Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2022 13:00 Srdan Dojkovic notaði gjallarhorn til að koma skilaboðum sínum áleiðis. getty/Srdjan Stevanovic Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. Djokovic er ekki bólusettur fyrir kórónuveirunni en fékk undanþágu frá bólusetningarskilyrði til að geta keppt á Opna ástralska meistaramótinu. Þrátt fyrir þetta var för Djokovic á landamærunum stöðvuð, hann yfirheyrður og í kjölfarið fluttur á sóttkvíarhótel í Melbourne. Hann verður þar fram á mánudag þegar ákvörðun verður tekin hvort honum verði hleypt inn í landið og þannig freistað þess að verja titil sinn á Opna ástralska. Fjölskylda Djokovic boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem þau sögðu áströlskum stjórnvöldum til syndana og spöruðu ekki stóru orðin. „Jesús var krossfestur og píndur en hann þraukaði og lifir enn meðal vor,“ sagði Srdjan Djokovic. „Þeir ætla að krossfesta Novak á sama hátt, vanmeta hann, fleygja honum á hnén og gera allt við hann.“ Móðir Djokovic, Dijana, lét forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, heyra það. „Þú, forsætisráðherra þessa fjarlæga, fallega lands. Þú hegðar þér samkvæmt þínum gildum sem hafa ekkert með okkar gildi að gera. Við erum mennsk, ekki þú.“ Dijana lýsti svo aðstæðum sonar síns á sóttkvíarhótelinu í Melbourne. „Aðstæður eru skelfilegar. Þetta er bara lítið innflytjendahótel. Með skordýrum, það er skítugt og maturinn er hræðilegur. Þau vilja ekki gefa honum kost á að fara á betra hótel eða í leiguíbúð,“ sagði Dijana og bætti því við að Novak ætti í vandræðum með svefn. Serbnesk stjórnvöld, þar á meðal forsetinn Aleksandar Vucic, hafa einnig gagnrýnt meðferðina á Djokovic sem er skærasta íþróttastjarna Serbíu. Hann hefur unnið tuttugu risatitla á ferlinum og er sigursælastur í sögu Opna ástralska með níu titla. Tennis Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Serbía Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Djokovic er ekki bólusettur fyrir kórónuveirunni en fékk undanþágu frá bólusetningarskilyrði til að geta keppt á Opna ástralska meistaramótinu. Þrátt fyrir þetta var för Djokovic á landamærunum stöðvuð, hann yfirheyrður og í kjölfarið fluttur á sóttkvíarhótel í Melbourne. Hann verður þar fram á mánudag þegar ákvörðun verður tekin hvort honum verði hleypt inn í landið og þannig freistað þess að verja titil sinn á Opna ástralska. Fjölskylda Djokovic boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem þau sögðu áströlskum stjórnvöldum til syndana og spöruðu ekki stóru orðin. „Jesús var krossfestur og píndur en hann þraukaði og lifir enn meðal vor,“ sagði Srdjan Djokovic. „Þeir ætla að krossfesta Novak á sama hátt, vanmeta hann, fleygja honum á hnén og gera allt við hann.“ Móðir Djokovic, Dijana, lét forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, heyra það. „Þú, forsætisráðherra þessa fjarlæga, fallega lands. Þú hegðar þér samkvæmt þínum gildum sem hafa ekkert með okkar gildi að gera. Við erum mennsk, ekki þú.“ Dijana lýsti svo aðstæðum sonar síns á sóttkvíarhótelinu í Melbourne. „Aðstæður eru skelfilegar. Þetta er bara lítið innflytjendahótel. Með skordýrum, það er skítugt og maturinn er hræðilegur. Þau vilja ekki gefa honum kost á að fara á betra hótel eða í leiguíbúð,“ sagði Dijana og bætti því við að Novak ætti í vandræðum með svefn. Serbnesk stjórnvöld, þar á meðal forsetinn Aleksandar Vucic, hafa einnig gagnrýnt meðferðina á Djokovic sem er skærasta íþróttastjarna Serbíu. Hann hefur unnið tuttugu risatitla á ferlinum og er sigursælastur í sögu Opna ástralska með níu titla.
Tennis Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Serbía Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira