Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 25. janúar 2022 07:36 Farþegar þurftu að ganga út úr flugstöðinni í morgun í stað þess að fljúga í betra veður. Vísir/Kolbeinn Tumi Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. Nokkuð hvassviðri er á Keflavíkurflugvelli þessa stundina, eða um 19 m/s. Ferðalanga á leið í sól biðu því eintóm vonbrigði þegar þeir komu til Keflavíkur í morgun þar sem öllu flugi Icelandair, sem fara átti fyrir hádegi, hefur verið aflýst. Öllu flugi Icelandair sem fara átti fyrir hádegi hefur verið aflýst.Vísir/Kolbeinn Tumi Það má sjá á vefsíðu Isavia en þar að auki hefur flugi Play, sem fara átti fyrir hádegi, verið frestað samkvæmt heimildamanni fréttastofu sem staddur er á vellinum. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Isavia hefur flugi Play til Alicante verið aflýst en áætluð brottför til Tenerife er klukkan 9:00. Þá hefur flugi Lufthansa til Frankfurt klukkan 14:55 verið seinkað um hálfan sólarhring. Þá hefur öllum flugum sem fara átti fyrir klukkan 17 í dag verið frestað þar til síðar í dag. Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir landið í dag. Það er því líklegt að lægðin sé farin að hafa áhrif á Suðurnesin, en á sunnanverðum Suðurnesjum verður appelsínugul viðvörun í gildi frá miðjum degi í dag. Hefur áhrif á um þúsund farþega Icelandair Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að alls hafi þurft að aflýsa fimm brottförum frá Keflavík og svo fyrirhuguðum ferðum sömu véla frá Evrópu til Íslands. „Þetta er gert vegna veðurs. Síðar í dag munum við taka stöðuna varðandi þau flug sem eru á dagskrá seinni partinn,“ segir Ásdús, en Icelandair þurfti að aflýsa ferðum til Parísar, London, Amsterdam, Kaupmannahafnar og Dublin. Vélarnar áttu upphaflega að fara í loftið milli klukkan 7:30 og 7:45 í morgun. Flugferðum Wizz Air og Easy Jet hefur verið frestað fram á kvöld. Hún segir að alls hafi þetta áhrif á um þúsund farþega Icelandair, en 420 farþegar áttu bókað flug frá Keflavík í morgun og svo áttu tæplega sex hundruð manns bókað flug frá Evrópu til Íslands síðar í dag. Hún segir að nú sé verið að útvega þeim gistingu sem þurfa. Ráða ekki við veðrið Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir að félagið hafi þurft að aflýsa tveimur flugferðum sem áttu að fara í morgun til Alicante og Tenerife vegna veðurs. Farþegar hafi verið beðnir um að mæta fyrr í morgun því til stóð að flýta brottför vegna veðurs en það hafi svo því miður ekki verið hægt og fluginu frestað um sólarhring. „Veðrið er eitthvað sem við ráðum alls ekki við og farþegar sýna því sem betur fer skilning þó þeir þurfi að fresta því um einn dag að komast í sólina. Þeir fá upplýsingar um næstu skref innan skamms.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Veður Icelandair Play Tengdar fréttir Kröpp lægð nálgast landið og appelsínugular viðvaranir Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir land í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði því vaxandi suðvestanátt fyrri part dags og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti verður á bilinu núll til sex stig. 25. janúar 2022 06:50 Farþegar fastir í vélinni síðan á hádegi: „Fólk er orðið alveg grænt í framan“ Farþegar í flugvél British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á hádegi í dag hafa setið fastir í vélinni síðan þá, vegna slæmra veðurskilyrða. Farþegi í vélinni segir stemninguna um borð nokkuð góða, miðað við aðstæður. Farþegar aftast í vélinni hafi þó fengið að finna fyrir veðurofsanum. 5. desember 2021 17:40 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Nokkuð hvassviðri er á Keflavíkurflugvelli þessa stundina, eða um 19 m/s. Ferðalanga á leið í sól biðu því eintóm vonbrigði þegar þeir komu til Keflavíkur í morgun þar sem öllu flugi Icelandair, sem fara átti fyrir hádegi, hefur verið aflýst. Öllu flugi Icelandair sem fara átti fyrir hádegi hefur verið aflýst.Vísir/Kolbeinn Tumi Það má sjá á vefsíðu Isavia en þar að auki hefur flugi Play, sem fara átti fyrir hádegi, verið frestað samkvæmt heimildamanni fréttastofu sem staddur er á vellinum. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Isavia hefur flugi Play til Alicante verið aflýst en áætluð brottför til Tenerife er klukkan 9:00. Þá hefur flugi Lufthansa til Frankfurt klukkan 14:55 verið seinkað um hálfan sólarhring. Þá hefur öllum flugum sem fara átti fyrir klukkan 17 í dag verið frestað þar til síðar í dag. Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir landið í dag. Það er því líklegt að lægðin sé farin að hafa áhrif á Suðurnesin, en á sunnanverðum Suðurnesjum verður appelsínugul viðvörun í gildi frá miðjum degi í dag. Hefur áhrif á um þúsund farþega Icelandair Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að alls hafi þurft að aflýsa fimm brottförum frá Keflavík og svo fyrirhuguðum ferðum sömu véla frá Evrópu til Íslands. „Þetta er gert vegna veðurs. Síðar í dag munum við taka stöðuna varðandi þau flug sem eru á dagskrá seinni partinn,“ segir Ásdús, en Icelandair þurfti að aflýsa ferðum til Parísar, London, Amsterdam, Kaupmannahafnar og Dublin. Vélarnar áttu upphaflega að fara í loftið milli klukkan 7:30 og 7:45 í morgun. Flugferðum Wizz Air og Easy Jet hefur verið frestað fram á kvöld. Hún segir að alls hafi þetta áhrif á um þúsund farþega Icelandair, en 420 farþegar áttu bókað flug frá Keflavík í morgun og svo áttu tæplega sex hundruð manns bókað flug frá Evrópu til Íslands síðar í dag. Hún segir að nú sé verið að útvega þeim gistingu sem þurfa. Ráða ekki við veðrið Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir að félagið hafi þurft að aflýsa tveimur flugferðum sem áttu að fara í morgun til Alicante og Tenerife vegna veðurs. Farþegar hafi verið beðnir um að mæta fyrr í morgun því til stóð að flýta brottför vegna veðurs en það hafi svo því miður ekki verið hægt og fluginu frestað um sólarhring. „Veðrið er eitthvað sem við ráðum alls ekki við og farþegar sýna því sem betur fer skilning þó þeir þurfi að fresta því um einn dag að komast í sólina. Þeir fá upplýsingar um næstu skref innan skamms.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Veður Icelandair Play Tengdar fréttir Kröpp lægð nálgast landið og appelsínugular viðvaranir Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir land í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði því vaxandi suðvestanátt fyrri part dags og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti verður á bilinu núll til sex stig. 25. janúar 2022 06:50 Farþegar fastir í vélinni síðan á hádegi: „Fólk er orðið alveg grænt í framan“ Farþegar í flugvél British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á hádegi í dag hafa setið fastir í vélinni síðan þá, vegna slæmra veðurskilyrða. Farþegi í vélinni segir stemninguna um borð nokkuð góða, miðað við aðstæður. Farþegar aftast í vélinni hafi þó fengið að finna fyrir veðurofsanum. 5. desember 2021 17:40 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Kröpp lægð nálgast landið og appelsínugular viðvaranir Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir land í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði því vaxandi suðvestanátt fyrri part dags og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti verður á bilinu núll til sex stig. 25. janúar 2022 06:50
Farþegar fastir í vélinni síðan á hádegi: „Fólk er orðið alveg grænt í framan“ Farþegar í flugvél British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á hádegi í dag hafa setið fastir í vélinni síðan þá, vegna slæmra veðurskilyrða. Farþegi í vélinni segir stemninguna um borð nokkuð góða, miðað við aðstæður. Farþegar aftast í vélinni hafi þó fengið að finna fyrir veðurofsanum. 5. desember 2021 17:40