Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. mars 2022 18:01 Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1. N1 Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Bensínverð hefu hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. „Mér finnst ekkert ólíklegt að á næstu dögum og vikum munum við sjá miklar sveiflur í heimsmarkaðsverði á eldsneyti, bæði upp og niður. Á meðan þetta óhugnanlega, ömurlega stríð ríkir þá er hættan á að eldsneytisverð muni frekar fara upp,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, sem ræddi hækkandi eldsneytisverð í Reykjavík sídegis á Bylgjunni fyrr í dag. Markaðurinn leiðrétti sig hratt ljúki stríðinu Hann segir þennan markað hér á landi líka talsverða spákaupmennsku. Ólíklegt sé að á Vesturlöndum sé nokkurs staðar skortur á eldsneyti úti á bensínstöðvum. „Menn eru að lesa fréttir og sjá fyrir sér skort í Bandaríkjunum og í Evrópu til lengri tíma litið ef ástandið varir áfram. Hins vegar held ég að ef að menn ljúka þessu ömurlega stríði þá muni markaðurinn leiðrétta sig hratt,“ segir Hinrik. Birgðarstaða á landinu er nokkuð góð sem Hinrik segir að miklu leiti mega rekja til þess að allt eldsneyti, alla vega það sem N1 selur, sé keypt frá Noregi. Flutningsleið olíunnar sé þar að auki stutt sem hafi áhrif á verðið. Heimsmarkaðsverð hafi þá hækkað mun meira en söluverð hér á landi. „Við getum bent á það að núna í marsmánuði, frá meðalverði febrúar til dagsins í dag hefur heimsmarkaðsverð á dísilolíu hækkað um sjötíu prósent. Söluverð okkar hefur hækkað um ellefu eða tólf prósent, ef ég man rétt, á sama tíma þannig að það er ekki svo,“ segir Hinrik. Óttast að markaðurinn bregðist ýkt við „Við höfum reynt að takmarka okkar hækkanir. Við skynjum ólgu landsmanna og ótta landsmanna við hækkanir almennt. Ég held hins vegar að það sé ekki fylgst með nokkrum markaði á Íslandi eins og eldsneytisverði. Okkar verð hækka og lækka í takt við heimsmarkaðsverð.“ Starfsmenn N1 fari yfir heimsmarkaðsverð oft á dag til að fylgjast með stöðunni og bregðast eins hratt við og hægt er. „Það er enginn hagur í því fyrir okkur að eldsneytisverð rjúki upp. Okkar hagur er að markaðirnir séu stöðugir og krónan helst stöðug. Það er fyrir okkur hið fullkomna ástand. Í dag var markaðurinn í lækkunum sem er jákvætt og vonandi heldur það áfram. En ég óttast það að markaðurinn muni bregðast mjög ýkt við öllum fréttum, bæði upp og niður,“ segir Hinrik. Bensín og olía Neytendur Verðlag Bílar Tengdar fréttir Viðlíka verðhækkun í Evrópu ekki sést í manna minnum „Þetta er auðvitað skelfileg verðþróun. Við sjáum það bara að á tíu dögum hefur verðið hækkað um 20 kr. til neytenda á útsölustöðum og það sér ekki endilega fyrir endann á þessu þannig að við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ 9. mars 2022 13:17 Þróun hrávöruverðs varpar ljósi á mikilvægi raforkuframleiðslu á Íslandi Stórkostlegar hækkanir á hrávöruverði eru áminning um mikilvægi raforkuframleiðslu hér á landi og þær varpa jafnframt ljósi á það hversu mikill ávinningur felst í því að framleiða íslenskt eldsneyti sem knýr farartæki. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland. 9. mars 2022 13:00 Stríðsátökin „varpa skugga á allt annað,“ fjárfestar búast áfram við miklum sveiflum Þróun stríðsátakanna í Úkraínu og skilaboð bandaríska seðlabankans í næstu viku eru þeir þættir sem munu ráða mestu um stefnu markaða næstu daga og vikur. „Það er líklegt að sveiflur verði áfram miklar enda er ekki að sjá neina lausn í sjónmáli,“ segir Davíð Stefánsson, sjóðsstjóri hjá Akta. 8. mars 2022 12:04 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Bensínverð hefu hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. „Mér finnst ekkert ólíklegt að á næstu dögum og vikum munum við sjá miklar sveiflur í heimsmarkaðsverði á eldsneyti, bæði upp og niður. Á meðan þetta óhugnanlega, ömurlega stríð ríkir þá er hættan á að eldsneytisverð muni frekar fara upp,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, sem ræddi hækkandi eldsneytisverð í Reykjavík sídegis á Bylgjunni fyrr í dag. Markaðurinn leiðrétti sig hratt ljúki stríðinu Hann segir þennan markað hér á landi líka talsverða spákaupmennsku. Ólíklegt sé að á Vesturlöndum sé nokkurs staðar skortur á eldsneyti úti á bensínstöðvum. „Menn eru að lesa fréttir og sjá fyrir sér skort í Bandaríkjunum og í Evrópu til lengri tíma litið ef ástandið varir áfram. Hins vegar held ég að ef að menn ljúka þessu ömurlega stríði þá muni markaðurinn leiðrétta sig hratt,“ segir Hinrik. Birgðarstaða á landinu er nokkuð góð sem Hinrik segir að miklu leiti mega rekja til þess að allt eldsneyti, alla vega það sem N1 selur, sé keypt frá Noregi. Flutningsleið olíunnar sé þar að auki stutt sem hafi áhrif á verðið. Heimsmarkaðsverð hafi þá hækkað mun meira en söluverð hér á landi. „Við getum bent á það að núna í marsmánuði, frá meðalverði febrúar til dagsins í dag hefur heimsmarkaðsverð á dísilolíu hækkað um sjötíu prósent. Söluverð okkar hefur hækkað um ellefu eða tólf prósent, ef ég man rétt, á sama tíma þannig að það er ekki svo,“ segir Hinrik. Óttast að markaðurinn bregðist ýkt við „Við höfum reynt að takmarka okkar hækkanir. Við skynjum ólgu landsmanna og ótta landsmanna við hækkanir almennt. Ég held hins vegar að það sé ekki fylgst með nokkrum markaði á Íslandi eins og eldsneytisverði. Okkar verð hækka og lækka í takt við heimsmarkaðsverð.“ Starfsmenn N1 fari yfir heimsmarkaðsverð oft á dag til að fylgjast með stöðunni og bregðast eins hratt við og hægt er. „Það er enginn hagur í því fyrir okkur að eldsneytisverð rjúki upp. Okkar hagur er að markaðirnir séu stöðugir og krónan helst stöðug. Það er fyrir okkur hið fullkomna ástand. Í dag var markaðurinn í lækkunum sem er jákvætt og vonandi heldur það áfram. En ég óttast það að markaðurinn muni bregðast mjög ýkt við öllum fréttum, bæði upp og niður,“ segir Hinrik.
Bensín og olía Neytendur Verðlag Bílar Tengdar fréttir Viðlíka verðhækkun í Evrópu ekki sést í manna minnum „Þetta er auðvitað skelfileg verðþróun. Við sjáum það bara að á tíu dögum hefur verðið hækkað um 20 kr. til neytenda á útsölustöðum og það sér ekki endilega fyrir endann á þessu þannig að við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ 9. mars 2022 13:17 Þróun hrávöruverðs varpar ljósi á mikilvægi raforkuframleiðslu á Íslandi Stórkostlegar hækkanir á hrávöruverði eru áminning um mikilvægi raforkuframleiðslu hér á landi og þær varpa jafnframt ljósi á það hversu mikill ávinningur felst í því að framleiða íslenskt eldsneyti sem knýr farartæki. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland. 9. mars 2022 13:00 Stríðsátökin „varpa skugga á allt annað,“ fjárfestar búast áfram við miklum sveiflum Þróun stríðsátakanna í Úkraínu og skilaboð bandaríska seðlabankans í næstu viku eru þeir þættir sem munu ráða mestu um stefnu markaða næstu daga og vikur. „Það er líklegt að sveiflur verði áfram miklar enda er ekki að sjá neina lausn í sjónmáli,“ segir Davíð Stefánsson, sjóðsstjóri hjá Akta. 8. mars 2022 12:04 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Viðlíka verðhækkun í Evrópu ekki sést í manna minnum „Þetta er auðvitað skelfileg verðþróun. Við sjáum það bara að á tíu dögum hefur verðið hækkað um 20 kr. til neytenda á útsölustöðum og það sér ekki endilega fyrir endann á þessu þannig að við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ 9. mars 2022 13:17
Þróun hrávöruverðs varpar ljósi á mikilvægi raforkuframleiðslu á Íslandi Stórkostlegar hækkanir á hrávöruverði eru áminning um mikilvægi raforkuframleiðslu hér á landi og þær varpa jafnframt ljósi á það hversu mikill ávinningur felst í því að framleiða íslenskt eldsneyti sem knýr farartæki. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland. 9. mars 2022 13:00
Stríðsátökin „varpa skugga á allt annað,“ fjárfestar búast áfram við miklum sveiflum Þróun stríðsátakanna í Úkraínu og skilaboð bandaríska seðlabankans í næstu viku eru þeir þættir sem munu ráða mestu um stefnu markaða næstu daga og vikur. „Það er líklegt að sveiflur verði áfram miklar enda er ekki að sjá neina lausn í sjónmáli,“ segir Davíð Stefánsson, sjóðsstjóri hjá Akta. 8. mars 2022 12:04