Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna Árni Gísli Magnússon skrifar 4. mars 2022 21:00 KA-menn unnu góðan sigur í kvöld. KA og FH mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA heimilinu í kvöld. KA fyrir leikinn í 8. sæti en FH í þriðja sæti með tvo leiki til góða á efstu liðin. Að lokum fór KA með sterkan fimm marka sigur af hólmi, 32-27, eftir virkilega flottan síðari hálfleik. Ljóst var frá byrjun að FH ætlaði að spila fasta vörn og fengu þeir nokkur hraðaupphlaup í byrjun og komust 3-1 yfir. KA fór þá að spila agaðri sóknarleik og mörkin létu þá ekki á sér standa. Heimamenn voru að spilar langar sóknir sem enduðu oftast með marki sem er alltaf pirrandi fyrir andstæðing sem er búinn að standa vörn lengi í einu. Leikurinn var þó jafn áfram og var það þegar um 20 mínútur voru liðnar að KA komst nokkrum mörkum yfir. Bruno Bernat var þá kominn í markið og varði þrjú skot í röð sem KA nýtti sér svo með mörkum hinu megin. KA leiddi því í hálfleik, 15-12. Í upphafi seinni hálfleiks var ljóst að KA menn ætluðu ekki að gefa neitt eftir í varnarleiknum og spiluðu vörnina framar og voru fastari fyrir. Það skilaði sér í miklum fjölda hraðaupphlaupa og eftir 9 mínútur var liðið komið 7 mörkum yfir, 20-14. Phil Döhler, markmaður FH, skoraði þá eitthvað furðulegasta sjálfsmark sem sést hefur á handboltavelli. Boltinn var laus framarlega í teig FH og Döhler stekkur til og ætlar að slá boltann burt en slær hann beint í eigið net. Hreint ótrúlegt. Það batnaði svo ekki staðan fyrir FH þegar Einar Örn Sindrason fékk beint rautt spjald þegar korter var eftir. Hann þrumaði þá boltanum í andlitið á Bruno Bernat, markmanni KA, úr vítakasti. En Bruno hafði áður fengið skot í hausinn í leiknum sem og Phil Döhler. KA hélt svo FH í góðri fjarlægð það sem eftir var og komust aftur 7 mörkum yfir og urðu lokatölur 32-27. Af hverju vann KA ? KA liðið er ógnarsterkt á heimavelli og ekkert grín að mæta þeim þar á sínum degi. Þeir spiluðu flotta sókn allan leikinn og sérstaklega góða vörn í seinni hálfleik og þá er erfitt við þá að eiga enda með frábæra leikmenn í hópnum. Hverjir stóðu upp úr? Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur með 9 mörk, þar af 4 úr vítum, og var að klára færin sín einstaklega vel. Jón Heiðar kom næstur með 5 mörk. Þá voru Einar Birgir Stefánsson og Patrekur Stefánsson virkilega flottir í vörninni í dag ásamt fleirum og Bruno Bernat átti flotta innkomu í markið og tók 9 bolta. Hjá FH var Ásbjörn Friðriksson markahæstur að vanda með 7 mörk, þar af 3 úr vítum. Phil Döhler var fínn í markinu og tók 13 bolta. Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH í seinni hálfleik gekk illa og fengu þeir þ.a.l. töluvert af hraðaupphlaupum á sig og urðu pirraðir og óagaðir í sóknarleiknum í kjölfarið. Hvað gerist næst? KA mætir Selfossi í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins miðvikudaginn 9. mars kl. 20:15 Í hinum undanúrslitaleiknum mætast FH og Valur sama dag kl. 18:00. Sigursteinn: Engar afsakanir Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ekki að fara að finna upp einhverjar afsakanir fyrir tapinu í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, segir sitt lið einfaldlega hafa átt slæman dag í dag þegar það beið lægri hlut gegn KA, 32-27. „Við vorum bara ekki góðir í dag og töpuðum fyrir góðu KA-liði sem var miklu tilbúnara í þá baráttu sem þurfti að inna af hendi.” KA stakk FH af um miðjan síðari hálfleik og komust mest sjö mörkum yfir en Sigursteinn segir lið sitt hafa spilað illa allan tímann í dag. „Fyrri hálfleikur var ekki góður en við komust í 3-1 og eitthvað en gerum okkur svo seka um mistök sem við erum ekki vanir að gera og það sýndi kannski líka svona hvar við vorum staddir þannig að við settum ekki nóg í þetta í dag.” FH liðið er búið að spila þétt undanfarið en þeir mættu Herði frá Ísafirði í bikarnum fyrir vestan á sunnudaginn og spiluðu svo aftur í bikarnum við Þór fyrir norðan fyrir tveimur dögum og hafa haldið til á Akureyri síðan þá. Sigursteinn segir þreytu ekki vera neina afsökun. „Nei engar afsakanir, við áttum bara ekki góðan dag í dag og það gerist fyrir öll góð lið. Spurningin er aftur á móti hvernig menn svara og við ætlum að svara.“ Hvernig ætlið þið svara? „Með sigri!” Sagði Sigursteinn ákveðinn að lokum og greinilegt að liðið ætlar að gera betur í undanúrslitum bikarkeppninnar þar sem FH mætir Val á miðvikudaginn. Olís-deild karla KA FH
KA og FH mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA heimilinu í kvöld. KA fyrir leikinn í 8. sæti en FH í þriðja sæti með tvo leiki til góða á efstu liðin. Að lokum fór KA með sterkan fimm marka sigur af hólmi, 32-27, eftir virkilega flottan síðari hálfleik. Ljóst var frá byrjun að FH ætlaði að spila fasta vörn og fengu þeir nokkur hraðaupphlaup í byrjun og komust 3-1 yfir. KA fór þá að spila agaðri sóknarleik og mörkin létu þá ekki á sér standa. Heimamenn voru að spilar langar sóknir sem enduðu oftast með marki sem er alltaf pirrandi fyrir andstæðing sem er búinn að standa vörn lengi í einu. Leikurinn var þó jafn áfram og var það þegar um 20 mínútur voru liðnar að KA komst nokkrum mörkum yfir. Bruno Bernat var þá kominn í markið og varði þrjú skot í röð sem KA nýtti sér svo með mörkum hinu megin. KA leiddi því í hálfleik, 15-12. Í upphafi seinni hálfleiks var ljóst að KA menn ætluðu ekki að gefa neitt eftir í varnarleiknum og spiluðu vörnina framar og voru fastari fyrir. Það skilaði sér í miklum fjölda hraðaupphlaupa og eftir 9 mínútur var liðið komið 7 mörkum yfir, 20-14. Phil Döhler, markmaður FH, skoraði þá eitthvað furðulegasta sjálfsmark sem sést hefur á handboltavelli. Boltinn var laus framarlega í teig FH og Döhler stekkur til og ætlar að slá boltann burt en slær hann beint í eigið net. Hreint ótrúlegt. Það batnaði svo ekki staðan fyrir FH þegar Einar Örn Sindrason fékk beint rautt spjald þegar korter var eftir. Hann þrumaði þá boltanum í andlitið á Bruno Bernat, markmanni KA, úr vítakasti. En Bruno hafði áður fengið skot í hausinn í leiknum sem og Phil Döhler. KA hélt svo FH í góðri fjarlægð það sem eftir var og komust aftur 7 mörkum yfir og urðu lokatölur 32-27. Af hverju vann KA ? KA liðið er ógnarsterkt á heimavelli og ekkert grín að mæta þeim þar á sínum degi. Þeir spiluðu flotta sókn allan leikinn og sérstaklega góða vörn í seinni hálfleik og þá er erfitt við þá að eiga enda með frábæra leikmenn í hópnum. Hverjir stóðu upp úr? Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur með 9 mörk, þar af 4 úr vítum, og var að klára færin sín einstaklega vel. Jón Heiðar kom næstur með 5 mörk. Þá voru Einar Birgir Stefánsson og Patrekur Stefánsson virkilega flottir í vörninni í dag ásamt fleirum og Bruno Bernat átti flotta innkomu í markið og tók 9 bolta. Hjá FH var Ásbjörn Friðriksson markahæstur að vanda með 7 mörk, þar af 3 úr vítum. Phil Döhler var fínn í markinu og tók 13 bolta. Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH í seinni hálfleik gekk illa og fengu þeir þ.a.l. töluvert af hraðaupphlaupum á sig og urðu pirraðir og óagaðir í sóknarleiknum í kjölfarið. Hvað gerist næst? KA mætir Selfossi í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins miðvikudaginn 9. mars kl. 20:15 Í hinum undanúrslitaleiknum mætast FH og Valur sama dag kl. 18:00. Sigursteinn: Engar afsakanir Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ekki að fara að finna upp einhverjar afsakanir fyrir tapinu í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, segir sitt lið einfaldlega hafa átt slæman dag í dag þegar það beið lægri hlut gegn KA, 32-27. „Við vorum bara ekki góðir í dag og töpuðum fyrir góðu KA-liði sem var miklu tilbúnara í þá baráttu sem þurfti að inna af hendi.” KA stakk FH af um miðjan síðari hálfleik og komust mest sjö mörkum yfir en Sigursteinn segir lið sitt hafa spilað illa allan tímann í dag. „Fyrri hálfleikur var ekki góður en við komust í 3-1 og eitthvað en gerum okkur svo seka um mistök sem við erum ekki vanir að gera og það sýndi kannski líka svona hvar við vorum staddir þannig að við settum ekki nóg í þetta í dag.” FH liðið er búið að spila þétt undanfarið en þeir mættu Herði frá Ísafirði í bikarnum fyrir vestan á sunnudaginn og spiluðu svo aftur í bikarnum við Þór fyrir norðan fyrir tveimur dögum og hafa haldið til á Akureyri síðan þá. Sigursteinn segir þreytu ekki vera neina afsökun. „Nei engar afsakanir, við áttum bara ekki góðan dag í dag og það gerist fyrir öll góð lið. Spurningin er aftur á móti hvernig menn svara og við ætlum að svara.“ Hvernig ætlið þið svara? „Með sigri!” Sagði Sigursteinn ákveðinn að lokum og greinilegt að liðið ætlar að gera betur í undanúrslitum bikarkeppninnar þar sem FH mætir Val á miðvikudaginn.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti