Aðstoðuðu fasta ökumenn á lokaðri heiðinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. janúar 2022 17:48 Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur iðulega í ströngu þegar bætir í vind hér á landi. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir víða um land hafa verið kallaðar út í dag vegna veðurs. Meðal annars hefur þurft að tryggja lausa muni og þakplötur og aðstoða ökumenn bíla sem sátu fastir á Öxnadalsheiði. „Dagurinn byrjaði rólega, þannig séð. Það voru stöku útköll á nokkrum stöðum á landinu, ekki á neinu einu sérstöku svæði. Svo núna seinni partinn fór að bera á útköllum,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Öxnadalsheiði var lokað á áttunda tímanum í morgun en björgunarsveitarfólk á Akureyri fór engu að síður þangað nú síðdegis að aðstoða ökumenn nokkurra bíla sem sátu fastir. Tilkynningum um fok fjölgað eftir deginum Nú síðdegis voru björgunarsveitir á Suðurnesjum, Kjalarnesi og á Hellu kallaðar út. „Á Suðurnesjum voru farnar að fjúka einhverjar þakplötur og stór ruslagámur. Menn eru að lenda í vandræðum á Suðurlandi með það að ágætis hluti af þaki á sumarhúsi var að fjúka af þar. Þannig að það er farið að bera tilkynningum um fok núna seinni partinn.“ Gul veðurviðvörun er nú í gildi á landinu öllu, nema á Suðausturlandi, þar sem viðvörunin er appelsínugul. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands má ætla að veðrinu sloti um landið allt eftir því sem líður á kvöldið og inn í nóttina. Björgunarsveitir Hörgársveit Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
„Dagurinn byrjaði rólega, þannig séð. Það voru stöku útköll á nokkrum stöðum á landinu, ekki á neinu einu sérstöku svæði. Svo núna seinni partinn fór að bera á útköllum,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Öxnadalsheiði var lokað á áttunda tímanum í morgun en björgunarsveitarfólk á Akureyri fór engu að síður þangað nú síðdegis að aðstoða ökumenn nokkurra bíla sem sátu fastir. Tilkynningum um fok fjölgað eftir deginum Nú síðdegis voru björgunarsveitir á Suðurnesjum, Kjalarnesi og á Hellu kallaðar út. „Á Suðurnesjum voru farnar að fjúka einhverjar þakplötur og stór ruslagámur. Menn eru að lenda í vandræðum á Suðurlandi með það að ágætis hluti af þaki á sumarhúsi var að fjúka af þar. Þannig að það er farið að bera tilkynningum um fok núna seinni partinn.“ Gul veðurviðvörun er nú í gildi á landinu öllu, nema á Suðausturlandi, þar sem viðvörunin er appelsínugul. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands má ætla að veðrinu sloti um landið allt eftir því sem líður á kvöldið og inn í nóttina.
Björgunarsveitir Hörgársveit Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira