Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2022 13:36 Erindrekar ganga út af fundi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þegar Sergei Lavrov tekur til máls. AP/Salvatore Di Nolfi Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. Meirihluti diplómata á Mannréttindaráðstefnu SÞ gekk út af fundinum þegar hann tók til máls og sömu sögu var að segja af afvopnunarráðstefnu SÞ í morgun. #UPDATE Ukraine's ambassador and diplomats from a wide number of countries staged a walkout Tuesday as Russia's foreign minister addressed the Conference on Disarmament in Geneva pic.twitter.com/dn3kCloRrR— AFP News Agency (@AFP) March 1, 2022 Lavrov sagði á afvopnunarráðstefnunni í Genf í morgun að tími sé kominn til að bandarísk kjarnorkuvopn verði fjarlægð úr Evrópu. HAnn sagði veru þeirra óásættanlega fyrir Rússa, sem hafa þó ítrekað hótað kjarnorkuárásum á undanförnum vikum og dögum og segjast hafa sett kjarnorkusveitir sínar í viðbragðsstöðu. Sendinefnd Úkraínu á ráðstefnunni gekk út úr salnum á meðan Lavrov hélt ávarp sitt og erindrekar fjölda annarra ríkja gerðu slíkt hið sama. Þar á meðal voru erindrekar Evrópusambandsríkjanna, Bandaríkjanna og Bretlands. „Til að sýna samstöðu gengu erindrekar ESB og aðrir út af fundinum með erindreka Úkraínu þegar Lavrov ávarpaði fundinn. Það er ekki hægt að ætlast þess af okkur að sitja hjá þegar Rússland dreifir falsupplýsingum og lygum um árásir þeirra gegn Úkraínu,“ skrifaði sendinefnd ESB á Twitter. As a sign of solidarity EU Ambassadors & others decided to leave w Ukraine the room when FM Lavrov addressed @UN_HRC & Conference on Disarmament. We cannot be expected to sit by while Russia is actively spreading disinformation & falsehoods regarding its aggression against 🇺🇦 pic.twitter.com/X5Vb7CTE3c— EU at the UN - Geneva #MultilateralismMatters (@EU_UNGeneva) March 1, 2022 Erindrekar á afvopnunarráðstefnunni voru ekki einir um það. Meirihluti erindreka, sem staddir voru á Mannréttindaráðstefnu SÞ í morgun, gengu út þegar Lavrov tók til máls. Hann var staddur á fundinum í gegn um fjarfundarbúnað og þegar fundarstjórar buðu hann velkominn stóðu tugir erindreka upp og gengu út. HRC members walk out once Lavrov’s video began to play in the session of the Council. Enough of exposure to the deranged lunacy of war criminals. We will listen to you at International Tribunal for War Crimes of Putin’s Regime pic.twitter.com/neDqBYccxk— Sergiy Kyslytsya (@SergiyKyslytsya) March 1, 2022 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Tengdar fréttir „Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“ Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. 1. mars 2022 13:30 Rússar áhyggjufullir um samskipti Norðmanna og Dana vegna breytinga á götuheiti Rússneska sendiráðið í Danmörku hefur lýst yfir áhyggjum af samskiptum Norðmanna og Dana vegna umræðna um að breyta heiti götunnar Kristianiagade í Ukrainegade. Rússneska sendiráðið stendur við fyrrnefnda götu og einn borgarstjóra Kaupmannahafnar hefur lýst yfir vilja til að skoða það að breyta götuheitinu í Ukrainegade. 1. mars 2022 12:30 „Get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt“ Úkraínumaðurinn Andriy Voronin, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er hættur sem aðstoðarþjálfari Dynamo Moskvu í Rússlandi og hefur yfirgefið landið. 1. mars 2022 13:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Meirihluti diplómata á Mannréttindaráðstefnu SÞ gekk út af fundinum þegar hann tók til máls og sömu sögu var að segja af afvopnunarráðstefnu SÞ í morgun. #UPDATE Ukraine's ambassador and diplomats from a wide number of countries staged a walkout Tuesday as Russia's foreign minister addressed the Conference on Disarmament in Geneva pic.twitter.com/dn3kCloRrR— AFP News Agency (@AFP) March 1, 2022 Lavrov sagði á afvopnunarráðstefnunni í Genf í morgun að tími sé kominn til að bandarísk kjarnorkuvopn verði fjarlægð úr Evrópu. HAnn sagði veru þeirra óásættanlega fyrir Rússa, sem hafa þó ítrekað hótað kjarnorkuárásum á undanförnum vikum og dögum og segjast hafa sett kjarnorkusveitir sínar í viðbragðsstöðu. Sendinefnd Úkraínu á ráðstefnunni gekk út úr salnum á meðan Lavrov hélt ávarp sitt og erindrekar fjölda annarra ríkja gerðu slíkt hið sama. Þar á meðal voru erindrekar Evrópusambandsríkjanna, Bandaríkjanna og Bretlands. „Til að sýna samstöðu gengu erindrekar ESB og aðrir út af fundinum með erindreka Úkraínu þegar Lavrov ávarpaði fundinn. Það er ekki hægt að ætlast þess af okkur að sitja hjá þegar Rússland dreifir falsupplýsingum og lygum um árásir þeirra gegn Úkraínu,“ skrifaði sendinefnd ESB á Twitter. As a sign of solidarity EU Ambassadors & others decided to leave w Ukraine the room when FM Lavrov addressed @UN_HRC & Conference on Disarmament. We cannot be expected to sit by while Russia is actively spreading disinformation & falsehoods regarding its aggression against 🇺🇦 pic.twitter.com/X5Vb7CTE3c— EU at the UN - Geneva #MultilateralismMatters (@EU_UNGeneva) March 1, 2022 Erindrekar á afvopnunarráðstefnunni voru ekki einir um það. Meirihluti erindreka, sem staddir voru á Mannréttindaráðstefnu SÞ í morgun, gengu út þegar Lavrov tók til máls. Hann var staddur á fundinum í gegn um fjarfundarbúnað og þegar fundarstjórar buðu hann velkominn stóðu tugir erindreka upp og gengu út. HRC members walk out once Lavrov’s video began to play in the session of the Council. Enough of exposure to the deranged lunacy of war criminals. We will listen to you at International Tribunal for War Crimes of Putin’s Regime pic.twitter.com/neDqBYccxk— Sergiy Kyslytsya (@SergiyKyslytsya) March 1, 2022
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Tengdar fréttir „Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“ Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. 1. mars 2022 13:30 Rússar áhyggjufullir um samskipti Norðmanna og Dana vegna breytinga á götuheiti Rússneska sendiráðið í Danmörku hefur lýst yfir áhyggjum af samskiptum Norðmanna og Dana vegna umræðna um að breyta heiti götunnar Kristianiagade í Ukrainegade. Rússneska sendiráðið stendur við fyrrnefnda götu og einn borgarstjóra Kaupmannahafnar hefur lýst yfir vilja til að skoða það að breyta götuheitinu í Ukrainegade. 1. mars 2022 12:30 „Get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt“ Úkraínumaðurinn Andriy Voronin, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er hættur sem aðstoðarþjálfari Dynamo Moskvu í Rússlandi og hefur yfirgefið landið. 1. mars 2022 13:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
„Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“ Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. 1. mars 2022 13:30
Rússar áhyggjufullir um samskipti Norðmanna og Dana vegna breytinga á götuheiti Rússneska sendiráðið í Danmörku hefur lýst yfir áhyggjum af samskiptum Norðmanna og Dana vegna umræðna um að breyta heiti götunnar Kristianiagade í Ukrainegade. Rússneska sendiráðið stendur við fyrrnefnda götu og einn borgarstjóra Kaupmannahafnar hefur lýst yfir vilja til að skoða það að breyta götuheitinu í Ukrainegade. 1. mars 2022 12:30
„Get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt“ Úkraínumaðurinn Andriy Voronin, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er hættur sem aðstoðarþjálfari Dynamo Moskvu í Rússlandi og hefur yfirgefið landið. 1. mars 2022 13:01