Þurfa að aflétta króatísku bölvuninni Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 10:00 Domagoj Duvnjak hefur oft reynst Íslandi erfiður í gegnum árin en er ekki með Króötum á EM vegna bakmeiðsla. EPA-EFE/DANIEL KOPATSCH Ef að Ísland ætlar að taka stórt skref í átt að undanúrslitum á EM í handbolta í dag þarf liðið að gera nokkuð sem Ísland hefur aldrei gert á stórmóti – vinna Króatíu. Ísland og Króatía hafa sjö sinnum mæst á stórmóti í gegnum tíðina og aldrei hefur Ísland fagnað sigri. Króatar hafa unnið sex leiki og liðin einu sinni gert jafntefli, á Evrópumótinu í Austurríki 2010 þegar Ísland náði sínum besta árangri á EM með því að vinna brons. Leikir Íslands við Króatíu á stórmótum: HM 2019: Ísland 27 – 31 Króatía EM 2018: Ísland 22 – 29 Króatía EM 2016: Ísland 28 – 37 Króatía EM 2012: Ísland 29 – 31 Króatía EM 2010: Ísland 26 – 26 Króatía EM 2006: Ísland 28 – 29 Króatía ÓL 2004: Ísland 30 – 34 Króatía Gengi Króatíu, sem vann silfur á EM fyrir tveimur árum, það sem af er EM í ár gefur hins vegar ákveðna von um að bölvun íslenska liðsins verði aflétt í dag. Þeir hafa lent í kórónuveirusmitum, þó ekki eins illa og Íslendingar, og verið án sinnar stærstu stjörnu, Domagoj Duvnjak, vegna bakmeiðsla. Króatar eru án stiga í milliriðli 1, eftir óvænt 32-26 tap gegn Svartfjallalandi og svo frekar naumt tap gegn Danmörku á laugardaginn, 27-25. Í byrjun móts töpuðu þeir 27-22 gegn Frökkum. Króatar nánast fastagestir í undanúrslitum Króatar hafa lengi verið í allra fremstu röð í handbolta þó að gullverðlaunin hafi skort síðustu sautján ár, en þeir urðu Ólympíumeistarar 1996 og 2004, og heimsmeistarar 2003. Þeir unnu silfurverðlaun á síðasta Evrópumóti, fyrir tveimur árum, eftir 22-20 tap gegn Spáni í úrslitaleik. Leikstjórnandinn töfrandi Domagoj Duvnjak var valinn maður mótsins en missir af mótinu í ár vegna fyrrnefndra bakmeiðsla. Íslendingar þurfa að reyna að hafa hemil á hinum magnaða Luka Cindric, sem var liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, sem stýrir sóknarleik Króata.Getty/Sven Hoppe Versta niðurstaða Króatíu á síðustu níu Evrópumótum, eða frá og með EM 2004, er 5. sæti á heimavelli árið 2018. Á átta af síðustu níu Evrópumótum hefur Króatía sem sagt komist í undanúrslit, og þrisvar í úrslitaleikinn þar sem liðið hefur þó alltaf tapað. Alls hefur Króatía unnið þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun í sögu EM. Nú þegar er hins vegar ljóst að Króatía kemst ekki í undanúrslit á EM í ár, og aðeins ef allt gengur að óskum þess getur liðið í besta falli leikið um 5. sæti á mótinu. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Ísland og Króatía hafa sjö sinnum mæst á stórmóti í gegnum tíðina og aldrei hefur Ísland fagnað sigri. Króatar hafa unnið sex leiki og liðin einu sinni gert jafntefli, á Evrópumótinu í Austurríki 2010 þegar Ísland náði sínum besta árangri á EM með því að vinna brons. Leikir Íslands við Króatíu á stórmótum: HM 2019: Ísland 27 – 31 Króatía EM 2018: Ísland 22 – 29 Króatía EM 2016: Ísland 28 – 37 Króatía EM 2012: Ísland 29 – 31 Króatía EM 2010: Ísland 26 – 26 Króatía EM 2006: Ísland 28 – 29 Króatía ÓL 2004: Ísland 30 – 34 Króatía Gengi Króatíu, sem vann silfur á EM fyrir tveimur árum, það sem af er EM í ár gefur hins vegar ákveðna von um að bölvun íslenska liðsins verði aflétt í dag. Þeir hafa lent í kórónuveirusmitum, þó ekki eins illa og Íslendingar, og verið án sinnar stærstu stjörnu, Domagoj Duvnjak, vegna bakmeiðsla. Króatar eru án stiga í milliriðli 1, eftir óvænt 32-26 tap gegn Svartfjallalandi og svo frekar naumt tap gegn Danmörku á laugardaginn, 27-25. Í byrjun móts töpuðu þeir 27-22 gegn Frökkum. Króatar nánast fastagestir í undanúrslitum Króatar hafa lengi verið í allra fremstu röð í handbolta þó að gullverðlaunin hafi skort síðustu sautján ár, en þeir urðu Ólympíumeistarar 1996 og 2004, og heimsmeistarar 2003. Þeir unnu silfurverðlaun á síðasta Evrópumóti, fyrir tveimur árum, eftir 22-20 tap gegn Spáni í úrslitaleik. Leikstjórnandinn töfrandi Domagoj Duvnjak var valinn maður mótsins en missir af mótinu í ár vegna fyrrnefndra bakmeiðsla. Íslendingar þurfa að reyna að hafa hemil á hinum magnaða Luka Cindric, sem var liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, sem stýrir sóknarleik Króata.Getty/Sven Hoppe Versta niðurstaða Króatíu á síðustu níu Evrópumótum, eða frá og með EM 2004, er 5. sæti á heimavelli árið 2018. Á átta af síðustu níu Evrópumótum hefur Króatía sem sagt komist í undanúrslit, og þrisvar í úrslitaleikinn þar sem liðið hefur þó alltaf tapað. Alls hefur Króatía unnið þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun í sögu EM. Nú þegar er hins vegar ljóst að Króatía kemst ekki í undanúrslit á EM í ár, og aðeins ef allt gengur að óskum þess getur liðið í besta falli leikið um 5. sæti á mótinu.
Leikir Íslands við Króatíu á stórmótum: HM 2019: Ísland 27 – 31 Króatía EM 2018: Ísland 22 – 29 Króatía EM 2016: Ísland 28 – 37 Króatía EM 2012: Ísland 29 – 31 Króatía EM 2010: Ísland 26 – 26 Króatía EM 2006: Ísland 28 – 29 Króatía ÓL 2004: Ísland 30 – 34 Króatía
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira