Karabatic: Við fundum engar lausnir Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. janúar 2022 08:02 Nikola Karabatic mátti sín lítils í gær gegn íslensku vörninni EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Nikola Karabatic, einn besti og sigursælasti handboltamaður sögunnar, var að vonum niðurlútur í viðtölum við franska fjölmiðla eftir tapið gegn Íslandi. Karabatic sat fyrir svörum hjá franska íþróttablaðinu L'Equipe eftir leikinn og sagði Frakka ekki getað notað afsakanir eins og að það hafi vantað leikmenn eins og Guillaume Gille og Ludovic Fabregas. „Við getum ekki lagt neina áherslu á að okkur hafi vantað leikmenn í dag því að Íslandi vantaði líka leikmenn. Þeir höfðu engu að tapa á móti ólympíumeisturunum og gáfu allt í leikinn. Við mættum liði sem átti sinn besta leik á mótinu og á sama tíma áttum við okkar versta leik. Við erum núna með bakið upp við vegg og verðum að vinna leikina sem eru eftir ef við ætlum okkur í undanúrslit,“ sagði Karabatic ósáttur við leik sinna manna. Þetta tíst naut mikilla vinsælda í gær þar sem sjá má ungan Teit Örn Einarsson stilla sér upp með Karabatic, og aðra mynd frá leiknum í gær þar sem Teitur er að taka hressilega á Karabatic. 10 ára callenge... #handbolti #hmruv pic.twitter.com/2PDw9uLQMO— Thelma Björk Einarsd (@ThelmaBjorkE) January 21, 2019 Þá sagði Karabatic að liðið hefði einfaldlega ekki fundið lausnir á varnarleik íslenska liðsins. „Við skoruðum ekki nema 21 mark og klikkuðum á alltof mörgum skotum á meðan þeir sóttu vel á okkur. Við vorum í lakari gæðaflokki allan leikinn og það er mjög langt síðan mér leið þannig gegn nokkru liði,“ sagði fyrirliði franska liðsins. Aðspurður hvort hann óttist það að Frakkar komist ekki í undanúrslit var svarið einfalt. „Að sjálfsögðu,“ sagði hann og bætti við að liðið þyrfti að hafa betur gegn Svartfjallalandi og Danmörku. Þá harmaði hann það hversu stórt tapið gegn Íslandi var, enda gæti markatala skorið út um það hvaða lið fer áfram í undanúrslitin, og þar mun stórsigur Íslands vænka hag okkar manna. „Það fór allt úrskeiðis, ég hef ekki reiknað þetta út enn þá en við verðum að berjast,“ sagði Karabatic. Mótshaldarar hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir slælegar sóttvarnir og hafa flest lið urðið fyrir barðinu á Covid-19 á mótinu. Var Karabatic spurður álits á því hvort að mótið hefði átt að vera haldið til að byrja með. „Það er önnur spurning sem við svörum seinna. Þetta er mjög sérstakt mót. Á tuttugu ára ferli mínum með landsliðinu hef ég aldrei upplifað annað eins,“ sagði Karabatic. Sem fyrr segir voru Frakkar án þjálfarans og nokkurra lykilmanna auk þess sem að skakkaföll íslenska liðsins eru vel skrásett. Karabatic segir að hverjum degi fylgi óvissa. „Á hverjum degi vöknum og við spyrjum hver er ennþá hér, hver getur haldið áfram, hver getur það ekki, hver er í einangrun og hver ekki.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Karabatic sat fyrir svörum hjá franska íþróttablaðinu L'Equipe eftir leikinn og sagði Frakka ekki getað notað afsakanir eins og að það hafi vantað leikmenn eins og Guillaume Gille og Ludovic Fabregas. „Við getum ekki lagt neina áherslu á að okkur hafi vantað leikmenn í dag því að Íslandi vantaði líka leikmenn. Þeir höfðu engu að tapa á móti ólympíumeisturunum og gáfu allt í leikinn. Við mættum liði sem átti sinn besta leik á mótinu og á sama tíma áttum við okkar versta leik. Við erum núna með bakið upp við vegg og verðum að vinna leikina sem eru eftir ef við ætlum okkur í undanúrslit,“ sagði Karabatic ósáttur við leik sinna manna. Þetta tíst naut mikilla vinsælda í gær þar sem sjá má ungan Teit Örn Einarsson stilla sér upp með Karabatic, og aðra mynd frá leiknum í gær þar sem Teitur er að taka hressilega á Karabatic. 10 ára callenge... #handbolti #hmruv pic.twitter.com/2PDw9uLQMO— Thelma Björk Einarsd (@ThelmaBjorkE) January 21, 2019 Þá sagði Karabatic að liðið hefði einfaldlega ekki fundið lausnir á varnarleik íslenska liðsins. „Við skoruðum ekki nema 21 mark og klikkuðum á alltof mörgum skotum á meðan þeir sóttu vel á okkur. Við vorum í lakari gæðaflokki allan leikinn og það er mjög langt síðan mér leið þannig gegn nokkru liði,“ sagði fyrirliði franska liðsins. Aðspurður hvort hann óttist það að Frakkar komist ekki í undanúrslit var svarið einfalt. „Að sjálfsögðu,“ sagði hann og bætti við að liðið þyrfti að hafa betur gegn Svartfjallalandi og Danmörku. Þá harmaði hann það hversu stórt tapið gegn Íslandi var, enda gæti markatala skorið út um það hvaða lið fer áfram í undanúrslitin, og þar mun stórsigur Íslands vænka hag okkar manna. „Það fór allt úrskeiðis, ég hef ekki reiknað þetta út enn þá en við verðum að berjast,“ sagði Karabatic. Mótshaldarar hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir slælegar sóttvarnir og hafa flest lið urðið fyrir barðinu á Covid-19 á mótinu. Var Karabatic spurður álits á því hvort að mótið hefði átt að vera haldið til að byrja með. „Það er önnur spurning sem við svörum seinna. Þetta er mjög sérstakt mót. Á tuttugu ára ferli mínum með landsliðinu hef ég aldrei upplifað annað eins,“ sagði Karabatic. Sem fyrr segir voru Frakkar án þjálfarans og nokkurra lykilmanna auk þess sem að skakkaföll íslenska liðsins eru vel skrásett. Karabatic segir að hverjum degi fylgi óvissa. „Á hverjum degi vöknum og við spyrjum hver er ennþá hér, hver getur haldið áfram, hver getur það ekki, hver er í einangrun og hver ekki.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti