Sverrir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá PAOK, en það var Jasmin Kurtic sem skoraði eina mark kvöldsins eftir tæplega klukkutíma leik.
Liðin mætast í Belgíu eftir slétta viku og þá kemur í ljós hvort liðið tryggir sér farseðilinn í átta liða úrslit.
Þrír aðrir leikir fóru fram á sama tíma. Roma vann 1-0 útisigur gegn Vitesse, Slavia Prague vann öruggan 4-1 sigur gegn LASK og Feyenoord er í góðum málum eftir 5-2 útisigur gegn Partizan Beograd.