Innlent

Dómskerfið og kynferðisbrot, pólitík og Covid í Sprengisandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í dag munu ræða ýmis málefni sem snerta á landanum. Fyrstu gestir Kristjáns í dag eru þær Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður, og Dr. María Rún Bjarnadóttir. Báðar fluttu þær nýverið erindi á málþingi HR þar sem spurt var hvort réttarkerfið virki ekki sem skyldi fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, mætir einnig í þáttinn. Hún hefur ekki upplýst hvort hún hyggst bjóða sig fram aftur.

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður, og Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og fyrrverandi alþingismaður, mæta einnig í þáttinn til Kristjáns og ætla að skiptast á skoðunum um faraldur kórónuveirunnar og varnir við honum.

Í lok þáttarins mættir svo Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastýra Festu, miðstöðvar fyrirtækja um samfélagsábyrgð. Hún mun ræða við Kristján um eitt og annað tengt þeirri ábyrgð og þar á meðal fordæmi yfirmanna þegar setja skal starfsfólkið við mið um siðlega hegðan og góða.

Allt þetta á milli tíu til tólf á Bylgjunni og líka á Vísi í beinni netútsendingu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×