Biden segir Trump ógn við lýðræðið Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2022 14:14 Joe Biden með þeim Chuck Schumer og Nancy Pelosi, leiðtogum Demókrataflokksins. AP/Stefani Reynolds Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Í ræðu sinni ætlar Biden að kalla Trump ógn gegn lýðræðinu, fara yfir hvað gerðist fyrir ári síðan og segja Bandaríkjamenn þurfa að lifa eftir sannleikanum, ekki lygum. „Nú þurfum við að ákveða hvurslags þjóð við ætlum að vera,“ sagði Biden í dag samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ætlum við að vera þjóð sem sættir sig við að pólitískt ofbeldi verði almennt? Ætlum við að verða þjóð þar sem pólitískir embættismenn snúa við löglegum vilja þjóðarinnar? Ætlum við að vera þjóð sem lifir ekki við ljós sannleikans heldur í skugga lyga? Við getum ekki leyft okkur að vera slík þjóð. Leiðin fram á við er að horfast í augu við sannleikann og lifa eftir honum.“ Hlusta má á ræður Kamöllu Harris, varaforseta, og Bidens hér að neðan. Ræða Bidens hefst eftir rúmar ellefu mínútur. Þrátt fyrir að þingmenn Repúblikanaflokksins gagnrýndu margir Trump í kjölfar árásarinnar virðast þeir allir hafa skipt um skoðun en ekki einn leiðtogi flokksins hefur sagt að hann ætli að taka þátt í athöfninni í dag. Tveir þeirra svöruðu fyrirspurnum Washington Post og sögðust vera annarsstaðar í landinu. Aðrir svöruðu ekki. Sjá einnig: Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Þingmennirnir Matt Gaetz og Marjorie Taylor Greene, sem eru bæði ötulir stuðningsmenn Trumps, ætla að halda blaðamannafund í dag vegna athafnar þingsins. Þau hafa bæði lýst því yfir að fólki sem tók þátt í árásinni á þingið hafi verið föðurlandsvinir og hafa þau einnig tekið undir lygar Trumps um að kosningunum hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Því hefur Trump ítrekað haldið fram en á einu ári hafa engar vísbendingar litið dagsins ljós sem gefa í skyn að hann hafi rétt fyrir sér. Fjölmargar rannsóknir og dómsmál hafa skilað sömu niðurstöðum. Löng og ítarleg rannsókn AP fréttaveitunnar í þeim sex ríkjum sem Trump hefur beint hvað mestri athygli að sýndi fram á 475 tilfelli kosningasvindls. Í nánast öllum tilfellum var um einstaklinga að ræða og voru lang flest atkvæðin ekki talin. Þegar blaðamenn AP höfðu samband við Trump í vegna rannsóknarinnar í byrjun desember endurtók hann mikið af því sem hann hefur sagt áður. Þar að auki bætti hann við að „bráðum“ yrði gefin út skýrsla sem myndi sýna fram á að hundruð þúsund atkvæða hefðu verið greidd ólöglega. Hann vildi ekki segja hvaðan þessi skýrsla ætti að koma að öðru leyti en hún væri frá heimildarmanni sem hann treysti. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Donald Trump Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Í ræðu sinni ætlar Biden að kalla Trump ógn gegn lýðræðinu, fara yfir hvað gerðist fyrir ári síðan og segja Bandaríkjamenn þurfa að lifa eftir sannleikanum, ekki lygum. „Nú þurfum við að ákveða hvurslags þjóð við ætlum að vera,“ sagði Biden í dag samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ætlum við að vera þjóð sem sættir sig við að pólitískt ofbeldi verði almennt? Ætlum við að verða þjóð þar sem pólitískir embættismenn snúa við löglegum vilja þjóðarinnar? Ætlum við að vera þjóð sem lifir ekki við ljós sannleikans heldur í skugga lyga? Við getum ekki leyft okkur að vera slík þjóð. Leiðin fram á við er að horfast í augu við sannleikann og lifa eftir honum.“ Hlusta má á ræður Kamöllu Harris, varaforseta, og Bidens hér að neðan. Ræða Bidens hefst eftir rúmar ellefu mínútur. Þrátt fyrir að þingmenn Repúblikanaflokksins gagnrýndu margir Trump í kjölfar árásarinnar virðast þeir allir hafa skipt um skoðun en ekki einn leiðtogi flokksins hefur sagt að hann ætli að taka þátt í athöfninni í dag. Tveir þeirra svöruðu fyrirspurnum Washington Post og sögðust vera annarsstaðar í landinu. Aðrir svöruðu ekki. Sjá einnig: Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Þingmennirnir Matt Gaetz og Marjorie Taylor Greene, sem eru bæði ötulir stuðningsmenn Trumps, ætla að halda blaðamannafund í dag vegna athafnar þingsins. Þau hafa bæði lýst því yfir að fólki sem tók þátt í árásinni á þingið hafi verið föðurlandsvinir og hafa þau einnig tekið undir lygar Trumps um að kosningunum hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Því hefur Trump ítrekað haldið fram en á einu ári hafa engar vísbendingar litið dagsins ljós sem gefa í skyn að hann hafi rétt fyrir sér. Fjölmargar rannsóknir og dómsmál hafa skilað sömu niðurstöðum. Löng og ítarleg rannsókn AP fréttaveitunnar í þeim sex ríkjum sem Trump hefur beint hvað mestri athygli að sýndi fram á 475 tilfelli kosningasvindls. Í nánast öllum tilfellum var um einstaklinga að ræða og voru lang flest atkvæðin ekki talin. Þegar blaðamenn AP höfðu samband við Trump í vegna rannsóknarinnar í byrjun desember endurtók hann mikið af því sem hann hefur sagt áður. Þar að auki bætti hann við að „bráðum“ yrði gefin út skýrsla sem myndi sýna fram á að hundruð þúsund atkvæða hefðu verið greidd ólöglega. Hann vildi ekki segja hvaðan þessi skýrsla ætti að koma að öðru leyti en hún væri frá heimildarmanni sem hann treysti.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Donald Trump Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira