UFC-hetjan mögulega í tuttugu ára fangelsi fyrir að reyna að myrða barnaníðinginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2022 13:00 Cain Velasquez sést hér handjárnaður í réttarsal Santa Clara County Hall í gær. AP/Aric Crabb UFC-goðsögnin Cain Velasquez hefur nú verið formlega ákærð fyrir morðtilraun eftir skotárás hans á mánudagskvöldið í San Jose í Kaliforníu. Velasquez, sem er fyrrum heimsmeistari í þungavigt í UFC, er ákærður fyrir morðtilraun að yfirlögðu ráði sem og ýmis önnur brot tengdum skotárásinni. Hinn 39 ára gamli Velasquez reyndi þar að skjóta mann að nafni Harry Eugene Goularte. Goularte hafði áður verið handtekinn fyrir að áreita kynferðislega unga stúlku innan nærfjölskyldu Velasquez. Stúlkan er undir tíu ára aldri. Content warning: This story contains details that may be disturbing for some readers.Cain Velasquez has been charged. He is accused of targeting Harry Eugene Goularte, who is charged with allegedly molesting one of Velasquez's young relatives.More: https://t.co/ivMEVahtlb pic.twitter.com/rpIArVUzvi— ESPN MMA (@espnmma) March 3, 2022 Velasquez fékk á sig tíu ákærur og gæti verið á leiðinni í tuttugu ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur. Skotárásin varð eftir að Velasquez hafi elt bíl Goularte á miklum hraða í gegnum San Jose borg. Velasquez keyrði á endanum utan í bíl Goularte og hóf í framhaldinu skothríð að bílnum. Í bílnum voru Goularte og tveir eldri ættingjar hans. 63 ára gamall stjúpfaðir Goularte, Paul Bender, fékk skot í hendi og skrokk en er ekki í lífshættu. „Það er mikill harmleikur að herra Velasquez hafi ákveðið að taka lögin í sínar hendur, setja almenning í mikla hættu sem og alla þá sem voru í bílnum. Svona ofbeldi veldur líka enn meiri sársauka og þjáningu fyrir hans fjölskyldu,“ sagði Jeff Rosen saksóknari í Santa Clara sýslu. Dana White shares his first comments on Cain Velasquez s arrest.Full story: https://t.co/BTHr7io57C pic.twitter.com/mDptFCytxo— MMA Junkie (@MMAJunkie) March 3, 2022 Velasquez varð þungavigtarmeistari UFC í tvígang. Hann varði beltið fyrst árið 2011 og hélt því síðan aftur á árunum 2012 til 2015. Hans fyrsti heimsmeistaratitill kom í hús eftir sigur á Brock Lesnar á UFC 121. Eftir að Velasquez hætti að keppa í UFC þá færði hann sig yfir í fjölbragðaglímuna hjá WWE. MMA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira
Velasquez, sem er fyrrum heimsmeistari í þungavigt í UFC, er ákærður fyrir morðtilraun að yfirlögðu ráði sem og ýmis önnur brot tengdum skotárásinni. Hinn 39 ára gamli Velasquez reyndi þar að skjóta mann að nafni Harry Eugene Goularte. Goularte hafði áður verið handtekinn fyrir að áreita kynferðislega unga stúlku innan nærfjölskyldu Velasquez. Stúlkan er undir tíu ára aldri. Content warning: This story contains details that may be disturbing for some readers.Cain Velasquez has been charged. He is accused of targeting Harry Eugene Goularte, who is charged with allegedly molesting one of Velasquez's young relatives.More: https://t.co/ivMEVahtlb pic.twitter.com/rpIArVUzvi— ESPN MMA (@espnmma) March 3, 2022 Velasquez fékk á sig tíu ákærur og gæti verið á leiðinni í tuttugu ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur. Skotárásin varð eftir að Velasquez hafi elt bíl Goularte á miklum hraða í gegnum San Jose borg. Velasquez keyrði á endanum utan í bíl Goularte og hóf í framhaldinu skothríð að bílnum. Í bílnum voru Goularte og tveir eldri ættingjar hans. 63 ára gamall stjúpfaðir Goularte, Paul Bender, fékk skot í hendi og skrokk en er ekki í lífshættu. „Það er mikill harmleikur að herra Velasquez hafi ákveðið að taka lögin í sínar hendur, setja almenning í mikla hættu sem og alla þá sem voru í bílnum. Svona ofbeldi veldur líka enn meiri sársauka og þjáningu fyrir hans fjölskyldu,“ sagði Jeff Rosen saksóknari í Santa Clara sýslu. Dana White shares his first comments on Cain Velasquez s arrest.Full story: https://t.co/BTHr7io57C pic.twitter.com/mDptFCytxo— MMA Junkie (@MMAJunkie) March 3, 2022 Velasquez varð þungavigtarmeistari UFC í tvígang. Hann varði beltið fyrst árið 2011 og hélt því síðan aftur á árunum 2012 til 2015. Hans fyrsti heimsmeistaratitill kom í hús eftir sigur á Brock Lesnar á UFC 121. Eftir að Velasquez hætti að keppa í UFC þá færði hann sig yfir í fjölbragðaglímuna hjá WWE.
MMA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira