Nýgengi mest hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. desember 2021 18:31 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. Vísir/Egill Nýgengi smitaðra hér á landi er nú með því mesta í Evrópu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns hafa smitast af veirunni á einni viku. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. Hvert metið á fætur öðru hefur verið slegið í fjölda þeirra sem hafa greinst með Covid-19 síðustu vikuna, lang flestir með omíkron afbrigði veirunnar. Í gær greindust 893 og hafa aldrei verið fleiri. Nýgengi innanlandssmita er 1359 og hefur líka aldrei verið hærra. Það er hærra en í Danmörku þar sem nýgengið hefur verið einna hæst í Evrópu en nýgengið þar er nú 1301 á hverja 100 þúsund íbúa. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við að tölur smitaðra haldi eitthvað áfram að hækka næstu daga. „Við erum að sjá að það er aukning í öllum hópum, hjá óbólusettum, bólusettum og þeim sem hafa fengið örvunarskammt. Þetta er á mestri uppleið hjá þeim sem hafa fengið tvær sprautur en nýgengið er langlægst hjá þeim sem hafa fengið örvunarskammtinn þannig að ég vil áfram hvetja alla til að fara í örvunarskammt sem virðist ætla að minnka verulega líkur á alvarlegum veikindum af völdum omikron,“ segir Þórólfur. 3% landsmanna í sóttkví eða einangrun Tæplega sextíu prósent þeirra sem greindust innanlands í gær voru utan sóttkvíar. Alls eru um fimm þúsund manns nú í einangrun og ríflega sjöþúsund í sóttkví. Um 500 í skimunarsóttkví. Það samsvarar því að um 3% landsmanna séu ýmist í sóttkví eða einangrun. Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna hafi fólk lítil sem engin einkenni og hægt sé að stytta sóttkvíartíma. Þá er mælt með að þríbólusett fólk sleppi við sóttkví en sé með grímu. Þórólfur segir að litið verði til þessa í framhaldinu. „Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er áreiðanleg stofnun og við tökum mark á þeirra niðurstöðum og við munum skoða þetta með opnum huga eins og alltaf þegar við fáum nýjar upplýsingar.“ segir hann. Hann segir ekkert nýtt minnisblað á leiðinni en það fari algjörlega eftir stöðunni á Landspítala sem hefur nú verið færður á neyðarstig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skoðar að stytta einangrun einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví. 28. desember 2021 16:28 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Hvert metið á fætur öðru hefur verið slegið í fjölda þeirra sem hafa greinst með Covid-19 síðustu vikuna, lang flestir með omíkron afbrigði veirunnar. Í gær greindust 893 og hafa aldrei verið fleiri. Nýgengi innanlandssmita er 1359 og hefur líka aldrei verið hærra. Það er hærra en í Danmörku þar sem nýgengið hefur verið einna hæst í Evrópu en nýgengið þar er nú 1301 á hverja 100 þúsund íbúa. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við að tölur smitaðra haldi eitthvað áfram að hækka næstu daga. „Við erum að sjá að það er aukning í öllum hópum, hjá óbólusettum, bólusettum og þeim sem hafa fengið örvunarskammt. Þetta er á mestri uppleið hjá þeim sem hafa fengið tvær sprautur en nýgengið er langlægst hjá þeim sem hafa fengið örvunarskammtinn þannig að ég vil áfram hvetja alla til að fara í örvunarskammt sem virðist ætla að minnka verulega líkur á alvarlegum veikindum af völdum omikron,“ segir Þórólfur. 3% landsmanna í sóttkví eða einangrun Tæplega sextíu prósent þeirra sem greindust innanlands í gær voru utan sóttkvíar. Alls eru um fimm þúsund manns nú í einangrun og ríflega sjöþúsund í sóttkví. Um 500 í skimunarsóttkví. Það samsvarar því að um 3% landsmanna séu ýmist í sóttkví eða einangrun. Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna hafi fólk lítil sem engin einkenni og hægt sé að stytta sóttkvíartíma. Þá er mælt með að þríbólusett fólk sleppi við sóttkví en sé með grímu. Þórólfur segir að litið verði til þessa í framhaldinu. „Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er áreiðanleg stofnun og við tökum mark á þeirra niðurstöðum og við munum skoða þetta með opnum huga eins og alltaf þegar við fáum nýjar upplýsingar.“ segir hann. Hann segir ekkert nýtt minnisblað á leiðinni en það fari algjörlega eftir stöðunni á Landspítala sem hefur nú verið færður á neyðarstig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skoðar að stytta einangrun einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví. 28. desember 2021 16:28 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Skoðar að stytta einangrun einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví. 28. desember 2021 16:28