Karabatic: Við fundum engar lausnir Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. janúar 2022 08:02 Nikola Karabatic mátti sín lítils í gær gegn íslensku vörninni EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Nikola Karabatic, einn besti og sigursælasti handboltamaður sögunnar, var að vonum niðurlútur í viðtölum við franska fjölmiðla eftir tapið gegn Íslandi. Karabatic sat fyrir svörum hjá franska íþróttablaðinu L'Equipe eftir leikinn og sagði Frakka ekki getað notað afsakanir eins og að það hafi vantað leikmenn eins og Guillaume Gille og Ludovic Fabregas. „Við getum ekki lagt neina áherslu á að okkur hafi vantað leikmenn í dag því að Íslandi vantaði líka leikmenn. Þeir höfðu engu að tapa á móti ólympíumeisturunum og gáfu allt í leikinn. Við mættum liði sem átti sinn besta leik á mótinu og á sama tíma áttum við okkar versta leik. Við erum núna með bakið upp við vegg og verðum að vinna leikina sem eru eftir ef við ætlum okkur í undanúrslit,“ sagði Karabatic ósáttur við leik sinna manna. Þetta tíst naut mikilla vinsælda í gær þar sem sjá má ungan Teit Örn Einarsson stilla sér upp með Karabatic, og aðra mynd frá leiknum í gær þar sem Teitur er að taka hressilega á Karabatic. 10 ára callenge... #handbolti #hmruv pic.twitter.com/2PDw9uLQMO— Thelma Björk Einarsd (@ThelmaBjorkE) January 21, 2019 Þá sagði Karabatic að liðið hefði einfaldlega ekki fundið lausnir á varnarleik íslenska liðsins. „Við skoruðum ekki nema 21 mark og klikkuðum á alltof mörgum skotum á meðan þeir sóttu vel á okkur. Við vorum í lakari gæðaflokki allan leikinn og það er mjög langt síðan mér leið þannig gegn nokkru liði,“ sagði fyrirliði franska liðsins. Aðspurður hvort hann óttist það að Frakkar komist ekki í undanúrslit var svarið einfalt. „Að sjálfsögðu,“ sagði hann og bætti við að liðið þyrfti að hafa betur gegn Svartfjallalandi og Danmörku. Þá harmaði hann það hversu stórt tapið gegn Íslandi var, enda gæti markatala skorið út um það hvaða lið fer áfram í undanúrslitin, og þar mun stórsigur Íslands vænka hag okkar manna. „Það fór allt úrskeiðis, ég hef ekki reiknað þetta út enn þá en við verðum að berjast,“ sagði Karabatic. Mótshaldarar hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir slælegar sóttvarnir og hafa flest lið urðið fyrir barðinu á Covid-19 á mótinu. Var Karabatic spurður álits á því hvort að mótið hefði átt að vera haldið til að byrja með. „Það er önnur spurning sem við svörum seinna. Þetta er mjög sérstakt mót. Á tuttugu ára ferli mínum með landsliðinu hef ég aldrei upplifað annað eins,“ sagði Karabatic. Sem fyrr segir voru Frakkar án þjálfarans og nokkurra lykilmanna auk þess sem að skakkaföll íslenska liðsins eru vel skrásett. Karabatic segir að hverjum degi fylgi óvissa. „Á hverjum degi vöknum og við spyrjum hver er ennþá hér, hver getur haldið áfram, hver getur það ekki, hver er í einangrun og hver ekki.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sjá meira
Karabatic sat fyrir svörum hjá franska íþróttablaðinu L'Equipe eftir leikinn og sagði Frakka ekki getað notað afsakanir eins og að það hafi vantað leikmenn eins og Guillaume Gille og Ludovic Fabregas. „Við getum ekki lagt neina áherslu á að okkur hafi vantað leikmenn í dag því að Íslandi vantaði líka leikmenn. Þeir höfðu engu að tapa á móti ólympíumeisturunum og gáfu allt í leikinn. Við mættum liði sem átti sinn besta leik á mótinu og á sama tíma áttum við okkar versta leik. Við erum núna með bakið upp við vegg og verðum að vinna leikina sem eru eftir ef við ætlum okkur í undanúrslit,“ sagði Karabatic ósáttur við leik sinna manna. Þetta tíst naut mikilla vinsælda í gær þar sem sjá má ungan Teit Örn Einarsson stilla sér upp með Karabatic, og aðra mynd frá leiknum í gær þar sem Teitur er að taka hressilega á Karabatic. 10 ára callenge... #handbolti #hmruv pic.twitter.com/2PDw9uLQMO— Thelma Björk Einarsd (@ThelmaBjorkE) January 21, 2019 Þá sagði Karabatic að liðið hefði einfaldlega ekki fundið lausnir á varnarleik íslenska liðsins. „Við skoruðum ekki nema 21 mark og klikkuðum á alltof mörgum skotum á meðan þeir sóttu vel á okkur. Við vorum í lakari gæðaflokki allan leikinn og það er mjög langt síðan mér leið þannig gegn nokkru liði,“ sagði fyrirliði franska liðsins. Aðspurður hvort hann óttist það að Frakkar komist ekki í undanúrslit var svarið einfalt. „Að sjálfsögðu,“ sagði hann og bætti við að liðið þyrfti að hafa betur gegn Svartfjallalandi og Danmörku. Þá harmaði hann það hversu stórt tapið gegn Íslandi var, enda gæti markatala skorið út um það hvaða lið fer áfram í undanúrslitin, og þar mun stórsigur Íslands vænka hag okkar manna. „Það fór allt úrskeiðis, ég hef ekki reiknað þetta út enn þá en við verðum að berjast,“ sagði Karabatic. Mótshaldarar hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir slælegar sóttvarnir og hafa flest lið urðið fyrir barðinu á Covid-19 á mótinu. Var Karabatic spurður álits á því hvort að mótið hefði átt að vera haldið til að byrja með. „Það er önnur spurning sem við svörum seinna. Þetta er mjög sérstakt mót. Á tuttugu ára ferli mínum með landsliðinu hef ég aldrei upplifað annað eins,“ sagði Karabatic. Sem fyrr segir voru Frakkar án þjálfarans og nokkurra lykilmanna auk þess sem að skakkaföll íslenska liðsins eru vel skrásett. Karabatic segir að hverjum degi fylgi óvissa. „Á hverjum degi vöknum og við spyrjum hver er ennþá hér, hver getur haldið áfram, hver getur það ekki, hver er í einangrun og hver ekki.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sjá meira