Overmars hættur hjá Ajax vegna dónaskilaboða sem hann sendi samstarfskonum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2022 07:30 Marc Overmars þarf að finna sér nýtt starf. getty/Marcel ter Bals Marc Overmars er hættur sem yfirmaður knattpyrnumála hjá Hollandsmeisturum Ajax eftir að upp komst að hann sendi samstarfskonum sínum hjá félaginu óviðeigandi skilaboð. Ajax sendi frá sér yfirlýsingu í gær að Overmars hefði komist að þeirri niðurstöðu að hætta hjá félaginu eftir samtöl við stjórn þess og stjórnarformanninn Edwin van der Sar. „Ég skammast mín. Í síðustu viku var mér bent á framkomu mína og hvaða áhrif hún hafði á aðra. Því miður áttaði ég mig ekki á því að ég hefði farið yfir strikið en mér var gerð grein fyrir því. Skyndilega fann ég fyrir mikilli þörf til að biðjast afsökunar,“ sagði Overmars sem gengdi starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Ajax í áratug. „Fyrir einhvern í þessari stöðu er svona framkomu óásættanleg. Ég sé það núna. En það er of seint og sé engan annan kost í stöðunni en að segja af mér.“ Leen Meijaard, sem situr í stjórn Ajax, segir að enginn annar kostur hafi verið í stöðunni. „Þetta er dramatísk staða fyrir alla sem að þessu koma. Þetta er hræðilegt fyrir konurnar sem þurftu að glíma við þetta,“ sagði Meijaard. „Marc er besti yfirmaður knattspyrnumála sem við höfum haft og þess vegna gerðum við nýjan og betri samning við hann. En því miður fór hann yfir strikið og því var ekki möguleiki fyrir hann að halda áfram eins og hann gerði sér sjálfur grein fyrir.“ Overmars lék sjálfur með Ajax og varð Evrópumeistari með liðinu 1995. Hann lék seinna með Arsenal og Barcelona. Hollenski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Sjá meira
Ajax sendi frá sér yfirlýsingu í gær að Overmars hefði komist að þeirri niðurstöðu að hætta hjá félaginu eftir samtöl við stjórn þess og stjórnarformanninn Edwin van der Sar. „Ég skammast mín. Í síðustu viku var mér bent á framkomu mína og hvaða áhrif hún hafði á aðra. Því miður áttaði ég mig ekki á því að ég hefði farið yfir strikið en mér var gerð grein fyrir því. Skyndilega fann ég fyrir mikilli þörf til að biðjast afsökunar,“ sagði Overmars sem gengdi starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Ajax í áratug. „Fyrir einhvern í þessari stöðu er svona framkomu óásættanleg. Ég sé það núna. En það er of seint og sé engan annan kost í stöðunni en að segja af mér.“ Leen Meijaard, sem situr í stjórn Ajax, segir að enginn annar kostur hafi verið í stöðunni. „Þetta er dramatísk staða fyrir alla sem að þessu koma. Þetta er hræðilegt fyrir konurnar sem þurftu að glíma við þetta,“ sagði Meijaard. „Marc er besti yfirmaður knattspyrnumála sem við höfum haft og þess vegna gerðum við nýjan og betri samning við hann. En því miður fór hann yfir strikið og því var ekki möguleiki fyrir hann að halda áfram eins og hann gerði sér sjálfur grein fyrir.“ Overmars lék sjálfur með Ajax og varð Evrópumeistari með liðinu 1995. Hann lék seinna með Arsenal og Barcelona.
Hollenski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Sjá meira