Birkir vill fimmta sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2022 11:22 Birkir Ingibjartsson starfar sem verkefnastjóri hjá borgarskipulagi Reykjavíkur. Aðsend Birkir Ingibjartsson, verkefnastjóri hjá borgarskipulagi Reykjavíkur, sækist eftir fimmta sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Í tilkyninngu segir að Birkir sé 35 ára fjölskyldufaðir búsettur í Háaleitis- og Bústaðahverfi og menntaður arkitekt. „Birkir hefur síðustu þrjú ár starfað sem verkefnastjóri hjá borgarskipulagi Reykjavíkur. Þar hefur hann tekið þátt í þróun skipulags á stórum og litlum uppbyggingarsvæðum í borginni. Hann var annar af tveimur fulltrúum borgarinnar við gerð frumdragaskýrslu Borgarlínu og hefur í kjölfarið haft þau verkefni sem tengjast skipulagsgerð Borgarlínu á sinni könnu. Birkir hefur tekið virkan þátt í opinberri umræðu um skipulagsmál borgarinnar á síðustu árum, skrifað greinar, byggt tímabundnar innsetningar í miðborginni og var um stund meðþáttarstjórnandi í hlaðvarpinu Aðförin sem fjallaði um arkitektúr og skipulagsmál,“ segir í tilkynningunni. Birkir er giftur Steinunni Björg Hrólfsdóttur fatahönnuði og eiganda fataverslunarinnar Andrá Reykjavík. Þau eiga 3 börn, Fanney Ingu 16 ára, Áróru Ester 5 ára og Hrólf Breka 1 árs. Framboðsyfirlýsing: Kæru vinir, Eins og þið vitið flest hef ég undanfarin ár lifað og hrærst í skipulagsmálum borgarinnar enda einlæg sannfæring mín að á þeim vettvangi sé lagður grunnur að mikilvægustu úrlausnarefnum samtímans. Á síðustu árum hafa verið stigin mörg jákvæð skref í þróun borgarinnar. Þétting byggðar er orðin hluti af meginstraumnum, Borgarlínan er komin á góðan rekspöl og nýtt aðalskipulag Reykjavíkur til ársins 2040 setur metnaðarfullan tón til næstu ára um uppbyggingu borgarinnar. Ég hef mikla trú á þeim merkilegu og mikilvægu verkefnum sem framundan eru og hef áhuga á að leggja mitt af mörkum við að fylgja þeim eftir. Ég hef því ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Stefni ég þar á 5. sæti listans. Það væri frábært að fá stuðning ykkar allra í þeirri baráttu en ég er líka alltaf tilbúinn að taka umræðuna um ágæti og mikilvægi Borgarlínunnar við ykkur sem enn efist ;) Ég trúi því að næsti áratugur verði áratugur Reykjavíkur. Mikið uppbyggingarskeið er framundan og ef vel tekst til mun íbúum, fyrirtækjum og gestum borgarinnar fjölga talsvert samhliða auknum borgarbrag. Mikilli uppbyggingu fylgir mikil ábyrgð og vil ég taka þátt í að tryggja að fyrirhuguð uppbygging verði á forsendum loftslagsmála, jöfnuðar og gæðum borgarumhverfisins. Við eigum að vera óhrædd við halda áfram á sömu braut og taka slaginn. Mikilvægum breytingum fylgja átök og við þurfum að hafa hugrekki til að fylgja þeim verkefnum eftir alla leið. Við verðum að ganga skýrt áfram í þá átt að losa okkur undan álögum einkabílsins. Skiptir Borgarlínan þar lykilmáli en tryggja þarf að verkefnið verði framkvæmt af sama metnaði og settur hefur verið í undirbúning framkvæmdarinnar. Við þurfum að stórbæta öryggi gangandi og hjólandi, setja þessa hópa í forgang, og já, stundum mun það kalla á að ákveðna aðför að einkabílnum. Við þurfum að tryggja fjölbreytta búsetukosti og gæta þess að í nýjum hverfum verði einnig íbúðir fyrir tekjulægri hópa. Í eldri hverfum eigum við að styðja við heilbrigða endurnýjun umhverfisins. Allt snýr þetta að sjálfbærni einstakra borgarhluta og borgarinnar í heild sinni en ég trúi einnig að þessar aðgerðir snúi að gæðum byggðarinnar. Þar sem er jafnt aðgengi, fjölbreytt mann- og dýralíf, gróður og gróska er gott að vera. Ég hef mikinn metnað fyrir hönd borgarinnar og tel okkur í dauðafæri á að byggja hér upp spennandi og fjölbreytt borgarsamfélag. Við eigum að leyfa okkur að hugsa stórt en einnig þora að fylgja eftir mikilvægum og flóknum verkefnum. Listinn er langur en tækifærið er núna til að gera breytingar sem skipta máli til langrar og grænni framtíðar, því meiri borg er betri borg. Með kveðju, Birkir Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Í tilkyninngu segir að Birkir sé 35 ára fjölskyldufaðir búsettur í Háaleitis- og Bústaðahverfi og menntaður arkitekt. „Birkir hefur síðustu þrjú ár starfað sem verkefnastjóri hjá borgarskipulagi Reykjavíkur. Þar hefur hann tekið þátt í þróun skipulags á stórum og litlum uppbyggingarsvæðum í borginni. Hann var annar af tveimur fulltrúum borgarinnar við gerð frumdragaskýrslu Borgarlínu og hefur í kjölfarið haft þau verkefni sem tengjast skipulagsgerð Borgarlínu á sinni könnu. Birkir hefur tekið virkan þátt í opinberri umræðu um skipulagsmál borgarinnar á síðustu árum, skrifað greinar, byggt tímabundnar innsetningar í miðborginni og var um stund meðþáttarstjórnandi í hlaðvarpinu Aðförin sem fjallaði um arkitektúr og skipulagsmál,“ segir í tilkynningunni. Birkir er giftur Steinunni Björg Hrólfsdóttur fatahönnuði og eiganda fataverslunarinnar Andrá Reykjavík. Þau eiga 3 börn, Fanney Ingu 16 ára, Áróru Ester 5 ára og Hrólf Breka 1 árs. Framboðsyfirlýsing: Kæru vinir, Eins og þið vitið flest hef ég undanfarin ár lifað og hrærst í skipulagsmálum borgarinnar enda einlæg sannfæring mín að á þeim vettvangi sé lagður grunnur að mikilvægustu úrlausnarefnum samtímans. Á síðustu árum hafa verið stigin mörg jákvæð skref í þróun borgarinnar. Þétting byggðar er orðin hluti af meginstraumnum, Borgarlínan er komin á góðan rekspöl og nýtt aðalskipulag Reykjavíkur til ársins 2040 setur metnaðarfullan tón til næstu ára um uppbyggingu borgarinnar. Ég hef mikla trú á þeim merkilegu og mikilvægu verkefnum sem framundan eru og hef áhuga á að leggja mitt af mörkum við að fylgja þeim eftir. Ég hef því ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Stefni ég þar á 5. sæti listans. Það væri frábært að fá stuðning ykkar allra í þeirri baráttu en ég er líka alltaf tilbúinn að taka umræðuna um ágæti og mikilvægi Borgarlínunnar við ykkur sem enn efist ;) Ég trúi því að næsti áratugur verði áratugur Reykjavíkur. Mikið uppbyggingarskeið er framundan og ef vel tekst til mun íbúum, fyrirtækjum og gestum borgarinnar fjölga talsvert samhliða auknum borgarbrag. Mikilli uppbyggingu fylgir mikil ábyrgð og vil ég taka þátt í að tryggja að fyrirhuguð uppbygging verði á forsendum loftslagsmála, jöfnuðar og gæðum borgarumhverfisins. Við eigum að vera óhrædd við halda áfram á sömu braut og taka slaginn. Mikilvægum breytingum fylgja átök og við þurfum að hafa hugrekki til að fylgja þeim verkefnum eftir alla leið. Við verðum að ganga skýrt áfram í þá átt að losa okkur undan álögum einkabílsins. Skiptir Borgarlínan þar lykilmáli en tryggja þarf að verkefnið verði framkvæmt af sama metnaði og settur hefur verið í undirbúning framkvæmdarinnar. Við þurfum að stórbæta öryggi gangandi og hjólandi, setja þessa hópa í forgang, og já, stundum mun það kalla á að ákveðna aðför að einkabílnum. Við þurfum að tryggja fjölbreytta búsetukosti og gæta þess að í nýjum hverfum verði einnig íbúðir fyrir tekjulægri hópa. Í eldri hverfum eigum við að styðja við heilbrigða endurnýjun umhverfisins. Allt snýr þetta að sjálfbærni einstakra borgarhluta og borgarinnar í heild sinni en ég trúi einnig að þessar aðgerðir snúi að gæðum byggðarinnar. Þar sem er jafnt aðgengi, fjölbreytt mann- og dýralíf, gróður og gróska er gott að vera. Ég hef mikinn metnað fyrir hönd borgarinnar og tel okkur í dauðafæri á að byggja hér upp spennandi og fjölbreytt borgarsamfélag. Við eigum að leyfa okkur að hugsa stórt en einnig þora að fylgja eftir mikilvægum og flóknum verkefnum. Listinn er langur en tækifærið er núna til að gera breytingar sem skipta máli til langrar og grænni framtíðar, því meiri borg er betri borg. Með kveðju, Birkir
Framboðsyfirlýsing: Kæru vinir, Eins og þið vitið flest hef ég undanfarin ár lifað og hrærst í skipulagsmálum borgarinnar enda einlæg sannfæring mín að á þeim vettvangi sé lagður grunnur að mikilvægustu úrlausnarefnum samtímans. Á síðustu árum hafa verið stigin mörg jákvæð skref í þróun borgarinnar. Þétting byggðar er orðin hluti af meginstraumnum, Borgarlínan er komin á góðan rekspöl og nýtt aðalskipulag Reykjavíkur til ársins 2040 setur metnaðarfullan tón til næstu ára um uppbyggingu borgarinnar. Ég hef mikla trú á þeim merkilegu og mikilvægu verkefnum sem framundan eru og hef áhuga á að leggja mitt af mörkum við að fylgja þeim eftir. Ég hef því ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Stefni ég þar á 5. sæti listans. Það væri frábært að fá stuðning ykkar allra í þeirri baráttu en ég er líka alltaf tilbúinn að taka umræðuna um ágæti og mikilvægi Borgarlínunnar við ykkur sem enn efist ;) Ég trúi því að næsti áratugur verði áratugur Reykjavíkur. Mikið uppbyggingarskeið er framundan og ef vel tekst til mun íbúum, fyrirtækjum og gestum borgarinnar fjölga talsvert samhliða auknum borgarbrag. Mikilli uppbyggingu fylgir mikil ábyrgð og vil ég taka þátt í að tryggja að fyrirhuguð uppbygging verði á forsendum loftslagsmála, jöfnuðar og gæðum borgarumhverfisins. Við eigum að vera óhrædd við halda áfram á sömu braut og taka slaginn. Mikilvægum breytingum fylgja átök og við þurfum að hafa hugrekki til að fylgja þeim verkefnum eftir alla leið. Við verðum að ganga skýrt áfram í þá átt að losa okkur undan álögum einkabílsins. Skiptir Borgarlínan þar lykilmáli en tryggja þarf að verkefnið verði framkvæmt af sama metnaði og settur hefur verið í undirbúning framkvæmdarinnar. Við þurfum að stórbæta öryggi gangandi og hjólandi, setja þessa hópa í forgang, og já, stundum mun það kalla á að ákveðna aðför að einkabílnum. Við þurfum að tryggja fjölbreytta búsetukosti og gæta þess að í nýjum hverfum verði einnig íbúðir fyrir tekjulægri hópa. Í eldri hverfum eigum við að styðja við heilbrigða endurnýjun umhverfisins. Allt snýr þetta að sjálfbærni einstakra borgarhluta og borgarinnar í heild sinni en ég trúi einnig að þessar aðgerðir snúi að gæðum byggðarinnar. Þar sem er jafnt aðgengi, fjölbreytt mann- og dýralíf, gróður og gróska er gott að vera. Ég hef mikinn metnað fyrir hönd borgarinnar og tel okkur í dauðafæri á að byggja hér upp spennandi og fjölbreytt borgarsamfélag. Við eigum að leyfa okkur að hugsa stórt en einnig þora að fylgja eftir mikilvægum og flóknum verkefnum. Listinn er langur en tækifærið er núna til að gera breytingar sem skipta máli til langrar og grænni framtíðar, því meiri borg er betri borg. Með kveðju, Birkir
Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira