Tíska og hönnun

Segja um­hverfið og út­sýnið vera sér­stöðu Skógar­baðanna

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Svona er áætlað að Skógarböðin komi til með að líta út.
Svona er áætlað að Skógarböðin komi til með að líta út. Basalt Architects

Bandaríski fjölmiðillinn CNN fjallaði í dag um Skógarböðin sem fyrirhugað er að opni í Vaðlaskógi við Akureyri innan skamms. Vatni var veitt í böðin í fyrsta sinn nú um helgina og aðstandendur baðanna segja að opnað verði innan skamms.

Í umfjöllun á ferðavef CNN er fjallað um böðin og hönnun þeirra. Þar segir meðal annars að þau séu keimlík öðrum jarðböðum sem ferðamenn á Íslandi eigi að venjast, en að útsýnið og umhverfið setji þau hins vegar í sérflokk.

Búist er við að böðin opni í apríl en hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um þau frá því síðasta haust.

CNN ræddi við hjónin Sigríði Maríu Hammer og Finn Aðalbjörnsson sem standa að Skógarböðunum. Meðal annars er haft eftir þeim að þau hafi viljað bjóða ferðamönnum norður í landi upp á meira til að skoða í nágrenni Akureyrar, og gefa þeim þannig ástæðu til að staldra lengur við en ella.


Tengdar fréttir

Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins

Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×