Elstu bekkir í Laugarnesskóla verða heima Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2022 12:54 Sigríður Heiða Bragadóttir er skólastjóri í Laugarnesskóla. Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla sem er fyrir nemendur í 1. bekk og upp í 6. bekk, hefur ákveðið að nemendur í elstu tveimur árgöngunum mæti ekki í skólann þessa vikuna. Endurskoða á stöðuna í lok viku. Ástæðan er forföll kennara vegna kórónuveirufaraldursins. Yngri krakkar fá forgang í skólann. Starfsdagur er í skólum á höfuðborgarsvæðinu í dag þar sem starfsfólk ræður ráðum sínum fyrir vikuna. Skólastjóri Melaskóla sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann ætti von á að fjöldi nemenda og kennara yrðu frá vegna Covid-19 smits enda viðbúið að fólk mæti smitað í skólastofuna þar sem nemendur og kennarar séu svo til óvarðir. Nýgengi innanlandssmita er í augnablikinu 2544 en þar er miðað við fjórtán daga nýgengi á hverja eitt hundrað þúsund íbúa. 25 eru á sjúkrahúsi með Covid-19. Sjö á gjörgæslu og fimm í öndunarvél. Allir nema einn eru óbólusettir. Færri börn en venjulega munu nýta þessi leiktæki við Laugarnesskóla í vikunni en alla jafna.Vísir/Vilhelm Sigríður Heiða segir í tölvupósti til forráðamanna að aukning í útbreiðslu Covid-19 hafi þegar haft þau áhrif að nokkur fjöldi kennara og starfsfólks sé frá störfum vegna sóttkvíar og einangrunar. „Því hefur verið ákveðið að nemendur í fimmta og sjötta bekk mæti ekki í skólann þessa viku, en staðan verði endurskoðuð í lok vikunnar þegar skýrist hvernig útbreiðsla þróast. Þetta er gert til að geta að halda út kennslu fyrir yngri nemendur samkvæmt tilmælum okkar yfirmanna,“ segir Sigríður Heiða. Fram kom í máli Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, í kvöldfréttum í gær að nemendur á yngri stigum væru í forgangi. Helgi Grímsson segir svo sannarlega ugg í mörgum nú þegar skólarnir séu að fara af stað á nýjan leik.Vísir/Helena Rakel „Við vonumst auðvitað til þess að smitum fari fækkandi sem fyrst og að þá geti allir nemendur komið í skólann. Verði þróunin í aðra átt og ekki reynist unnt að taka á móti öllum nemendum verður brugðist við því með fjarkennslulausnum og verður þá haft samband við foreldra og forráðamenn í þessum árgöngum sérstaklega.“ Sigríður Heiða brýnir til forráðamanna að halda nemendum heima sýni þeir minnstu einkenni. „Ef foreldrar og forráðamenn kjósa að halda börnum sínum heima til öryggis fyrstu dagana sýnir skólinn því fullan skilning en við bendum á að skrá þarf slík forföll,“ segir Sigríður og vísar á Mentor og eyðublað á heimasíðu skólans. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu er framkvæmdastjóri almannavarnanefndar.Vísir/Vilhelm Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins segir í tilkynningu til skóla að viðbúið sé að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum. „Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma,“ segir í tilkynningunni. Stjórnendur muni að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er. „Þessi síðasta bylgja faraldursins hefur haft mikil áhrif og eru stjórnendur og starfsfólk að geraallt til að röskun sé sem minnst. Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldar ogforráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skólameð kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Almannavarnir Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2. janúar 2022 22:30 Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Starfsdagur er í skólum á höfuðborgarsvæðinu í dag þar sem starfsfólk ræður ráðum sínum fyrir vikuna. Skólastjóri Melaskóla sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann ætti von á að fjöldi nemenda og kennara yrðu frá vegna Covid-19 smits enda viðbúið að fólk mæti smitað í skólastofuna þar sem nemendur og kennarar séu svo til óvarðir. Nýgengi innanlandssmita er í augnablikinu 2544 en þar er miðað við fjórtán daga nýgengi á hverja eitt hundrað þúsund íbúa. 25 eru á sjúkrahúsi með Covid-19. Sjö á gjörgæslu og fimm í öndunarvél. Allir nema einn eru óbólusettir. Færri börn en venjulega munu nýta þessi leiktæki við Laugarnesskóla í vikunni en alla jafna.Vísir/Vilhelm Sigríður Heiða segir í tölvupósti til forráðamanna að aukning í útbreiðslu Covid-19 hafi þegar haft þau áhrif að nokkur fjöldi kennara og starfsfólks sé frá störfum vegna sóttkvíar og einangrunar. „Því hefur verið ákveðið að nemendur í fimmta og sjötta bekk mæti ekki í skólann þessa viku, en staðan verði endurskoðuð í lok vikunnar þegar skýrist hvernig útbreiðsla þróast. Þetta er gert til að geta að halda út kennslu fyrir yngri nemendur samkvæmt tilmælum okkar yfirmanna,“ segir Sigríður Heiða. Fram kom í máli Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, í kvöldfréttum í gær að nemendur á yngri stigum væru í forgangi. Helgi Grímsson segir svo sannarlega ugg í mörgum nú þegar skólarnir séu að fara af stað á nýjan leik.Vísir/Helena Rakel „Við vonumst auðvitað til þess að smitum fari fækkandi sem fyrst og að þá geti allir nemendur komið í skólann. Verði þróunin í aðra átt og ekki reynist unnt að taka á móti öllum nemendum verður brugðist við því með fjarkennslulausnum og verður þá haft samband við foreldra og forráðamenn í þessum árgöngum sérstaklega.“ Sigríður Heiða brýnir til forráðamanna að halda nemendum heima sýni þeir minnstu einkenni. „Ef foreldrar og forráðamenn kjósa að halda börnum sínum heima til öryggis fyrstu dagana sýnir skólinn því fullan skilning en við bendum á að skrá þarf slík forföll,“ segir Sigríður og vísar á Mentor og eyðublað á heimasíðu skólans. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu er framkvæmdastjóri almannavarnanefndar.Vísir/Vilhelm Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins segir í tilkynningu til skóla að viðbúið sé að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum. „Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma,“ segir í tilkynningunni. Stjórnendur muni að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er. „Þessi síðasta bylgja faraldursins hefur haft mikil áhrif og eru stjórnendur og starfsfólk að geraallt til að röskun sé sem minnst. Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldar ogforráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skólameð kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Almannavarnir Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2. janúar 2022 22:30 Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2. janúar 2022 22:30
Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31