Sextán ára stelpa deildi þremur óviðeigandi skilaboðum sem Daði sendi henni á Twitter. Þar sagði fyrst „Ert vitlaus“, svo „þykjast eins og þú vilt ekki eldri stráka“ og loks „ég bý einn, komdu“.
Færslan vakti mikla athygli og fjölmargar aðrar stelpur greindu í kjölfarið frá því að Daði hefði áreitt þær með ósæmilegum skilaboðum.
ætla bara skilja þetta eftir hér :)
— Emma splidt (@emmmjaa) February 7, 2022
hann er 23 ára ég er 16 ára pic.twitter.com/nEsTahxBVt
Knattspyrnudeild FH hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar er framkoma Daða fordæmd. Þá segir að hann sé kominn í leyfi frá félaginu að eigin ósk. Hann ætli að vinna í sínum málum og FH muni styðja hann í þeirri viðleitni.
Yfirlýsing FH
Knattspyrnudeild FH er meðvituð um umræðuna sem hefur skapast um ósæmilega hegðun eins leikmanns félagsins og fordæmir hana. Leikmaðurinn hefur nú, að eigin ósk, beðið um tímabundið leyfi frá æfingum og keppni til að fá ráðrúm til að vinna í sínum málum. Félagið hefur orðið við þeirri beiðni og ætlar að styðja við leikmanninn í þeirri vinnu.
Daði, sem er 23 ára, hefur verið samningsbundinn FH síðan 2016. Hann var aðalmarkvörður liðsins stærstan hluta tímabilsins 2019. Í fyrra lék hann sem lánsmaður með Þór í Lengjudeildinni.