Úkraína átti að mæta Finnlandi í umspilsleikjum í þessum mánuði en ekkert verður af þeim vegna stríðsins.
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, greindi frá því í gær að úkraínska handknattleikssambandið hefði upplýst EHF um að vegna núverandi stöðu gæti Úkraína ekki splað leikina tvo sem fara áttu fram 16. og 20. mars.
Finnum var því úrskurðaður 10:0-sigur í báðum leikjum og þeir komast áfram.
The matches are cancelled and assessed with 10:0 goals for Finland. Finland subsequently advances to the Phase 2 play-offs.
— EHF (@EHF_Activities) March 9, 2022
Finnland mætir því Króatíu í apríl í tveimur leikjum um sæti á HM. Ísland mætir sigurvegaranum úr einvígi Austurríkis og Eistlands í sama umspili.
Rússar og Hvít-Rússar dæmdir úr keppni
Áður hafði Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verið vísað úr keppni vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þar með er einvígi Slóvakíu og Belgíu um laust sæti á HM en ekki um það að mæta Rússum í umspili, og Færeyingar komust beint á seinna stig umspilsins því þeir áttu að mæta Hvít-Rússum á fyrra stiginu. Færeyjar mæta Þýskalandi á seinna stiginu í apríl.
Úkraínumenn hafa tvívegis verið með á HM, síðast árið 2007, og komist inn á tvö síðustu lokamót EM en þeir urðu í 24. og neðsta sæti á EM í janúar.
HM 2023 fer fram í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári.