Erlent

Sjö látnir eftir bjarg­hrun í Brasilíu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Að minnsta kosti sjö eru látnir.
Að minnsta kosti sjö eru látnir. EPA-EFE

Að minnsta kosti sjö eru látnir og 32 slasaðir eftir bjarghrun við stöðuvatn í suðausturhluta Brasilíu í gær. Fjölmargir lentu undir klettinum.

Bjarghrunið átti sér stað um hádegisbil í gærdag og má rekja til mikilla rigninga í ríkinu sem taldar eru hafa aukið líkur á bjarghruninu. 

Einn bátur sökk og tveir aðrir bátar lentu undir. Kafarar og þyrlur hafa komið að leitinni en þriggja er enn saknað. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Myndband af bjarghruninu var birt af fjölmiðlum í Brasilíu í gær og má sjá hér að neðan. Rétt er að vara við efni myndbandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×