Arnar Daði: Það verður hræðilegt að klippa þennan leik. Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. febrúar 2022 23:46 Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, leið hræðilega eftir leik. Vísir/Hulda Margrét Í kvöld lauk leik Fram og Gróttu í Olís-deild karla í handbolta. Fram sigraði leikinn 29-27, en hann var æsispennandi á lokakaflanum. Með tapinu færist Grótta enn fjær frá sæti í úrslitakeppninni, en þetta var gullið tækifæri fyrir þá til að nálgast það sæti. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu leið hræðilega eftir leik sinna manna í kvöld. „Bara eitthvað sem er hræðilegt sko. Veit ekki hvaða lýsingarorð ég get komið með. Tilfinningin er ömurleg sko“. Klikk úr dauðafærum í fyrri hálfleik voru dýrkeypt fyrir leikmenn Gróttu í kvöld. „Ég held að það hafi séð allir sem voru á vellinum að færa nýtingin í fyrri hálfleik bara fór með þennan leik sko. Ég ætla ekki að segja að við vorum frábærir í fyrri hálfleik, við vorum ömurlegir en gerðum samt allt sem við þurftum nema að skora úr þessum dauðafærum. Ég held við klikkum hátt í átta dauðafærum. Á meðan þeir eru bara í basli að skora, eru að skora fyrir utan og Einar Baldvin (markvörður Gróttu) klukkaði ekki nægilega marga bolta og vörnin átti aðeins inni. En þú veist ég veit ekki hversu oft hendin fór upp hjá þeim og svo voru þeir náttúrulega að skora eitt til tvö hraðaupphlaupsmörk eftir að við klikkum dauðafærum. Færanýtingin í fyrri hálfleik fór bara algjörlega með þetta.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur með frammistöðu sinna leikmanna eftir leik hafði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu þetta að segja. „Nei, bara als ekki. Handbolti snýst um að skora mörk til dæmis. Það verður hræðilegt að klippa þennan leik. Maður getur undirbúið liðið, sko ég veit ekki hvað mikið og séð hvar Framararnir eru veikir en þegar menn geta ekki skorað síðan úr dauðafærum þá snýst þetta um eitthvað allt annað. Ég veit ekki af hverju, Lalli (Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram) var bara frábær. En hann er að koma hérna inn eftir hálft ár í meiðslum. Þetta er alveg gjörsamlega með ólíkindum hvernig hann gat bara slátrað okkar mönnum í dauðafærum. Það verður hræðilegt að fara sofa í kvöld, ég skal bara segja þér það. Þetta var algjör úrslita leikur fyrir okkur og að tapa tvívegis á móti Fram með einu marki og svo tveimur, þetta verða tveir leikir sem við munum kíkja á þega tímabilinu lýkur“. Grótta átti að leika við Aftureldingu um komandi helgi, en Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu tilkynnti í viðtalinu að þeim leik hefur verið frestað. Arnari Daða Arnarssyni er ekki skemmt hvað faraldurinn er að hafa slæm áhrif á sitt lið. „Það er bara sagan endalausa. Ég fékk símtal fyrir leik, að þeim leik verður frestað. Þannig að þetta er sjötti leikurinn okkar sem frestast á tímabilinu. Þetta er náttúrulega gjörsamlega óþolandi og ég bara sárvorkenni mínum strákum að þurfa að vera í þessu helvíti. Þetta eru strákar sem eru að fá klink og aura fyrir þetta, að djöflast og æfa allt helvítis árið og riðlar hverju vikuplaninu á fætur öðru. Ég veit ekki hvenær næsti leikur verður, þetta er bara hundleiðinlegt“. Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 29-27 | Heimamenn tóku mikilvæg stig á lokamínútunum Í kvöld fór fram frestaður leikur Fram og Gróttu í Olís-deildar karla í Framhúsinu í Safamýrinni. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðastliðinn laugardag. Lauk leiknum í kvöld með sigri naumum sigri heimamanna í Fram, lokatölur 29-27. 8. febrúar 2022 21:51 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu leið hræðilega eftir leik sinna manna í kvöld. „Bara eitthvað sem er hræðilegt sko. Veit ekki hvaða lýsingarorð ég get komið með. Tilfinningin er ömurleg sko“. Klikk úr dauðafærum í fyrri hálfleik voru dýrkeypt fyrir leikmenn Gróttu í kvöld. „Ég held að það hafi séð allir sem voru á vellinum að færa nýtingin í fyrri hálfleik bara fór með þennan leik sko. Ég ætla ekki að segja að við vorum frábærir í fyrri hálfleik, við vorum ömurlegir en gerðum samt allt sem við þurftum nema að skora úr þessum dauðafærum. Ég held við klikkum hátt í átta dauðafærum. Á meðan þeir eru bara í basli að skora, eru að skora fyrir utan og Einar Baldvin (markvörður Gróttu) klukkaði ekki nægilega marga bolta og vörnin átti aðeins inni. En þú veist ég veit ekki hversu oft hendin fór upp hjá þeim og svo voru þeir náttúrulega að skora eitt til tvö hraðaupphlaupsmörk eftir að við klikkum dauðafærum. Færanýtingin í fyrri hálfleik fór bara algjörlega með þetta.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur með frammistöðu sinna leikmanna eftir leik hafði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu þetta að segja. „Nei, bara als ekki. Handbolti snýst um að skora mörk til dæmis. Það verður hræðilegt að klippa þennan leik. Maður getur undirbúið liðið, sko ég veit ekki hvað mikið og séð hvar Framararnir eru veikir en þegar menn geta ekki skorað síðan úr dauðafærum þá snýst þetta um eitthvað allt annað. Ég veit ekki af hverju, Lalli (Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram) var bara frábær. En hann er að koma hérna inn eftir hálft ár í meiðslum. Þetta er alveg gjörsamlega með ólíkindum hvernig hann gat bara slátrað okkar mönnum í dauðafærum. Það verður hræðilegt að fara sofa í kvöld, ég skal bara segja þér það. Þetta var algjör úrslita leikur fyrir okkur og að tapa tvívegis á móti Fram með einu marki og svo tveimur, þetta verða tveir leikir sem við munum kíkja á þega tímabilinu lýkur“. Grótta átti að leika við Aftureldingu um komandi helgi, en Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu tilkynnti í viðtalinu að þeim leik hefur verið frestað. Arnari Daða Arnarssyni er ekki skemmt hvað faraldurinn er að hafa slæm áhrif á sitt lið. „Það er bara sagan endalausa. Ég fékk símtal fyrir leik, að þeim leik verður frestað. Þannig að þetta er sjötti leikurinn okkar sem frestast á tímabilinu. Þetta er náttúrulega gjörsamlega óþolandi og ég bara sárvorkenni mínum strákum að þurfa að vera í þessu helvíti. Þetta eru strákar sem eru að fá klink og aura fyrir þetta, að djöflast og æfa allt helvítis árið og riðlar hverju vikuplaninu á fætur öðru. Ég veit ekki hvenær næsti leikur verður, þetta er bara hundleiðinlegt“.
Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 29-27 | Heimamenn tóku mikilvæg stig á lokamínútunum Í kvöld fór fram frestaður leikur Fram og Gróttu í Olís-deildar karla í Framhúsinu í Safamýrinni. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðastliðinn laugardag. Lauk leiknum í kvöld með sigri naumum sigri heimamanna í Fram, lokatölur 29-27. 8. febrúar 2022 21:51 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 29-27 | Heimamenn tóku mikilvæg stig á lokamínútunum Í kvöld fór fram frestaður leikur Fram og Gróttu í Olís-deildar karla í Framhúsinu í Safamýrinni. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðastliðinn laugardag. Lauk leiknum í kvöld með sigri naumum sigri heimamanna í Fram, lokatölur 29-27. 8. febrúar 2022 21:51
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti