Innlent

Björn vill þriðja sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Björn Gíslason borgarfulltrúi gefur kost á sér í þriðja sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Björn Gíslason borgarfulltrúi gefur kost á sér í þriðja sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Vísir/Vilhelm

Björn Gíslason, borgarfulltrúi og formaður Fylkis, gefur kost á sér í þriðja sæti lista Sjálfstæðisflokksins í próofkjöri fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.  

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Birni. Björn er trésmiður að mennt en starfaði lengi vel hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og var framkvæmdastjóri SHS fasteigna, dótturfélags slökkviliðsins. 

Á þessu kjörtímabili hefur Björn setið í menningar-, íþrótta og tómstundaráði og öldungaráði Reykjavíkur. Þá situr hann í umhverfis- og heilbrigðisráði, Innkaupa- og framkvæmdaráði, íbúaráði Árbæjar og Norðlingaholts og er varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Þar að auki situr hann í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og leigufélagsins Bríet. 

Hann segir í tilkynningu að áherslumál hans liggi á sviði samganga og auknu lóðaframboði. Húsnæðisverð haldi áfram að hækka þrátt fyrir vaxtahækkanir, framboð af íbúðum hafi minnkað hratt og sé 70% minna en fyrir ári síðan. 

Hann segist jafnframt vilja beita sér fyrir auknu aðgengi barna og ungmenna að íþrótta- og tómstundastarfi með þátttöku borgarinnar. Jafnframt sé mikilvægt að lýðheils og lífsgæði eldri borgara séu í fyrirrúmi en stuðla verði að aðgengi aldraðra að skipulagðri íþróttastarfsemi. 

Þá leggi hann enn fremur áherslu á að í leik- og grunnskóla verði nám sem hæfi öllum og fjölbreytni í skólastarfi. Fleiri valkostir verði í boði þegar komi að námsleiðum og fjölbreytt rekstrarform skóla. Umgjörð skólastarfs verði í nútímalegu formi og umhverfi þess tryggt með fullnægjandi viðhaldi á skólahúsnæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×