Innlent

Margrét Sanders leiðir Sjálf­stæðis­flokkinn á­fram í Reykja­nes­bæ

Eiður Þór Árnason skrifar
Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm

Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, var efst í prófkjöri flokksins í Reykjanesbæ sem lauk í gær með 81,3% gildra atkvæða.

Í öðru sæti var Guðbergur Reynisson og í þriðja sæti Helga Jóhanna Oddsdóttir. Þetta kemur fram á vef Sjálfstæðisflokksins

Röð efstu sex frambjóðenda í prófkjörinu var eftirfarandi:

1. sæti er Margrét Sanders með 1.067 atkvæði eða 81,3%

2. sæti er Guðbergur Reynisson með 813 atkvæði í 1. – 2. sæti eða 62%

3. sæti er Helga Jóhanna Oddsdóttir með 497 atkvæði í 1. – 3. sæti eða 37,9%

4. sæti er Alexander Ragnarsson með 468 atkvæði í 1. – 4. sæti eða 35,7%

5. sæti er Birgitta Rún Birgisdóttir með 655 atkvæði í 1. – 5. sæti 49,9%

6. sæti er Gígja Sigríður Guðjónsdóttir með 678 atkvæði í 1. – 6. sæti eða 51,7%

Alls greiddu 1.352 atkvæði í prófkjörinu og var kjörsókn var 40,6%. Auðir og ógildir seðlar voru 40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×