Skoraði, lagði upp og sá rautt er Barcelona lagði Spánarmeistara Atlético Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2022 17:15 Dani Alves fagnar ásamt Jordi Alba, Ronald Araújo og Frenkie de Jong. EPA-EFE/Alejandro Garcia Brasilíski hægri bakvörðurinn Dani Alves var svo sannarlega allt í öllu er Barcelona vann mikilvægan 4-2 sigur á Spánarmeisturum Atlético Madríd í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í dag. Lærisveinar Xavi Hernández eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð og þurftu nauðsynlega á sigri þegar Spánarmeistarar Atl. Madríd heimsóttu nývang í dag. Það má með sanni segja að gamla brýnið Dani Alves hafi verið allt í öllu hjá heimamönnum en það var annað gamalt brýni – fyrrum Börsungurinn Luis Suárez – sem átti stóran þátt í að gestirnir frá Madríd náðu forystunni í dag. Úrúgvæinn átti frábæra sendingu inn fyrir vörn heimamanna og Yannick Carrasco gat ekki annað en skorað. Meistararnir voru þó ekki lengi í paradís en tveimur mínútum síðar lagði Alves boltann á hinn bakvörð Börsunga, Jordi Alba, sem skoraði með frábæru skoti. Staðan orðin 1-1 eftir aðeins tíu mínútna leik. Dani Alves assisting a Jordi Alba wondergoal.Still got it pic.twitter.com/psvwPePXoK— B/R Football (@brfootball) February 6, 2022 Rúmum tíu mínútum síðar óð Adama Traoré upp hægri vænginn. Hann lyfti boltanum svo inn á teig þar sem hinn smávaxni Gavi skallaði boltann af öllu afli í netið og staðan orðin 2-1 heimamönnum í vil. João Félix fékk dauðafæri til að jafna metin skömmu síðar en Marc-Andre ter Stegen varði meistaralega í markinu. Það var svo skömmu fyrir lok fyrri hálfleik sem heimamenn komust í 3-1. Áðurnefndur Suárez braut klaufalega af sér og heimamenn fengu aukaspyrnu. Ferrán Torres lyfti boltanum inn á teig, hann féll fyrir fætur miðvarðarins Ronald Araújo sem skoraði af öryggi og heimamenn tveimur mörkum yfir í hálfleik. Dani Alves. That's it, that's the tweet. #LaLigaFanCam | #BarçaAtleti pic.twitter.com/O494RJidx8— LaLigaTV (@LaLigaTV) February 6, 2022 Það var svo Dani Alves sem gerði út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks þegar frábært skot hans fyrir utan teig söng í netinu. Staðan orðin 4-1 en það átti þó nóg eftir að gerast. Suárez minnkaði muninn skömmu síðar og á 69. mínútu fékk Dani Alves beint rautt spjald og heimamenn því tíu það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök og Barcelona vann 4-2 sigur í einkar fjörugum leik. Sigurinn lyftir Börsungum upp fyrir Atl. Madríd í töflunni. A game that lived up to its billing. Don't miss highlights from a #BarçaAtleti thriller! #LaLigaTV pic.twitter.com/Qh3BvwEl8Q— LaLigaTV (@LaLigaTV) February 6, 2022 Barcelona nú í 4. sæti með 38 stig eftir 22 leiki, 12 stigum minna en topplið Real Madríd. Atlético er með 36 stig í 5. sæti La Liga. Diego Simeone og Xavi Hernández á hliaðrlínunni í dag.EPA-EFE/Alejandro Garcia Spænski boltinn Fótbolti
Brasilíski hægri bakvörðurinn Dani Alves var svo sannarlega allt í öllu er Barcelona vann mikilvægan 4-2 sigur á Spánarmeisturum Atlético Madríd í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í dag. Lærisveinar Xavi Hernández eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð og þurftu nauðsynlega á sigri þegar Spánarmeistarar Atl. Madríd heimsóttu nývang í dag. Það má með sanni segja að gamla brýnið Dani Alves hafi verið allt í öllu hjá heimamönnum en það var annað gamalt brýni – fyrrum Börsungurinn Luis Suárez – sem átti stóran þátt í að gestirnir frá Madríd náðu forystunni í dag. Úrúgvæinn átti frábæra sendingu inn fyrir vörn heimamanna og Yannick Carrasco gat ekki annað en skorað. Meistararnir voru þó ekki lengi í paradís en tveimur mínútum síðar lagði Alves boltann á hinn bakvörð Börsunga, Jordi Alba, sem skoraði með frábæru skoti. Staðan orðin 1-1 eftir aðeins tíu mínútna leik. Dani Alves assisting a Jordi Alba wondergoal.Still got it pic.twitter.com/psvwPePXoK— B/R Football (@brfootball) February 6, 2022 Rúmum tíu mínútum síðar óð Adama Traoré upp hægri vænginn. Hann lyfti boltanum svo inn á teig þar sem hinn smávaxni Gavi skallaði boltann af öllu afli í netið og staðan orðin 2-1 heimamönnum í vil. João Félix fékk dauðafæri til að jafna metin skömmu síðar en Marc-Andre ter Stegen varði meistaralega í markinu. Það var svo skömmu fyrir lok fyrri hálfleik sem heimamenn komust í 3-1. Áðurnefndur Suárez braut klaufalega af sér og heimamenn fengu aukaspyrnu. Ferrán Torres lyfti boltanum inn á teig, hann féll fyrir fætur miðvarðarins Ronald Araújo sem skoraði af öryggi og heimamenn tveimur mörkum yfir í hálfleik. Dani Alves. That's it, that's the tweet. #LaLigaFanCam | #BarçaAtleti pic.twitter.com/O494RJidx8— LaLigaTV (@LaLigaTV) February 6, 2022 Það var svo Dani Alves sem gerði út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks þegar frábært skot hans fyrir utan teig söng í netinu. Staðan orðin 4-1 en það átti þó nóg eftir að gerast. Suárez minnkaði muninn skömmu síðar og á 69. mínútu fékk Dani Alves beint rautt spjald og heimamenn því tíu það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök og Barcelona vann 4-2 sigur í einkar fjörugum leik. Sigurinn lyftir Börsungum upp fyrir Atl. Madríd í töflunni. A game that lived up to its billing. Don't miss highlights from a #BarçaAtleti thriller! #LaLigaTV pic.twitter.com/Qh3BvwEl8Q— LaLigaTV (@LaLigaTV) February 6, 2022 Barcelona nú í 4. sæti með 38 stig eftir 22 leiki, 12 stigum minna en topplið Real Madríd. Atlético er með 36 stig í 5. sæti La Liga. Diego Simeone og Xavi Hernández á hliaðrlínunni í dag.EPA-EFE/Alejandro Garcia
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti