frá því í gær. Enn eru fimm á gjörgæslu og þrír eru á öndunarvél. Hluti þeirra sem er að leggjast inn eru delta-sjúklingar. „Ég myndi nú ekki segja að við getum verið að fagna einu eða neinu og ég held að við eigum frekar að líta á það þannig að við gætum átt eftir að sjá fleiri innlagnir af völdum omíkron. Það tekur eina til tvær vikur að skila sér inn á spítalann. Sá tími er að fara í hönd núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ertu að hugsa um að leggja til hertari aðgerðir? „Það er ekkert endilega á borðinu en auðvitað er það alltaf eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, hafa frá því á föstudag hvorki þurft að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Slakað hefur verið verulega á aðgerðum þar í landi eftir innreið omíkron-afbrigðisins. Hér á Íslandi stendur ekki til að slá sóttkví og einangrun út af borðinu. „Tilmæli frá Sóttvarnastofnun Evrópu eru akkúrat þau að menn geri það ekki heldur haldi áfram og það er enginn á Norðurlöndunum sem gerir það. Ef við gerðum það væru við bara að bara að bjóða heim miklu hraðari og meiri útbreiðslu þá með alvarlegri afleiðingum,“ segir Þórólfur. Einangrunin var lengd í tíu daga fyrir alla fyrir skemmstu. Er það vegna raunverulegra vísbendinga um að fólk sé að smita eftir sjö dagana eða er það vegna þess að kerfið hefur ekki undan við að koma þeim boðum til fólks á réttum tíma að það losni úr sóttkví? „Þegar menn voru í sjö daga vorum við að sjá smit eftir sjö dagana hjá fólki sem var í einangrun og losnaði. Það var líka oft mjög óljóst hvort fólk hefði einkenni eða ekki einkenni. Þetta var mjög erfitt í framkvæmd að meta þetta þannig enda er það þannig að það eru flestir sem mæla með tíu dögum í einangrun,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira