Innlent

Lofa hálfri milljón í fundar­­laun fyrir vél­sleða

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Vélsleðarnir eru af tegund Ski-Doo Freeride Turbo og Ski-Doo Backcountry XRS.
Vélsleðarnir eru af tegund Ski-Doo Freeride Turbo og Ski-Doo Backcountry XRS. Facebook/Ellingsen

Verslunin Ellingsen lofar ríflegum fundarlaunum til þess sem veitt getur upplýsingar um stolna vélsleða. Sleðunum var stolið af lóð verslunarinnar á Fiskislóð úti á Granda í Reykjavík í gær. 

Vélsleðarnir eru glænýir og Ellingsen hyggst veita þeim sem gefur upplýsingar sem leiða til þess að sleðarnir finnist 250.000 krónur í fundarlaun. Leiði upplýsingarnar til þess að þjófarnir finnist líka heitir verslunin 500.000 krónum í fundarlaun.

Sleðarnir eru af tegund Ski-Doo Freeride Turbo og Ski-Doo Backcountry XRS og þeir sem upplýsingar kunna að hafa um málið er bent á að hafa samband við Lögreglu í síma 800-5005. Þá er einnig hægt að senda tölvupóst með ábendingum á BRP@Ellingsen.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×