Málþingið hefst klukkan 14 og stendur yfir í klukkustund en það er haldið í samstarfi við ELSA í Úkraínu. Á málþinginu verður fjallað um hugsanlegar afleiðingar að þjóðarétti vegna innrásarinnar í Úkraínu, með hliðsjón af aðkomu alþjóðastofnana, s.s. ICC, ICJ, NATO og UN.
Frummælendur á málþinginu eru: Olha Butkevych prófessor í alþjóðlegum allherjarrétti við Taras Shevchenko háskólann í Kyiv, Pétur Dam Leifsson dósent við lagadeild HÍ og Njáll Trausti Friðbertsson formaður Íslandsnefndar NATO.
Fundarstjórar á málþinginu verða Laufey Sara Malmquist, funda og menningarmálastjóri Orators og Bjarki Fjalar Guðjónsson, forseti ELSA á Íslandi. Að framsögum loknum taka þátttakendur í pallborðinu við spurningum úr sal.
Málþingið er opið öllum en því verður einnig streymt, þar á meðal hér á Vísi.