Ria, ríkisrekinn fjölmiðill í Rússlandi, tilkynnti í kvöld að Roskomnadzor hafi ákveðið að loka fyrir aðgang að Facebook í landinu. Þar segir að ástæða lokunarinnar sé að Facebook hafi mismunað rússneskum fjölmiðlum í gegnum árin.
Þá greindi Bianna Golodryga, yfirmaður alþjóðamálagreiningar hjá CNN, frá því að einnig hafi verið tekin ákvörðun um að loka fyrir Twitter í Rússlandi.
James Longman, fréttaritari ABC í Rússlandi, segist þó enn hafa aðgang að báðum samfélagsmiðlum í landinu. Hann telur að ef til vill sé enn verið að vinna að lokuninni.
„Að tilkynna bann á einhverju er eitt, en að ganga úr skugga um að því sé framfylgt er annað,“ segir hann á Twitter.
I m still able to access Facebook and Twitter in Russia. It may take time for code to trickle through, I don t know. But for now full access. Announcing a ban on something is one thing, making sure it happens is another.
— James Longman (@JamesAALongman) March 4, 2022