Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Tilkynntum nauðgunum fjölgaði um ríflega þriðjung á milli ára samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. 61 prósent kynferðisbrota tengjast börnum og hefur hlutfallið ekki verið hærra í fimm ár. Langstærstur hluti þeirra er á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mikið álag er á starfsfólki kynferðisbrotadeildar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands. Við ræðum við utanríkisráðherra um stöðuna.

Yfir hundrað þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi. Þrátt fyrir að það hylli undir hjarðónæmi og afléttingar hafi verið boðaðar segir sóttvarnalæknir óvíst hvort heilbrigðiskerfið þoli meiri tilslakanir að sinni. Fjallað verður nána um málið í kvöldfréttum.

Þá kynnum við okkur komandi prófkjör helgarinnar, kíkjum á leikhúsuppfærslu nemenda á Laugarvatni á sígildu kvikmyndinni Stellu í orlofi og verðum í beinni útsendingu frá Bláfjöllum þar sem brekkurnar hafa verið troðfullar í góðu skíðafæri í dag.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×