Líkami Gareth Bale hefur allur minnkað á fimm mánuðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 11:31 Gareth Bale hefur ekki komið við sögu í mörgum leikjum Real Madrid á leiktíðinni. Getty/David S. Bustamante Gareth Bale var einu sinni dýrasti og einn allra besti knattspyrnumaður heims. Hann er enn bara 32 ára gamall en síðustu ár hafa ekki verið honum hagstæð inn á fótboltavellinum. Það var samt frekar sjokkerandi fyrir aðdáendur hans að sjá nýjar myndir af honum á æfingu með Real Madrid. Það er ekki nóg með að Bale hljóp um með súrefnisgrímu yfir andlitinu þá tóku menn fljótt eftir að hann hafði allur grennst og misst gríðarlega mikinn vöðvamassa af bæði fótum og upphandleggjum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Þetta má vel sjá á myndum sem ESPN birti og eru hér fyrir neðan. Það munar bara fimm mánuðum á þessum myndum. Það fer ekkert fram hjá neinum að hinir kraftmiklu fætur Bale heyra nú nánast sögunni til og í þessu ástandi treystir maður honum varla til að fara í alvöru tæklingu ætli hann ekki að meiða sig. Bale hefur gengið í gegnum ýmislegt á þessu tímabili og hefur aðeins spilað samtals þrjá leiki og í 193 mínútur á öllu tímabilinu. Hann hóf leiktíðina meiddur á hné, meiddist svo á kálfa, fékk svo kórónuveiruna og hefur undanfarið verið meiddur á baki. Bale hefur verið á bekknum í síðustu leikjum Real Madrid en hefur ekki komið sögu í þeim. Orðrómur var um að Bale ætlaði að leggja skóna á hilluna í vor ef Wales kæmist ekki á HM í Katar. Wales mætir Austurríki og svo sigurvegaranum úr leik Skotlands og Úkráinu í baráttunni um eitt laust sæti á HM. Bale skrifaði undir sex ára samning við Real Madrid í september 2013 og svo annan langan samning í október 2016. Sá samningur rennur út í júnílok í sumar. Bale hefur haldið það út að vera hjá Real Madrid undanfarin ár án þess að fá mikið að spila en auk þess að vera mikið meiddur þá var hann ekki inni í myndinni hjá Zinedine Zidane. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Sjá meira
Það var samt frekar sjokkerandi fyrir aðdáendur hans að sjá nýjar myndir af honum á æfingu með Real Madrid. Það er ekki nóg með að Bale hljóp um með súrefnisgrímu yfir andlitinu þá tóku menn fljótt eftir að hann hafði allur grennst og misst gríðarlega mikinn vöðvamassa af bæði fótum og upphandleggjum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Þetta má vel sjá á myndum sem ESPN birti og eru hér fyrir neðan. Það munar bara fimm mánuðum á þessum myndum. Það fer ekkert fram hjá neinum að hinir kraftmiklu fætur Bale heyra nú nánast sögunni til og í þessu ástandi treystir maður honum varla til að fara í alvöru tæklingu ætli hann ekki að meiða sig. Bale hefur gengið í gegnum ýmislegt á þessu tímabili og hefur aðeins spilað samtals þrjá leiki og í 193 mínútur á öllu tímabilinu. Hann hóf leiktíðina meiddur á hné, meiddist svo á kálfa, fékk svo kórónuveiruna og hefur undanfarið verið meiddur á baki. Bale hefur verið á bekknum í síðustu leikjum Real Madrid en hefur ekki komið sögu í þeim. Orðrómur var um að Bale ætlaði að leggja skóna á hilluna í vor ef Wales kæmist ekki á HM í Katar. Wales mætir Austurríki og svo sigurvegaranum úr leik Skotlands og Úkráinu í baráttunni um eitt laust sæti á HM. Bale skrifaði undir sex ára samning við Real Madrid í september 2013 og svo annan langan samning í október 2016. Sá samningur rennur út í júnílok í sumar. Bale hefur haldið það út að vera hjá Real Madrid undanfarin ár án þess að fá mikið að spila en auk þess að vera mikið meiddur þá var hann ekki inni í myndinni hjá Zinedine Zidane.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Sjá meira