Eyjan nær alveg horfin Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2022 21:15 Appelsínugula línan markar fyrri útlínur eldstöðvareyjarinnar. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti myndina í dag. Eyjan sem áður myndaði hæsta punkt eldstöðvarinnar við Tonga er nær alveg horfin eftir eitt öflugasta sprengigos í seinni tíð. Hópstjóri hjá Veðurstofunni segir einstakt að höggbylgjur frá sprengingunni mælist hér á Íslandi. Enn er óljóst hversu miklu tjóni sprengigosið í Hunga-Tonga-eldstöðinni við Tonga á laugardag olli en landið hefur verið nær sambandslaust með öllu síðan gosið varð og ekkert myndefni til frá hamförunum. Flugvélar frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi voru sendar til eftirlits í dag. Þá er staðfest að bresk kona hafi farist þegar flóðbylgja skall á höfuðborg Tonga eftir gosið en sprengingin olli flóðbylgjum um allt Kyrrahafið. „Flóðbylgja til dæmis barst að Mexíkó og þar náði hún að verða tveir metrar þegar hún skall á strönd,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri á Veðurstofu Íslands. Halldór Björnsson er hópstjóri hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/Arnar Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig eyjan sem áður myndaði hæsta punkt neðanjarðareldstöðvarinnar leit út fyrir gos. Hún er nú nær alfarið horfin, eins og sést á myndinni efst í fréttinni. Hún er tekin úr gervitungli sem fór yfir svæðið í gær. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti myndirnar á Facebook-síðu sinni í dag. Svona var eldstöðvareyjan áður. Gosmökkurinn sem myndaðist við hina ægilegu sprengingu er talinn hafa náð allt að þrjátíu kílómetra hæð. Á kortinu sem fylgir tísti Ragnars Heiðars Þrastarsonar landfræðings hér fyrir neðan sést mökkurinn miðað við Ísland, sem er til margs um gríðarlegt umfang hans. Just to get a better sense of the enormous eruption plume of the Hunga Tonga-Hunga Ha'apai volcano I migrated another volcanic island from the North Atlantic and overlaid it on top of Tonga. Playing is clean infrared channel (10.3 µm, Band 13) from the #Himawari AHI instrument. pic.twitter.com/Lc3sPlZWVP— Ragnar Heiðar Þrastarson (@RagnarHeidar) January 16, 2022 Þrýstibylgjur frá gosinu hafa mælst á mælum Veðurstofu og halda áfram að mælast, tveimur dögum eftir að sprengigosið varð. Daníel Freyr Jónsson jarðfræðingur vann skýringarmyndina af bylgjunum sem fylgir sjónvarpsfréttinni úr gögnum Veðurstofu Íslands. Myndina má einnig sjá á Twitter-reikningi Daníels hér fyrir neðan. Eru ekki fleiri þarna úti sem eyddu þessu laugardagskvöldi í að skoða hvenær þrýstibylgjan frá #TongaHunga barst til landsins? Ég var reyndar að horfa á Harry Potter samhliða þessu. pic.twitter.com/cEv2bFidp9— Daníel Freyr (@danielfj91) January 15, 2022 „Við höfum séð þetta gerast núna þrisvar. Svo kemur önnur bylgjan, svo kemur fyrsta aftur og nú er væntanlega sú önnur á leiðinni yfir okkur aftur núna um þrjúleytið. Þannig að þetta er verulega stór atburður,“ segir Halldór, sem telur að gosið muni ekki hafa áhrif á loftslag. „Það er mjög óvenjulegt að það mælast sprengingar af þessu tagi. Í gamla daga þegar urðu kjarnorkusprenginar var hægt að mæla þær í lofthjúpnum víða. En svona eldgosasprengingar vegna sprengigosa eru mjög fágætar og ég man ekki eftir að hafa séð svona áður.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Tonga Tengdar fréttir Beðið eftir fregnum frá Tonga Enn er óljóst hve miklu tjóni, skemmdum og mannskaða sprengigosið á Tonga um helgina hefur valdið. Flugvélar voru fyrst sendar af stað í morgun. 17. janúar 2022 16:02 Lík breskrar konu sem fórst í flóðbylgjunni á Tonga fundið Lík breskrar konu, sem varð undir í flóðbylgju sem skall á Tonga á laugardag, er fundið. Þetta segir bróðir konunnar en hún er sú eina sem fórst í flóðbylgjunni svo vitað sé. 17. janúar 2022 14:49 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Enn er óljóst hversu miklu tjóni sprengigosið í Hunga-Tonga-eldstöðinni við Tonga á laugardag olli en landið hefur verið nær sambandslaust með öllu síðan gosið varð og ekkert myndefni til frá hamförunum. Flugvélar frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi voru sendar til eftirlits í dag. Þá er staðfest að bresk kona hafi farist þegar flóðbylgja skall á höfuðborg Tonga eftir gosið en sprengingin olli flóðbylgjum um allt Kyrrahafið. „Flóðbylgja til dæmis barst að Mexíkó og þar náði hún að verða tveir metrar þegar hún skall á strönd,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri á Veðurstofu Íslands. Halldór Björnsson er hópstjóri hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/Arnar Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig eyjan sem áður myndaði hæsta punkt neðanjarðareldstöðvarinnar leit út fyrir gos. Hún er nú nær alfarið horfin, eins og sést á myndinni efst í fréttinni. Hún er tekin úr gervitungli sem fór yfir svæðið í gær. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti myndirnar á Facebook-síðu sinni í dag. Svona var eldstöðvareyjan áður. Gosmökkurinn sem myndaðist við hina ægilegu sprengingu er talinn hafa náð allt að þrjátíu kílómetra hæð. Á kortinu sem fylgir tísti Ragnars Heiðars Þrastarsonar landfræðings hér fyrir neðan sést mökkurinn miðað við Ísland, sem er til margs um gríðarlegt umfang hans. Just to get a better sense of the enormous eruption plume of the Hunga Tonga-Hunga Ha'apai volcano I migrated another volcanic island from the North Atlantic and overlaid it on top of Tonga. Playing is clean infrared channel (10.3 µm, Band 13) from the #Himawari AHI instrument. pic.twitter.com/Lc3sPlZWVP— Ragnar Heiðar Þrastarson (@RagnarHeidar) January 16, 2022 Þrýstibylgjur frá gosinu hafa mælst á mælum Veðurstofu og halda áfram að mælast, tveimur dögum eftir að sprengigosið varð. Daníel Freyr Jónsson jarðfræðingur vann skýringarmyndina af bylgjunum sem fylgir sjónvarpsfréttinni úr gögnum Veðurstofu Íslands. Myndina má einnig sjá á Twitter-reikningi Daníels hér fyrir neðan. Eru ekki fleiri þarna úti sem eyddu þessu laugardagskvöldi í að skoða hvenær þrýstibylgjan frá #TongaHunga barst til landsins? Ég var reyndar að horfa á Harry Potter samhliða þessu. pic.twitter.com/cEv2bFidp9— Daníel Freyr (@danielfj91) January 15, 2022 „Við höfum séð þetta gerast núna þrisvar. Svo kemur önnur bylgjan, svo kemur fyrsta aftur og nú er væntanlega sú önnur á leiðinni yfir okkur aftur núna um þrjúleytið. Þannig að þetta er verulega stór atburður,“ segir Halldór, sem telur að gosið muni ekki hafa áhrif á loftslag. „Það er mjög óvenjulegt að það mælast sprengingar af þessu tagi. Í gamla daga þegar urðu kjarnorkusprenginar var hægt að mæla þær í lofthjúpnum víða. En svona eldgosasprengingar vegna sprengigosa eru mjög fágætar og ég man ekki eftir að hafa séð svona áður.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Tonga Tengdar fréttir Beðið eftir fregnum frá Tonga Enn er óljóst hve miklu tjóni, skemmdum og mannskaða sprengigosið á Tonga um helgina hefur valdið. Flugvélar voru fyrst sendar af stað í morgun. 17. janúar 2022 16:02 Lík breskrar konu sem fórst í flóðbylgjunni á Tonga fundið Lík breskrar konu, sem varð undir í flóðbylgju sem skall á Tonga á laugardag, er fundið. Þetta segir bróðir konunnar en hún er sú eina sem fórst í flóðbylgjunni svo vitað sé. 17. janúar 2022 14:49 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Beðið eftir fregnum frá Tonga Enn er óljóst hve miklu tjóni, skemmdum og mannskaða sprengigosið á Tonga um helgina hefur valdið. Flugvélar voru fyrst sendar af stað í morgun. 17. janúar 2022 16:02
Lík breskrar konu sem fórst í flóðbylgjunni á Tonga fundið Lík breskrar konu, sem varð undir í flóðbylgju sem skall á Tonga á laugardag, er fundið. Þetta segir bróðir konunnar en hún er sú eina sem fórst í flóðbylgjunni svo vitað sé. 17. janúar 2022 14:49
Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23