Haukur Helgi: „Skandall að þetta sé staðan“ Atli Arason skrifar 24. febrúar 2022 08:01 Haukur Helgi Pálsson í leik á móti Portúgal í Laugardalshöllinni. Vísir/Bára Dröfn Haukur Helgi Pálsson mun að öllum líkindum snúa aftur í landsliðið í kvöld þegar Ísland tekur á móti Ítalíu í undankeppni fyrir Heimsmeistaramótið í körfubolta 2023. Leikurinn í kvöld verður leikinn á undanþágu í Ólafssal en Laugardalshöllin er ekki leikfær vegna vatnsskemmda. Verður þetta þá í fyrsta skipti á ferlinum sem Haukur spilar körfubolta í Ólafssal en salurinn var vígður í apríl 2018. „Það verður gott að spila aftur á heimavelli. Það var algjörlega fáránlegt að þurfa að spila báða leikina á útivelli síðast. Ekki misskilja, Ólafssalur er frábær völlur og ekkert hægt að setja út á hann en það þarf að koma einhver almennilegur þjóðarleikvangur á næstunni. Hvort sem Laugardalshöll verður gerð upp eða það komi ný höll eða eitthvað annað. Við verðum að eiga okkar heimavöll og það er eiginlega bara skandall að þetta sé staðan,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi, aðspurður út í aðstöðuleysi landsliðsins. Ef Haukur tekur þátt í kvöld, verður þetta þá í fyrsta skipti í tæp þrjú ár sem hann spilar í bláu en hann hefur ekki leikið landsleik síðan í febrúar 2019. Síðast þegar Haukur lék landsleik voru bæði Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson í hópnum en síðan þá hefur verið mikil endurnýjun. „Það er orðið svo langt síðan ég spilaði landsleik að ég man varla hvaða treyju númer ég er með,“ svaraði Haukur hlægjandi. „Það eru nokkrir leikmenn þarna sem hafa leikið færri landsleiki en það hafa allir leikið alvöru landsleiki. Nú hef ég ekki spilað með liðinu í einhver þrjú ár en ég er samt búinn að fylgjast vel með þeim og þeir eru búnir að vera mjög góðir. Þeir hafa komið okkur í þessa stöðu að við getum hækkað okkur upp í styrkleikaflokki. Ég er mjög spenntur að spila með þessum strákum og ég held að framtíðin sé björt.“ Haukur hefur fulla trú á íslenska liðinu í kvöld og telur að liðið geti náð í úrslit gegn þessu sterka liði Ítala. „Við ætlum að mæta þeim og vinna þennan leik. Við spiluðum á móti þeim þegar þeir voru með sitt sterkasta lið á Eurobasket 2015 og við vorum með þann leik í höndunum áður en við misstum hann í restina. Ég hef fulla trú á því að við getum unnið þetta lið.“ Leikurinn er rúmum sólarhring áður en öllum sóttvarnartakmörkum verður aflétt en Haukur vonast til að sjá sem flesta i Ólafssal og að íslenska liðið geti nýtt heimavöllinn sér í hag. „Þeir eru með flott lið en við erum í bullandi séns að geta tekið þá hérna heima ef stemningin er góð og við fáum áhorfendur til að mæta og vera með okkur í liði,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. HM 2023 í körfubolta Ný þjóðarhöll Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Sjá meira
Leikurinn í kvöld verður leikinn á undanþágu í Ólafssal en Laugardalshöllin er ekki leikfær vegna vatnsskemmda. Verður þetta þá í fyrsta skipti á ferlinum sem Haukur spilar körfubolta í Ólafssal en salurinn var vígður í apríl 2018. „Það verður gott að spila aftur á heimavelli. Það var algjörlega fáránlegt að þurfa að spila báða leikina á útivelli síðast. Ekki misskilja, Ólafssalur er frábær völlur og ekkert hægt að setja út á hann en það þarf að koma einhver almennilegur þjóðarleikvangur á næstunni. Hvort sem Laugardalshöll verður gerð upp eða það komi ný höll eða eitthvað annað. Við verðum að eiga okkar heimavöll og það er eiginlega bara skandall að þetta sé staðan,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi, aðspurður út í aðstöðuleysi landsliðsins. Ef Haukur tekur þátt í kvöld, verður þetta þá í fyrsta skipti í tæp þrjú ár sem hann spilar í bláu en hann hefur ekki leikið landsleik síðan í febrúar 2019. Síðast þegar Haukur lék landsleik voru bæði Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson í hópnum en síðan þá hefur verið mikil endurnýjun. „Það er orðið svo langt síðan ég spilaði landsleik að ég man varla hvaða treyju númer ég er með,“ svaraði Haukur hlægjandi. „Það eru nokkrir leikmenn þarna sem hafa leikið færri landsleiki en það hafa allir leikið alvöru landsleiki. Nú hef ég ekki spilað með liðinu í einhver þrjú ár en ég er samt búinn að fylgjast vel með þeim og þeir eru búnir að vera mjög góðir. Þeir hafa komið okkur í þessa stöðu að við getum hækkað okkur upp í styrkleikaflokki. Ég er mjög spenntur að spila með þessum strákum og ég held að framtíðin sé björt.“ Haukur hefur fulla trú á íslenska liðinu í kvöld og telur að liðið geti náð í úrslit gegn þessu sterka liði Ítala. „Við ætlum að mæta þeim og vinna þennan leik. Við spiluðum á móti þeim þegar þeir voru með sitt sterkasta lið á Eurobasket 2015 og við vorum með þann leik í höndunum áður en við misstum hann í restina. Ég hef fulla trú á því að við getum unnið þetta lið.“ Leikurinn er rúmum sólarhring áður en öllum sóttvarnartakmörkum verður aflétt en Haukur vonast til að sjá sem flesta i Ólafssal og að íslenska liðið geti nýtt heimavöllinn sér í hag. „Þeir eru með flott lið en við erum í bullandi séns að geta tekið þá hérna heima ef stemningin er góð og við fáum áhorfendur til að mæta og vera með okkur í liði,“ sagði Haukur Helgi Pálsson.
HM 2023 í körfubolta Ný þjóðarhöll Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Sjá meira