Neita sér um að fara til tannlæknis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. janúar 2022 21:00 Rétt tæpur þriðjungur launafólks sem tók þátt í könnuninni segist hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu því það hefði ekki efni á henni. vísir/vilhelm Andlegri líðan launafólks hefur hrakað hratt síðasta árið og um þriðjungur þess er nú talinn búa við slæma andlega heilsu. Fjöldi þeirra hefur þurft að neita sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna fjárhagsstöðu sinnar. Þetta eru niðurstöður viðamikillar könnunar sem gerð var meðal félagsmanna Alþýðusambandsins (ASÍ) og BSRB. Þær voru kynntar á fundi félaganna í dag. Sambærileg könnun var gerð fyrir ári síðan en þá reyndust um tveir af hverjum tíu félagsmönnum vera með slæma andlega heilsu. Í ár voru þeir mun fleiri, næstum þriðjungur allra félagsmanna, ef marka má könnunina. Hlutfall svarenda sem greindust með slæma andlega líðan.vísir „Við mældum þetta í fyrsta sinn fyrir ári síðan, andlega líðan, og þá kom okkur á óvart, niðurstöðurnar að hún var slæm. Hún hefur versnað núna,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Aukið álag út af Covid verður þess valdandi að það er verri andleg líðan að mínu mati.“ Drífa segir að könnunin endurspegli raunveruleika launafólks. Hún verði höfð til hliðsjónar við komandi kjarasamningsgerð. vísir/arnar Og sú ályktun er ekki úr lausu lofti gripin hjá Drífu því að helmingur þeirra níu þúsund sem tóku þátt í könnuninni finnur fyrir meira álagi í starfi vegna heimsfaraldursins. Könnunin var opin fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB en þeir eru um 150 þúsund talsins. Fara ekki til tannlæknis Könnunin sýnir einnig að það er að stórum hluta til sami hópur sem kemur verst út úr þeim þáttum sem kannaðir voru. Það eru helst innflytjendur og einstæðar mæður. „Við sjáum skýr tengsl á milli fjárhagserfiðleika og hvernig þér líður andlega og hvort að þú hafir þá efni á að sækja þér heilbrigðisþjónustu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Sonja Ýr vill að viss heilbrigðisþjónusta sé meira niðurgreidd fyrir þá sem geta ekki notið hennar í dag.vísir/arnar Í könnuninni kom nefnilega fram að um helmingur launafólks hefði neitað sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna þess að það hefur ekki efni á henni. Þar nefna langflestir tannlæknaþjónustu en þrír af hverjum tíu hafa neitað sér um hana. Því næst koma sálfræðiþjónusta, sem um fjórðungur hefur neitað sér um og sjúkraþjálfun, sem um 15% hafa neitað sér um. Rúm 30 prósent sem svöruðu könnuninni hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu.vísir Könnunin mun hafa áhrif á komandi kjarasamningsviðræður En hvað er hægt að gera í þessu? Krefjast verkalýðsfélögin þess að þessi þjónusta verði meira greidd niður af ríkinu? „Ég held að það þurfi aðgerðir inni á vinnustöðum og í samfélaginu öllu til að tryggja aðgengi að þessari þjónustu fyrir þá sem þurfa á að halda sem að sömuleiðis væri meira niðurgreidd en hún er í dag,“ segir Sonja Ýr. Niðurstöður könnunarinnar munu þá hafa áhrif á kjarasamningsgerð næsta vetur. „Það er okkar hlutverk í kjarasamningum að birta raunveruleika launafólks,“ segir Drífa. „Og niðurstaðan þarna segir mér að stór hluti af næstu kjarasamningum verður tekinn í samhengi við heilbrigði og húsnæðismál.“ Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þriðjungur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman Tæplega þriðjungur vinnandi fólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og á erfitt með að ná endum saman. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, en hún sýnir að staðan hafi versnað mikið síðasta árið. 19. janúar 2022 13:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Þetta eru niðurstöður viðamikillar könnunar sem gerð var meðal félagsmanna Alþýðusambandsins (ASÍ) og BSRB. Þær voru kynntar á fundi félaganna í dag. Sambærileg könnun var gerð fyrir ári síðan en þá reyndust um tveir af hverjum tíu félagsmönnum vera með slæma andlega heilsu. Í ár voru þeir mun fleiri, næstum þriðjungur allra félagsmanna, ef marka má könnunina. Hlutfall svarenda sem greindust með slæma andlega líðan.vísir „Við mældum þetta í fyrsta sinn fyrir ári síðan, andlega líðan, og þá kom okkur á óvart, niðurstöðurnar að hún var slæm. Hún hefur versnað núna,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Aukið álag út af Covid verður þess valdandi að það er verri andleg líðan að mínu mati.“ Drífa segir að könnunin endurspegli raunveruleika launafólks. Hún verði höfð til hliðsjónar við komandi kjarasamningsgerð. vísir/arnar Og sú ályktun er ekki úr lausu lofti gripin hjá Drífu því að helmingur þeirra níu þúsund sem tóku þátt í könnuninni finnur fyrir meira álagi í starfi vegna heimsfaraldursins. Könnunin var opin fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB en þeir eru um 150 þúsund talsins. Fara ekki til tannlæknis Könnunin sýnir einnig að það er að stórum hluta til sami hópur sem kemur verst út úr þeim þáttum sem kannaðir voru. Það eru helst innflytjendur og einstæðar mæður. „Við sjáum skýr tengsl á milli fjárhagserfiðleika og hvernig þér líður andlega og hvort að þú hafir þá efni á að sækja þér heilbrigðisþjónustu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Sonja Ýr vill að viss heilbrigðisþjónusta sé meira niðurgreidd fyrir þá sem geta ekki notið hennar í dag.vísir/arnar Í könnuninni kom nefnilega fram að um helmingur launafólks hefði neitað sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna þess að það hefur ekki efni á henni. Þar nefna langflestir tannlæknaþjónustu en þrír af hverjum tíu hafa neitað sér um hana. Því næst koma sálfræðiþjónusta, sem um fjórðungur hefur neitað sér um og sjúkraþjálfun, sem um 15% hafa neitað sér um. Rúm 30 prósent sem svöruðu könnuninni hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu.vísir Könnunin mun hafa áhrif á komandi kjarasamningsviðræður En hvað er hægt að gera í þessu? Krefjast verkalýðsfélögin þess að þessi þjónusta verði meira greidd niður af ríkinu? „Ég held að það þurfi aðgerðir inni á vinnustöðum og í samfélaginu öllu til að tryggja aðgengi að þessari þjónustu fyrir þá sem þurfa á að halda sem að sömuleiðis væri meira niðurgreidd en hún er í dag,“ segir Sonja Ýr. Niðurstöður könnunarinnar munu þá hafa áhrif á kjarasamningsgerð næsta vetur. „Það er okkar hlutverk í kjarasamningum að birta raunveruleika launafólks,“ segir Drífa. „Og niðurstaðan þarna segir mér að stór hluti af næstu kjarasamningum verður tekinn í samhengi við heilbrigði og húsnæðismál.“
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þriðjungur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman Tæplega þriðjungur vinnandi fólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og á erfitt með að ná endum saman. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, en hún sýnir að staðan hafi versnað mikið síðasta árið. 19. janúar 2022 13:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Þriðjungur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman Tæplega þriðjungur vinnandi fólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og á erfitt með að ná endum saman. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, en hún sýnir að staðan hafi versnað mikið síðasta árið. 19. janúar 2022 13:58